Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 12
Guðrún frá Lundi: ÖLDUFÖLL FRAMHALDSSAGAN Krakkarnir voru á sífelldu rangli kringum Bensa og bátinn hans. Bensi var orðinn mikill maður í þeirra augum fyrir að geta keypt bát og málað hann sjálfur. Borðstokkurinn og tvær efstu fjalirnar voru fagur- grænar svo nú gat hann heitið Grænbarði eins og stóri báturinn kaupmannsins hafði heitið. Nú stóð hann upp í fjöru og tilheyrði gamla tímanum, síðan vélbáturinn hafði komið. Spurningunum rigndi yfir Bensa: „Ætlarðu að fara á sjóinn aleinn, þegar báturinn þinn er orðinn þurr?“ „Ef enginn vill koma með mér,“ svaraði Bensi.“ Það er búið að banna mér að fara með þér,“ sagði Kjartan í Móunum. „Og mér líka,“ sagði annar. Þá hló Bensi. „Það fæst einhver til þess að fara með mér, sannið þið til.“ En fínu strákunum hafði verið stfanglejga bannað að fara út- undir Tangann, þar sem fátæklingarnir bjuggu. Þess meira langaði þá til þess eins og vanalegt er fyrir krökkunum, enda voru þeir óvanir að gera ekki það, sem þeim sýndist. Þá Iangaði til að sjá þetta „undra- far“, sem allir strákar voru að dást að, hreyknir af því, hvað Bensi væri stæltur strákur, að vera búinn að kaupa sér bát. Einn daginn lögðu þeir leið sína upp undir Höfðann og þaðan úteftir fyrir ofan brekkuna, komu svo „spássérandi“ utan af reitum, þótlust vera að athuga eitthvað sérstakt, alyeg eins og fullorðnu mennirnir, sem gengu stundum tveir saman og skröf- uðu um það, sem þeim var hugleiknast þá stundina. Svo löbbuðu þeir, svona eins og af einh'verri tilviljun fram á bakkann hjá Bakkabúð. Þar í fjörunni stóð þetta glæsilega fley, nýmálað, og eigandi þess þar ná- lægt ásamt þrem félögum sínum. „Þarna stendur þá útgerðarmaðurinn," kallaði eldri prófastsstrákurinn. „Gaman væri að henda steini í bát- inn þinn, svo þú gætir aldrei ýtt honum á flot.“ „Það verður gaman að sjá þannn fisk, sem þú dregur, skuss- inn þinn,“ hrópaði Ragnar. „Þeir verða ekki færri en silungarnir, sem þú dróst inn á Höfðanum um daginn,“ svaraði Bensi. „Ég hef heyrt að þú hafir fengið einn grindhoraðan bjálfa. En, ef þið látið ekki bátinn minn vera skuluð þið fá fyrir ferðina,“ bætti hann við. „Þvílíkt mont, að vera að kaupa bát, sagði eldri prófastsstrákurinn. „Það geta svo sem fleiri verið montnir en gamla- prófasts-strákarnir“, sagði Bensi. Hann vissi að bræðr- 10 unum var meinilla við þetta langa ósmekklega nafn, sem krakkarnir höfðu fundið upp. Þeir löbbuðu líka burt án þess að segja meira. Kaupmannssonurinn, sem í sjóinn fór, bar allt annan hug til Bensa en áður. Honum duldist það ekki, að honum hafði verið það í lófa lagið að láta hann drukkna með því að sleppa honum þar sem engin hjálp var nærri. En hann þorði ekki að láta þakklæti sitt í Ijósi við félaga sína, sagði bara: „En livað hann er orðinn allt öðruvísi en hann var meðan karlinn átti hann.“ „Við skulum fara einhverja nóttina og henda stein- um ofan í bátskrattann svo það komi gat á hann. Þá minnkar í honum gorgeirinn,“ sagði Ragnar. „Við þurfum ekki að fara mjög nærri honum, ég er orðinn snillingur að slöngva á löngu færi,“ bætti hann við. Því til staðfestingar tók hann upp steinvölu. setti hálfsnúning á efri part líkamans og kastaði henni til veiðibjöllu, sem vaggaði á hárunum skammt undan landi, háreist og sjálfbirgingsleg, en steinninn náði ekki til hennar. Bjallan virti ekki þetta atvik þess að fljúga upp, heldur synti hratt burtu úr skotfæri. „Fall- ega slöngvað,“ sagði íþróttamaðurinn hreykinn. „Mun- aði ekki hársbreidd, þá hefði hún legið. Ef það hefði verið báturinn hefði ég hitt.“ „Ef þú gerir það, skal ég klaga þig fyrir prófastin- um,“ sagði Baldi kaupmannssonur. „Ertu orðinn svona hræddur við útgerðarmanninn?“ sagði Ragnar háðskur. „Nei, það er ég ekki, en pabbi hefur hótað mér því, að láta mig í sveit og okkur báða, ef ég sæi hann ekki í friði. Svo er líka það að athuga, að varla hefði ég verið í tölu þeirra, sem draga andann, ef hann hefði ekki draslað mér upp úr sjónum um daginn. Og það er þó eitthvað, sem fáir gleyma strax,“ sagði Baldi. Félagarnir svöruðu engu, en röltu á eftir honum hálf sneypulegir á svip. Hann var svo breyttur síðan hann fór í sjóinn, að þeir skyldu ekkert í honum. B^nsi beið þess með óþreyju, að báturinn yrði sjó- fær. En það var lítið um þurrka, svo að málningin var lengi að þorna. Svo kom allt í einu þetta nýja áhyggju- efni, sem orsakaðist af hótun Ragnars. Ef þeir félagar gerðu alvöru úr henni og eyðilegðu þennan uppáhalds grip, einhverja nóttina. Stundum hrökk hann upp, ný- sofnaður og J)aut á nærfötunum út úr bænum, stundum alla leið niður í fjöru, til að gæta að bátnum, því hann hafði dreymt að búið væri að eyðileggja hann. En honum lil mikillar ánægju stóð liann þarna, jafn fall- egur og hann var vanur. Þá fór hann heim aftur og svaf rólegur til morguns. Loks var ekkert því til fyr- irstöðu að honum yrði „ýtt úr vör“ annað en Hall- fríður aftók að drengurinn færi einn á sjóinn. Hún NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.