Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Side 4
sína. Á eftir voru svo veitingar bornar fram á stórt
borð í annarri stofunni. Voru þar sett kökuföt stór og
þó enn stærri brauðföt, með ágætu smurðu brauði
og ýmiss konar áleggi, og mjólk, kaffi eða te fékk
hver, sem vildi. Gekk húsfreyja rösklega fram í að
bjóða gestum sínum, enda var þessu gerð hin beztu
skil. Komst ég þarna sem oftar að raun um, að í risnu
allri og móttökualúð standa Norðmenn o'kkur sízt að
baki. Eftir veitingar var aftur setzt að handavinnu
stundarkom, og samkomunni síðan slitið með söng.
Það er augljóst, að auk hins trúarlega gildis, sem
samkomur þessar eiga að hafa, gefst konunum þarna
tækifæri til að hittast og kynnast og rabba saman um
ýmiss sameiginleg áhugamál, því að auðvitað ber
þarna fleira á góma en tóm „andlegheit“. En höf-
uðtilgangur samkomnanna er að efla og styrkja heið-
ingjatrúboðið norska. Handavinnustykkin, sem þær
vinna á samkomunum, setja þær t.d. á basar og selja
til ágóða fyrir trúboðið. Á þann hátt styrkja norsku
konurnar það með tugþúsundum króna árlega. Norð-
menn eru trúhneigðir, en trúarlíf þeirra jafnframt
með nokkrum öðrum blæ en hér er algcngast. Hefur
það sem önnur lífsfyrirbæri hvorutveggja sínar björtu
og dökku hliðar. Skuggarnir koma þá ekki ósjaldan
helzt fram sem nokkuð mikil kreddufesta og vandlæt-
ingasemi eða ofstækisfullt trúarþröngsýni, er berlegast
kom í Ijós í hinni frægu jólaprédikun próf. Halles-
bys hér um árið. Birkupinn á Hamri, sem var mjög
vinsæll með þjóð sinni. reis þá upp og andmælti
kröftuglega hinum skuggalega fordæmingarboðskap
Hallesbys. Gerðust þá brátt heitar og umfangsmiklar
blaðadeilur um málið, sem fjöldi manna tók þátt í.
Var þeim ekki að fullu lokið, þegar ég kom til Noregs,
þótt rúmt ár væri umliðið. Hið fjölmenna og harð-
snúna lið Hallesbys krafðist meira að segia að bisk-
upinn væri settur frá — fyrir trúvillu. Og svo er
íheldni og kenningaveldi hinnar norsku kirkju mikið,
að fáir stéttarbræður hans — biskuparnir — hvað þá
almennir prestar, dyrfðust að fylgia honum opinber-
lega að málum. Að hann varð ekki settur frá, mun
hafa verið að hakka úrskurði veraldlegra dómstóla en
ekki andlegu frelsi innan kirkjunnar. Aftur sagði mér
kona ein, vel menntuð og fróð, að stærri hluti þjóð-
arinnar myndi fylgia biskupnum — í hjarta sínu, og
sumir kváðust jafnvel segja sig úr þjóðkirkjunni, ef
biskupi yrði vikið úr embætti. En burt séð frá þessum
þröngu og dökku trúarviðhorfum, verður því ekki
neitað, að hin trúarlega alvara, sem þjóðinni virðist í
blóð borin, ásamt sterkum, trúarlegum erfðavenjum,
'gefa fólkinu mikilvæga siðferðilega og uppeldislega
kjölfeetu. Kristilegar siðvenjur setja mjög svip sinn á
hcimili, skóla og félagslíf. I barnaskólum eru sálmar
sungnir og bænastundir hafðar, og ekki er óalgengt,
að borðbæn sé lesin eða borðvers sungið áður en menn
taka til matar síns.
En Norðmenn eru yfirleitt athafna og framkvæmda-
menn að upplagi, og því ekki heldur eftir þeirra skapi
að láta sitja við orðin tóm í trúnni — bænalestur og
sálmasöng. Fjölmargir skólar og líknarstofnanir eru
þar reist og rekin af kristilegum félagssamtökum og
jafnvel mörg stór og þekkt gistihús. Og trúboðsstarf-
semi þeirra meðal frumstæðra þjóða er mikið afrek.
Á hverju ári leggur þessi fámenna þjóð fram af fá-
tækt sinni fleiri milljónir króna í hennar þágu, og
tugir ungra manna og kvenna vígja sig árlega þessu
starfi og vinna á vegum þess fjölþætt og ómetanlegt
líknar- og menningarstarf meðnl framandi þjóða.
Flestir siðmenntaðir Norðmenn munu líka — livað
sem persónulegum trúboðsáhuga þeirra líður — virða
þessa starfsemi og leggja henni lið.
Það var komið fram í apríl og páskarnir tóku að
nálgast. Enn var þó lítill vorsvipur kominn, enda oft-
ast næturfrost töluverð. þótt sólbráð væri á daginn.
Mikið var því enn óþiðnað af snjónum, sem dvngt
hafði niður ]>á fyrr um veturinn, einkum í Suður- Nor-
egi. Hafði þar aldrei komið meiri snjór það elztu
menn mundu. Fenntu húsin þar sums staðar bókstaf-
lega í kaf, svo að skríða varð á stundum út um bak-
gluggana. Nú var vorið Iíka óvenju seint á sér. t Suð-
ur Noregi eru vorstörf venjulega í fullnm gangi í
apríl byrjun, en nú leit út fyrir að enn vrði nokkur
bið á að garðar og akrar leystust að fullu undan fönn
og klaka. — S'álfsagt hafa líka bændurnir verið orðn-
ir næsta lnngeygðir eftir vorhlvindunum. Aftur er
ekki ólíklegt að margur æskumaðurinn hafi beðið
guð í hiarta sínu að spara hlýjuna örlítið fram vfir
páskana, láta bana að minnsta kosti ekki ná alltof
langt upp til fjallanna. Páskafríið er nefnilega
lengsta og fagnaðarríkasta vetrarfrí skólaæskunnar
norsku. Hefst það með pálmasunnudagshelgi og
st'-pdur fram yfir páska. Þá taka allir. sem vettlingi
valda, skíði sín og mal og halda til fialla. setjast bar
að í selkofnm og skíðaskálum og evða döannum í að
bruna á skíðum um snævibaktar víðáttur háfjallanna,
mjallrjúkandi eða skerandi bjarlar í leiftrandi ljósi
vorsólarinnar.
Ég hafði hugsað mér að halda fyrir páskana til Os,
sem er þorp í námunda við Björgvin. En er ég spurð-
ist fyrir um járnbrautarferðirnar frá Osló til Björg-
vinjar, frkk ég að vita, að öll farþegarými næstu daga
væru fyrir löngu upppöntuð. Aðeins á skírdag voru
enrt fáein sæti !aus, og yrði ég að festa mér farið
NÝTT KVENNABLAÐ
2