Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Síða 6
Hugurinn héll áfram að reika. Hún rakti þráð minn-
inganna. Hún sá sjálfa sig fullvaxna. Það var sagt, að
hún væri orðin fullorðin. En sjálf vissi hún, að hún
var enn barn og að hana langaði til að leika barnaleiki
sína áfram, þótt hún liti út eins og uppkomin stúlka og
væri komin í föt fullvaxinna kvenna.
Svo kom hann til sögunnar. Hann var nýkominn í
byggðarlagið og heimsótti foreldraheimili hennar. Hann
kom aftur og aftur. Faðir hennar var hrifinn af þessum
unga, efnilega pilti og tók hann iðulega heim með sér.
Heimsóknir hans urðu tíðaii og tíðari. í heilt ár var
hann svo að segja daglegur gestur. Og loks einn daginn
tjáði hann henni ást sína og sagði, að hún væri falleg-
asla og yndislegasta stúlkan, sem hann hefði nokkum
tíma kynnzt. En hún hló og skemmti sér við alvöru
hans og yfir því, hversu móðgaður hann varð á svip,
er hún hló að honum.
Og svo sagði hann, að hún mundi gera sig óham-
ingjusaman, en samt hlyti hann að elska liana til dauð-
ans. Elli og dauði var hið sama í hennar augum — og
henni virtist hvort tveggja svo óia langt fjarri, að það
væri varla hægt að hugsa um það — og svo hélt hún
áfram að hlæja — hún hló hann burt frá sér.
En er hann var farinn, þá varð hún alvarleg og hugs-
andi. Nú skildi hún, að hún var ekki barn lengur.
Ábyrgðarleysi beinskunnar var liðið hjá. Hláturinn og
spaugið gagnvart unga manninum hafði verið síðustu
leifar af barnaskapnum. Hún vissi, að hann var farinn.
1 öðrum löndum ætlaði hann að notfæra sér lærdóm
sinn og þekkingu. Heima í ættlandinu var of þröngt
um hann. Og nú komst hún í kynni við nýjar tilfinn-
ingar, sem voru henni áður óþekktar. Þessar tilfinning-
ar hétu þrá og söknuður.
Með árunum, sem liðu, komu nýjar sorgir og áhvggj-
ur. Auðæfi föður hennar minnkuðu, búskapurinn bar
sig ekki. Hann barðist lengi við óhöppin, og svo féll
hann frá og móðir hennar, sem lengi hafði verið heilsu-
tæp, dó skömmu síðar. Búgarðurinn var seldur með
öllu saman, og andvirðið hrökk varla fyrir skuldum.
Hún hafði kvatt bernsku sína hlæjandi í leik við ást-
ina. Við banabeð foreldra sinna og eftir að búið var
að selja ættaróðal hennar, sagði hún skilið við æskuna
og fór til ókunnugra, eins og svo mörg stúlkan á undan
henni hafði orðið að gera. Og hér sat hún nú skammt
frá litla bænum, sem var umkringdur þéttum skógi og
háum hæðum, innilokuð, gleymd — öllum glevmd, þar
til hún fékk þetta bréf, sem hún hélt á. Það kom með
kveðju til hennar utan úr hinum stóra heimi, frá hinu
iðandi, ólgandi lífi.
Hann hafði sagt, að hann myndi elska hana til dauð-
ans. Var þá ellin og dauðinn í aðsigi nú, fyrst hann,
4
sem svo lengi hafði lifað í fjarlægð, loks hafði hugsað
til hennar aftur? Hún vissi, að silfurþræðir voru komn-
ir í dökka hárið hennar — en samt var hún ekki fertug
enn — og hann — jú, hann var talsvert eldri en hún.
Hugsaði hann ef til vill um, að brátt væri komið að
síðustu kveðjum?
Hann hafði beðið lengi, nógu lengi til þess, að hún
hló hann ekki lengur burt frá sér. Og fvrst bann óskaði
þess að hitta liana, þá var það auðvitað ekki nema sjálf-
sagt. í bréfinu sagði hann henni, að hann hefði gift
sig í útlandinu. En fyrst hefði hann misst lítið barn og
síðan konuna. Og er hann kom heim til ættjarðarinnar,
kvaðst hann lrafa frétt um ástæður hennar og nú lang-
aði sig til að endurnýja gamlan kunningsskap og sýna
henni, að hann hcfði aldrei gleymt henni. Síðast bað
hann um svar, fullvis.su um, að hún vildi taka á móti
sér sem gömlum vini.
Hún ætlaði að svara honum. Hann, sem farið hafði
burt og tekið með sér bernsku hennar og léttan hlátur
og skilið eftir hjá henni iðrun, söknuð og þrá. Hann
gæti nú ef til vill gefið henni endurskin æskunnar. Hún
fann það á sér. Það var eins og hæðirnar vikju til
hliðar og nýr vegur og nýtt útsýni opnaðist. Hún fann
til nýrra krafta. Iljartað sló hraðar og blóðið streymdi
örar um æðar hennar heldur en venjulega. En hún
hafði ekki tíma til að sitja lengi róleg. Ungfrú Iíolt,
eða ungfrúin frá Lundi, eins og bæjarbúar nefndu
hana, hafði mörgu að sinna og bar ábyrgð á mörgu.
Hún hafði engan líma til að skrifa fyrr en skyldustörf-
um hennar var lokið.
Vetrarhúmið lá yfir garðinum, hæðinni og trjágöng-
unum, kalt og þungbúið. Það varð stöðugt meira og
dekkra. Hún hraðaði sér eftir skuggalegum göngunum
með bréf í hendi á leið til bæjarins. Hún kom að kross-
götum, og hclt til vinstri. Nú sáust ljósin í þorpinu,
þessum litla innilokaða bæ, með öllu sínu slúðri. þar
sem varla var hægt að taka við bréfi með óþekktri rit-
hönd, án þess að einhverjar sögur spinnust út af því.
Nú kom hún auga á póstkassann, og með hlýrri kveðju
í huga stakk hún bréfinu niður í kassann, ánægð yfir
jiví, að það mundi komast til skila mjög fljótlega.
Hún sneri við Qg hélt af stað heim á leið. Varð hún
þess nú vör, að það var farið að snjóa, brátt var allí
orðið hvítt af snjó. En lrún hafði engar áhyggjur af
SPURNINGAR.
1. Hver á 900 ára afmæli á þessu ári?
2. Til hvaSa konuefnis var þetta mælt: „Ætlar þú, hrokkin-
skinnan, aS ég vilji þig afgamla og þó hundheiSna"?
3. HvaS segir danska máltækiS aS sé tryggast?
NÝTT KVENNABLAÐ