Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Qupperneq 3
NÝTT
KVENNABLAD
17. árgangur,
1. tbl., janúar 1956
^Æáttoittu hiupandut o$ Íasan2ut ^Áh'fS koaiuiab!aðs !
Þá höfum við lokið jóla- og áramótasöngvumim, þó
að veðrahamurinn væri mikill og Kári gamli gerði okk-
ur ekki létt fyrir. Helzt dró ögn niður í honum, er
óperusöngkonan okkar söng ástarljóðin út yfir alla
landsbyggðina á nýársdag. Hann hefur ef til vill haldið,
eins og aðrir, að þetta væri til sín. En með því að hrífa
hugi okkar hinna, gaf söngkonan okkur „guðlegar
myndir“, eins og Matthías kemst að orði um móður
sína. — IJtvarpsstjóri gaf okkur líka guðlegar mvndir
í nýársósk sinni. Gamla fólkinu þakkaði hann fyrir
unnin störf og bauð litlu börnin, sem fæðst tröfðu á
arinu, velkomin í hópgönguna. Hélt svo með okkur öll
af stað inn i nýja árið. — Þnð var gaman að lralda af
stnð, líklega mest gaman fyrir þá, sem gátu strax farið
fram úr, en okkur konunum var mörgum mörkuð ferð
litla harnsins, og hinar, sem höfðu frjálsari hendur, litu
strax oftar aftur til að vita, hvað því liði, lreldur en
fram til að siá spretthlauparana. Þannig er umhvggja
konunnar, og verður alltaf hennar fyrsta dyggð, fyrir
hverja hún hefur líka mesta umbun hlotið, sem heyra
mátti í kvæðunum til móðurinnar, Matthíasar, Einars
og Arnars, sem lesin voru fyrir landslýð á nýársda<r. —
„Þú gafst mér þinn streng og þinn boga,“ segir Einar
Benediktsson til móður sinnar. Móðir hans er ekkert
í ætt við aukvisana, en getur gefið af miklu. En kvæði
Arnars er, frá mínum bæjardyrum séð, einn fegursli
óður tungunnar um íslenzku alþýðukonuna, — „af litl-
um herðum tókstu dagsins þunga“. Móðurástin getur
ekki verið tærari en henni er lýst í kvæðinu. Það er svo
um hnútana búið, að íslenzka þjóðin á í orðsins list
bæði jól og nýár — í þeirra orða beztu merkingu.
Þá var konunum sýnd sæmd með heimboði í
útvarpssal á nýársdag. Átta konur komu þar fram:
Aður Auðuns, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, Elsa
Guðiónsson, kennari, Guðrún P. Helgadóttir, kennari,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, augnlæknir, Rannveig
Þorsteinsdóttir, fv. alþingism., Svava Þorleifsdóttir,
kennari, Theresía Guðmundsson, veðurstofustjóri, og
NÝTT-KVENNABLAÐ
Þorbjörg Árnadóttir, hjúkrunarkona og rithöfundur. —
Megum við vera þakklátar þeim góðu konum öllum, að
bæta því á sig á annatíma, að koma þarna fram. — Svo
ætla ég ekki að orðlengia áramótafréttirnir, en óska
þess, að ársgangan verði gleðirík og „spennandi“ eins
og framhaldssaga á að vera. Og vendi mrnu kvæði í
kross.
1 forvstugrein kvennasíðu nýiasta Lögbergs segir:
„Lífið nú á dögum er margbreytilegra og flóknara
en það áður var. og aldrei hefur verið gert eins mikið
af þvr, að vera sífellt að kenna fólki, livernig það eigi
að haga sér o" leysa störf sín af hendi. ekki sízt hús-
mæðrunum. Blöðin, tímarilin, úlvarpið og siónvarpið
keppast við að kenna þeim, hvernig þær eigi að gera
húsverkin, matreiða, hreinsa, þvo o. s. frv.; hvernig þær
eigi að ala upp börnin samkvæmt nýiustu kenningum
sálfræðinganna, hvernig þær eigi að koma fram við
eiginmenn sína, svo þeir verði ánægðir; hvernig þær
eigi að halda sér ungum og fallegum: hvernig bær eigi
að taka á móti fólki og skemmta því; hvaða bækur þær
eigi að lesa; hvaða félögum' þær verði að tilbevra;
hvern þátt þær eigi að taka í stjórnmálum; hvernig þær
eigi að veria tómstundum sínum“ o. s. frv.
Þetta virðist engu síður eiga við okkur hér heima.
Þess vegna vildi ég lofa ykkur að sjá það. — Seinna
í sömu grein segir:
„Konur eru vitanlega hverri annarri ólíkar, og hver
og ein verður að sníða sér stakk eftir vexti. verða að
ráðstafa sínu daglega lifi í samræmi við eigin hæfileika
og skapgerð. Konan verður að vera sjálfstæð í hugsun
og gerðum; leggja ekki eyrun við öllu því, sem reynt
er að telja henni trú um að hún verði að gera, heldur
ákveða sjálf hve miklu hún geti afkastað.“
Eitthvað er til í þessu öllu saman. En þetta vakti upp
fyrir mér atvik í samkvæmi: Karlmaður spurði eina
stúlkuna, hvernig hún, eða þær stúlkurnar, vildu að
piltarnir væru. Þeir vildu sjálfir vera alveg eins og
þær vildu láta þá vera, sagði hann. Eitthvað þráttuðu
1