Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 13
liafði ætlaS aS biSja Jónas í Bjarnabæ aS fara meS honum, en hann var þá farinn í kaupavinnu fram í sveit. Þá var þaS Þorbjörg í Nausti, sem sagSist hafa fyrir löngu talaS um þaS viS mann, sem hún trySi vel fyrir Bensa, aS fara meS honum, þegar báturinn væri tiltækilegur. Svo setti hún á sig hreina svuntu og drif- hvítt sjal yfir sig og gekk inn í Vík. En Bensa var bráSlæti æskunnar í blóS boriS í ríkum mæli og nöldr- aSi viS mömmu sína. „Ég hlýt aS geta róiS tvíára hérna rétt fram á Víkina. Hún ætlar aldrei aS koma. HvaSa þýSingu hafSi þaS aS lofa mér aS kaupa bát- inn, ef ég má ekki setja hann ofan.“ „Vertu rólegur, góSi minn. Hún kemur bráSlega,“ sagSi sú hógværa kona, HallfríSur. „Þú verSur aS fara varlega á sjón- um. Ég á ekkert til aS lifa fyrir nema þig“. Sigga sat í sandinum fyrir neðan bakkann og hlustaSi á sam- ræSurnar um leiS og hún teiknaSi húshliS í sandinn fyrir Jóa litla. ÞaS leiS ekki löng stund, þar til Þor- björg sást koma meS stóran karlmann viS hliS sér. ÞaS var ekki lengi veriS aS þekkja Hannes gamla for- mann, sem svo var kallaSur. Allir vissu aS hann var mesta aflakló Víkurinnar, meSan hann sótti sjóinn, en þetta ár hafSi hann veriS eitthvaS heilsulítill, karl- skepnan, og sjaldan farið' á flot. Svo hafð'i kaupmaS- urinn látiS mág sinn taka viS formannsstörfunum á bátnum, sem gamli maSurinn hafði alltaf verið meS. FóIkiS sagði, aS karlinn væri svo stórlátur, aS hann gæti ekki verið háseti, en sjálfur átti hann ekkert far. Nú kom hann þarna spássérandi með Þorbjörgu í vað- stígvélum og bar olíustajck eða buxur á handleggnum. Bensi hentist í þrem stökkum niður að bátnum og stóð þar í' nýjum stígvélum, allborginmannlegur. Gamli maðurinn var brosleitur og heilsaði Bensa með því að klappa honum á öxlina. „Svo þig langar til að fara að reyna fyrir fiskinn, vinur,“ sagði hann. „Þú ert bara gjörfulegur drengur. ViS skulum sjá, hvort okk- ur semur ekki nógu vel. Þú ert svei mér búinn að dubba upp á bát greyið.“ „Ætlar þú með honum,“ spurði HallfríSur dálítiS hikandi. Hún þekkti ekki nema fáa kaupstaðarbúa ennþá. „Ójá, Þorbjörg var aS biSja mig þess. Og ég hef ekkert á móti því aS koma á sjó. HefSi ég veriS á fót- um, þegar upboðiS var haldiS, hefSi ég sjálfsagt boð- ið á móti þér. ÞaS er leiðinlegt að eiga ekki bátskel“, sagði gamli maðurinn. Svo var báturinn settur fram, eftir að Hannes gamli hafði signt yfir hann og Bensi kvatt mömmu sína og Þorbjörgu með kossi. Sigga horfði á, hvernig hann vaggaði sér á öldunum meðan árarnar voru ekki lagðar út. Ósköp hlyti að vera gam- an að vera með þeim, en slíkt mátti nú kannske ekki NÝTT KVENNABLAÐ Nú eru langsjölin í tízku. nefna, sízt núna, þegar pabbi var farinn í sveitina. Hún var ósköp dauf, þegar hún kom heim með Jóa svo hann gæti fengiS miðdegisblundinn. Þar var Gréta í Móunum. Hún hafði ekki komiS síðan hún reiddist við Jónas útaf stjúpbörnunum. Nú þurfti hún ekki að óttast hnífilyrði úr þeirri átt lengur. „Ósköp ert þú daufleg á svipinn Sigga mín,“ sagði mamma hennar. „Ertu eitthvað lasin?“ „Nei, en mig langaði svo mik- iS aS fara á sjóinn með honum Bensa. Ég veit að pabbi hefði lofað mér það, ef hann hefði verið heima?" sagði Sigga varlega. „Heyra þessa vitleysu. Hvenær heldurðu að stúlkur fari á sjó,“ sagði Signý. „Kjartan er nú bara hágrenjandi út af því að fá ekki að fara,“ sagði Gréta. „En hefði ég vitað, að Hannes gamli yrði meS, hefði ég ekki haft á móti því, þó mér sé ekkert um að þeir séu saman. Það er víst allt í fýlu og reiði fyrir frúrium þarna inni í Víkinni út af þessari sennu milli strákanna um daginn. Ég passa mig að koma ekki inneftir.“ „Skárri er það úlfúðin,“ sagði Signý og stundi. „Eins og strákarnir geti ekki jafnað þetta á milli sín.“ „Ég lief heyrt eftir utanbúðarmanninum, að það verði enginn fiskur tekinn til innleggs af Bensa, þó hann afli eitthvað. Hvernig ætli þá fari fyrir honum. Þorbjörg var ekki lengi að útvega meðhjálpina. Hún fær Hannes gamla til alls, hefur þjónaS honum í mörg ár, og hver veit hvað. Ég vildi bara, að þeir fengju ekki einn einasta fisk úr sjónum, hvorki í dag eða endrarnær.“ Þetta var það síðasta, sem þessi kær- leiksríka grannkona lagði til málanna. En sú ósk rættist ekki. Um kvöldið, þegar báturinn kom að landi, inn við br)rggjuna, því þangað var honum ró- ið, var mikið af fiski í honum. Fimmenningamir stóðu 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.