Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Qupperneq 4
GLUGGABLÓM.
/ glugganum mínum þiS glóiS
svo geislandi björt og fríS,
þótt úti sé frost og fannir
og fárköld vetrartíS.
ÞiS minniS á sól og sumar,
söng og lœkjaniS,
og ykkar hljóSláta yndi
er í œtt viS vornœturfriS.
ÞiS rninniS á œskuástir
og unaSarfögnuS þann,
er funheitur fyrsti kossinn
á feimnum vörum brann.
I grænum blómabikar
blundar álfur smár,
sveipaSur silfurblœjum
meS sólgyllt englahár.
Ég elska þig, Ijúflingur litli,
og IjóS mitt er helgaS þér.
Ég veit. aS þú verSur hjá mér,
þú veizt bezt, hve þakklát ég er.
Því einmana illt er aS vaka,
þá úti er frost og hríS,
og gott er aS gluggablómin
glóa svo björt og fríS.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR.
þau um þetta, en síðan stóð stúlkan upp, stappaði niður
fætinum og sagði: „Við segjum ykkur það aldrei.“ Eng-
inn efaðist um að hún sæti uppi með rdttu lausnina.
En til Lyers var það? Sýnir þetta, að vandratað er
meðalhófið.
Það er oft eins o<r hamast sé mest við að leiðbeina
húsmæðrunum og þá oftar en hitt einmitt af karlmönn-
unum.
Niðurstaðan verður ef til vill ekki eins ólík og efni
standa til, því að við húsmæðurnar höfum loksins vit á
að láta margar þessara fúslega veittu leiðheininga sem
vind um evrun þjóta — eða láta þær ekki hrinda góð-
um ásetningi.
Lifið heil! G. St.
ÖRYRKJAR OG ALDRAÐ FÓLK
SíSastliSiS ár stojnaSi atorku- og framkvœmdakonan Viktoría
Bjarnadóttir ásamt jleirum jyrirtœkiS Sunnu h.f., vinnustofu
fyrir öryrkja og aldraS fólk, og tekur þaS vœntanlega til starfa
í þessum mánuSi. Eftirfarandi grein eftir Viktoríu Bjarnadóttur
fjallar um þetta ejni, nýtingu vinnuafls. — Ritstj.
Nýting vinnuafls er áreiðanlega eitt veigamesta at-
riðið, sem afkoina þjóðarinnar byggist á. Ef hinn sterki
stofn íslenzku þjóðarinnar á að haldast, verður hver
einstaklingur að fá tækifæri til að hasla sér völl í
slarfsgreinum þjóðfélagsins. Þólt véltækni sé nú orðin
mikil og framfarir í framleiðslu bæði til lands og sjáv-
ar, má ekki gleyma þessum þýðingarmiklu sannindum.
Athafnaþráin er meðsköpuð hverjum manni. Sésl það
bezt á því, hver nauðsyn bajrninu er strax að hafa eitt-
hvað milli handa, sem sameinar við snertingu huga og
hönd, — og áfram heldur þessi þrá til athafna.
Okkar samtíð fylgist betur með þroska ungmenna en
áður var. Eftir því sem menntaleiðir verða fleiri og at-
vinnuskilyrði fiölþættari, aukast líkur fyrir því, að' hver
einstaklingur fái verkefni eftir orku sinni og hæfni.
Iðnaðurinn í landinu er í örum vexti, og af því leiðir
meðal annars, að skilvrði skapast fvrir lengri starfsaldri
fólks, þar eð ýmsar greinar iðnaðarins geta hagnýtt
starfsorku þess, þótt ekki sé um fullkomin vinnuafköst
að ræða.
Margir munu minnast heimilisiðnaðarins á íslenzku
sveitaheimilunum í gamla daga. Þá urðu öll börn að
læra að prjóna, jafnt drengir og stúlkur, og var nú
ekki trútt um, að drengjunum, þegar þeir voiru orðnir
10—11 ára, þætti ókarlmannlegt að sitja við prjóna-
skap. En eldra fólkið hafði alltaf þessi rök á taktein-
um: „Þú getur orðið blindur, þegar þú ert orðinn gam-
all, og þá verður þú þakklátur fyrir að kunna að
prjóna.“
í þessu felst sígildur sannleikur. Það þaif að búa ell-
inni — gamla fólkinu — aðstæður til að geta unnið,
ekki síður en unglingunum, en þeim er lífsnauðsyn eins
og gamla fólkinu að hafa næg viðfangsefni eftir því,
sem orka þeirra krefur.
En nú skulum við athúga, hvernig viðhorfið til þess-
ara mála er hér í okkar landi og hvernig við búum að
öryrkjum og gömlu fólki, sem vill vinna. Það eru til
lagaákvæði um aldurstakmark fólks til að gegna opin-
berum störfum, og samkvæmt þeim verða hinir eldri
að víkja fyrir þeim yngri, og er ekki um slíkt að sa'kast.
En lagafyrirmæli sem þessi og allur gangur lífsins eiga
sinn þátt í því að veikja lífslöngun eldra fólks. Og
NtTT KVENNABI.AÐ
2