Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Síða 7

Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Síða 7
veðri, fólkið var allt úti á engi, nema við mamma. Varð mér þá litið upp á brúnina fyrir ofan bæinn. Sá ég þá eitthvað sitja á steini rétt lijá veginum, sýndist mér það vena kind, hljóp inn til mömmu og sagði henni, að mórauð kind sæti á steini hjá veginum, fór hún því út til að sjá hvað þetta væri, sá hún strax að þetla var maður og gekk uppeftir til að vita hvort nokkuð væri að honum. Þegar hún nálgaðist mann- inn þekkti hún hann, var það skáldið þjóðkunna, Hjálmar Jón9son frá Bólu. Hann átti þá heima á Minni-L-krum, var að koma frá Hólum, og orðinn ósköp lúinn, enda var hann þá háaldiaður. Mamma bauð honuin að koma heim með sér og gisla og þáði hann það. Hún leiddi hann og studdi inn göngin, man ég að hann sagði þá: „Ég held að þessum beinum fai i nú að verða mál að komast í jörðina.“ Rómurinn var einkennilegur, dimmur og drynjandi. Mamma hafði ógurlega hátt, þegar hún talaði við hann, hann heyrði svo illa. Ekki man ég eftir klæðnaði hans að öðru leyti en því, að hann var í mórauðri belgpeysu yzt fata, náði hún ofan undir hné ,var þó maðurinn afar hár vexti. Þegar ég vaknaði morguninn eftir, sat þessi einkennilegi gestur á bekk á móti rúminu mínu og var að tala við pabba. Þegar ég settist upp leit hann á mig, fannst mér augnaráðið svo hvasst að ég varð hrædd og lagðist út af aftur, ekki var nú kjaikurinn mikill í þá daga. Um daginn hélt liann áfram ferð sinni, sá ég hann aldrei aftur, hann fór ekki oftar um þessar slóðir. Að lokum vil ég minnast þess hvernig haldið var upp á sumardaginn fyrsta, en það fannst mér vera mesti gleðidagur ársins. Ég hlakkaði til hans í margar vikur. Á miðvikudaginn seinastan í vetri var soðið hangikjöt og seint um kvöldið, þegar allir voru háttaðir, bar mamma sumargjafirnar til baðstofu; hún geymdi þær í skáp fyrir ofan rúmið sitt. Ég reyndi að halda mér vakandi og sjá hvað hún væri með, en sjaldan tókst mér það. Gamla-Gróa, sem var vinnu- kona hjá foreldrum mínum, alla þeirra búskapartíð, fór fyrst á fætur um morguninn ,eins og endranær. Mamma hafði andvara á sér og fékk hún henni sumar- gjöfina, áður en hún fór fram til að opna eldinn og setja upp ketilinn, ég fékk þá mína gjöf um leið. Oftast voru sumargjafirnar mínar einhver spjör: svuntucfni, skýluklúlur eða því um líkt. Stundum þó eitthvað annað. Einu sinni gaf mamma mér bók, sem hét „Ný Sumargjöf“. Öðru sinni gaf pabbi mér út- skorinn ask, sem hann keypti út á Skaga, er það sá fallegasti askur, sem ég hef séð. Þegar Gróa kom inn aftur var útbýtt sálmabókum, í sólarátt Nú hvíslar blcer í birkihlíS og brekkan roSnar mót sól, af efstu grúpu útsýn víð og ilma blóm um laut og hól. Lindin hjalar lctt við stein, lífiS brosir fjœr og nœr, fuglinn syngur frjáls á grein, á fjallsins brún er geisli skœr. Og fjalliS lokkar, hærra, hátt skal haldi'ð, lofti'ð er svo tœrt! A8 sœkja upp í sólarátt og sigra bratlann vel er fœrt. ösp. pabbi las húslestur, en við sungum hvert í sinu rúmi. Að loknum lestri kom Gróa inn með kaffi og færði öllum í rúmið, mamma geymdi brauðið og sykurinn í skápnum sínum góða. Ósköp fannst mér allt þetta há- tíðlcgt og gaman, að skoða sumargjöfina við fyrstu geisla sumarsólarinnar, því svo var híbýlum háttað, að suðurgluggi var á móti rúminu mínu, mér finnst, þeg-\ ar ég horfi til baka að alltaf hafi verið sólskin þenn- an morgun. Mamma fór í húsin þennan morgun til að sjá hvern- ig kindurnar hefðu fóðiast um veturinn, og ég með henni. Þegar við komum aftur bar hún stórt trog til bað- stofu, og skammtaði þar inni, en venjulega skammtaði hún í búrinu. Allir fengu stóran skammt af hangi- kjöli, hákarli, brauði og smjöri. Seinna um daginn var veitt kaffi og lummur og brennivín í kaffið þeim, sem það vildu. Að lokinni kaffidrykkjunni fór fólkið úr báðum IJofdalabæjunum ofan á Járnhrygg, en svo nefndist hóll, sem kom einna fyrst upp úr sjónum, þar fórum við í Kongsleik, Stórfiskaleik, Skollaleik og fleiri leiki. Allir voru kátir og fjörugir. Ég sá Pétur föður- bróður minn >— sem annars var þunglyndur og alvar- legur — aldrei eins glaðan eins og í þessum leikjum. Ég skemmti mér við það, margan kaldan vetrardag, að hugsa um sumardaginn fyrsta og endurminningin frá þessum blessuðum degi hún hefur glatt mig og vermt margan kaldan dag, sem liðinn er síðan. Sögn Unu SigurSardóttur. Handrit Unu Arnadóttur. NtTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.