Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Síða 11

Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Síða 11
hann og lét sraella í skoltunum. — Ég kaupi það. Hann tók upp budduna, en ég flýtti mér að segja: — Það er ekki til solu, skiljið þér. tg óska ekki eftir að farga þessari mynd. — Það er skrítió! Þér sögðuð mér verðið og ég samþykkti það. Svo er myndin skyndilega ekki til sölu. Jæja skítt með það. Gerið þér svo vel. Hann rétti mér 4000 krónur, tók mynd- ina og iór. Aður en ég gat áttað mig, var hann á bak og burt. Pemngarmr brenndu lótann. — Nei og aftur nei, ég vildi þetta ekai. ug hljóp á eftir honum, en rétt við nefið á mér stökk hann upp í bíl, sem svo brunaði áfram og var úr augsýn. Eg gat keypt meðöl og sá um að Ása fengi góða hjúkrun, en sá eftir myndinni. Þrem vikum seinna var Ása liðið lík, og öll mín framtíð eyðilögð. Allt var svo undarlegt og óeðlilegt. Heimilið okkar stóð eins og áður. En þó gjörbreytt. Hún var farin. Á nóttunni fannst mér stundum hún vera hjá mér. En svo kom hinn einskisvcrui dagur, þegar ég vaknaði án hennar við hlið mér. Eg reyndi að lifa hfinu líkt og áður, vinna, borða og sofa, en misheppnaðist. Ég gekk með sár, sem ekki var hægt að græða. Ég stóð stundum upp og hrópaði nafn hennar: Ása, Ása! Ása! en fékk enga útrás fyrir sorg mína. Eftir því, sem þrá mín eftir henni varð sterkari vaknaði löngunin eftir að sjá máluðu myndina mína af henni. Það myndi næstum vera iþað sama og sjá hana aftur. Frá nokkrum kunningjum hafði ég fengið að vita, hvar mað- urinn bjó, sem keypti myndina. Sterk þrá rak mig af stað þangað. Mörg kvöld stóð ég óákveðinn úti fyrir. Ég hafði fyrst hugsað mér að biðja um leyfi til að sjá málverkið. En var nú sannfærður um, að ég gæti ekki séð það í návist hans. Og kvöld eitt, þegar enginn var heima ,gat ég ekki lengur stillt mig, en klifraði inn i gegnum glugga, er ég sá að stóð opinn. Strax fann ég myndina. Hún hafði ein heilan vegg. Ása! Nú stóð ég fyrir framan hana, og ég fann á ný nálægð hennar. Ég sá hana ekki aðeins, en heyrði líka hlátur hennar, rödd hcnnar og — allt viðmótið. Hún var lifandi. Hversu lengi ég sat fyrir framan myndina veit ég ekki, en þegar ég ætlaði að fara gat ég ekki skilið hana eftir. Ég tók myndina úr ramm- anum og freistaði þess að komast út. Þá sást ég. Endirinn er yður kunnur. — Ég fann að frásögn hans var sönn, og vegna hinnar ó- venjulegu lyndiseinkunnar drengsins fékk hann vægan dóm. Ég heimsótti hann oft i fangelsinu, það gladdi hann, því það gerði enginn annar. Alltaf syrgði hann Ásu. En er ég dag nokkurn sagði honum, að ég hefði keypt myndina af hans elskulcgu Ásu brosti hann. Eftir það var hann í meira jafn- vægi og rólegri. Eftir að hann var látinn laus heimsótti hann niig oft til að sjá myndina. Ilann hafði ]>á enn ekki fengið herbergi svo hann gæti hengt hana upp á vegg hjá sér. En mér var ánægja að þessum heimsóknum, ég kynntist þannig greindum og góð- um náunga. — Kemur hann enn? — Nei, því er nú verr. Hann veiktist og d» tveim árum eftir að þetta kom fyrir. Hefði hann elskað listina meira en Ásu hefði hann sennilega aldrei málað listaverkið, en þá hefði hann sjálfsagt lifað ennþá sem miðlungs góður en fjölhæfur listamaður. Þegar Percy hafði lokið frásögn sinni sátum við lengi og virtum fyrir okkur málverkið. Litaflóð, sem á undursamlegan hátt speglaði bergmál ástarinnar, kærleik tveggja. Háleit feg- urð, sem náði langt út fyrir daginn í dag. Lauslega þýtt. NÍTT KVENNABLAÐ GuSrún frá Lundi: ÖLDUFÖLL FRAMHALDSSAGAN Hallfríður tók til sín gamla konu, som var á fram- fœri sveitarinnar, svo hún yrði ekki ein í bænum. Auð- vitað til þess að fá með henni, sögðu starfssysturnar af reitunum. Hún veit hvemig á að hafa það, þó hægt fari. Nú fær hún ekki lengur meðgjöfina með strákn- unr. Eitthvað þarf að fá í þess stað. Fyrst hún er ekki eins fengsæl og Þorbjörg vinkona hennar að veiða karlrrann til sín. Um veturnæturnar kom Andrés kennari til kaup- staðarins og settist að hjá Þorbjörgu í Nausti eins og árið áður. Hallfríður fékk oft bréf frá syni sínum og alltaf var bréfspjald innan í því til Siggu. Hún skrif- aði honunr einstöku sinnum. Hún var farin að skrifa vel, því hana langaði til að verða ekki lakari að sér í skrift en Bína, senr alltaf hafði verið á skólanum vet- urinn áður. Þetta var fermingarveturinn þeirra. Gréta hafði miklar áhyggjur og umstang út af því að Bína yrði ekki síður klædd á fermingardaginn en Sigga. Helzt áttu þær að líta eins út. Þær höfðu alltaf verið svo miklar vinkonur og jafn háar á prófinu. Þegar Sigga sagði henni, að hún yrði á hvítum kyrtli, með skaut og fírra slæðu, fékk Gréta lánaðan hest og þeysti langt fram í sveit til kunningjakonu sinnar, sem hún vissi að átti kyrtil, og fékk hann lánaðan. Svo sátu þær, alveg eins búnar, lrlið við hlið, laglegar stúlkur, önnur rjóð og dökkhærð, hin föl og bjarthærð. „Jæja, þá er þá aumingja S:gga litla komin í kristinna manna tölu, hvað sem úr henni á að verða,“ sagði Jóna frænka. Hún hafði sjaldan talað svona hlýlega um frænku sína. Það var haldin fermingarveizla á báðum bæjun- um og báðad3j£mkonurnar fengu laglegar kommóður frá foreldrunum í fermingargjöf. Þetta vor vann Sigga á reitunum með mömmu sinni. Signý var nú orðin vongóð um lreilsu hennar, en hlífði henni samt við erfiðustu verkunum. Seint í júlí kom Bensi með strandferðaskipi. Hann hafði stækkað rnikið þennan vetur. Hann ætlað að vera heinra þangað til síldveiðin byrjaði, þá færi hann til Siglufjarðar og yrði þar allt sumarið. Svo var hann að hugsa um að fara á skóla næsta vetur. „Það ætlaði svei mér að verða eitthvað úr honum, þeim dreng,“ sögðu reitakonurnar, „eða hvað hann var orðinn bráð myndarlegur! Það hefði alltaf verið auðséð að hann yrði það, enda ætti hann ekki langt að sækja það. Þetta var myndarmaður liann faðir hans. Nú minntist enginn á annað, en að 9

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.