Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Síða 7

Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Síða 7
því. Hún var undarlega glöð og hamingjusöm og raul- aði fyrir munni sér lag, sem hann hafði sungið í gamla daga. Svo var hún að hugsa um, hve fljótfærnis- legt það hefði verið' af honum að móðgast svo forðum. Hún var þó ekki annað en kornung stúlka í þá daga. Hvernig var hægt að ætlast til þess, að hún hefði verið búin að átta sig á sjálfri sér? Hvers vegna hafði hann ekki komið aftur eftir dálítinn tíma? Hann hefði ekki þurft annað en skrifa lienni, þá hefði hún getað gefið ákveðið svar. Þá var hún búin að ná fullum þroska og aðskilnaðurinn hafði opnað augu hennar og gefið henni skilning á þeim tilfinningum, er hún bar í brjósti. En hann hafði þó komið á endanum — og enn var það ekki of seint — „mín fyrsla og einasta ást“ — hafði hann sagt í bréfinu. Hún veitti því enga athygli, að snjókoman fór stöð- ugt vaxandi. Hún hugsaði ekkert um veginn og allar bugður hans. Henni var heitt og það var ólga í blóði hennar. Nú tók að hvessa. Snjóflyksurnar dönsuðu um- hverfis hana og huldu veginn og skógartrén og lógðust á föt hennar. En hún hló og var ákaflega glöð. Hún hló eins og fyrrum, er hún rak hann frá sér til fjar- lægra landa. Þetta var ljómandi skemmtilegt veður — fyrsti snjór hins nýbyrjaða árs. Hann elskaði hana ennþá — og roundi fara með hana eitthvað langt út í heim. Á morgun fengi hann bréfið frá lienni og þá hlyti hann að skilja, hvernig í öllu lá, skilja hana. Hún raulaði aftur lagið gamla og hélt örugg áfram á móti storminum. Nú hlaut hún bráðum að vera komin heim að heim- ilinu, sem hún kallaði sitt — en yrði það ekki lengur. Hún skyggndist eftir ljósinu í anddyrinu, en sá ekkert nema snjóinn. Hún hélt áfram. Hún vissi, að það var opið svæði skóglaust, þar hlaut hún að vera stödd, svo kaími aftur skjól, og síðan húsið. Hún hraðaði göng- unni, en það kom ekkert skjól og ekkert hús var sjáan- legt, ekkert nema snjóhreiðan. Hún sökk á kaf í snjó- inn, hvar var hún eiginlega stödd? Þetta virtist autt og óbyggt land, engin tré og hvergi nokkurt býli. Hún lrafði bersýnilega villzt á krossgötunum og gengið í öfuga átt. Hún sneri við, en þá heyrði hún fótatak á eftir sér. Það var einhver, sem blótaði og stundi og var að líkindum drukkinn. Hún, sem undir flestum kríngumstæðum ekki þekkti til hræðslu, varð nú gripin skelfilegum ótta við það að hitta einhvern hér á þessum einmanalega, auða stað. Hún steig eitt spor áfram og datt ofan í vegarskurðinn, en skreið svo brátt upp á bakkann hinum megin og hljóp af stað. En svo stanz- aði hún og hlustaði. Hún var orðin áttavillt. Snjó- hríðin lamdi andlit hennar .Hún var ekki skemmtileg lengur, en líktist því, að ótal nálaroddar stingju og NÝTT KVENNABLAÐ sviðu andlit hennar. Kuldinn hafði aukizt og það fór um hana hrollur, og henni var kalt á fótum og hönd- um. Hún þóttist grilla í eitthvað dökkleitt framundan sér. Var það máske skógurinn? Hún hélt í áttina þang- að. Ef til vill tækist henni að rata heim. En þetta var þá aðeins hávaxin limgirðing, og enda þótt hún væri kunnug þarna í héraöinu og hefði oft íarið langar gönguferðir um nágrennið, bæði sumar og vetur, þá kannaðist hún ekki við þessa girðingu og gat ekki átt- að sig. Hún gekk og gekk, ýmist til hægri eða vinstri, í þeirri von að rekast á eitthvert tré eða eitthvað, sem hún bæri kennsl á. Nú óskaði hún eftir að heyra aftur til mannsins, er hún hafði verið svo hrædd við fyrir skömmu, en ekkert lreyrðist nema hvinur storms og hríðar og ekkert sást nema fannhvít mjöllin. Hún skildi nú, að hún var í lífshættu og þetta var ef til vill hennar síðasta kvöld, og hún fór að biðja til guðs. Hún var orðin þreytt og yfirgefin. Hugiekkið var að þrotum komið og eitthvert mók, einhvers konar værð færðist yfir hana, og mest langaði hana til að leggjast niður í snjóinn og hvíla sig. En hún varð að reyna að komast áfram hans vegna. Hún mátti ekki gefast upp fyrr en í fulla linefa. Hún leitaði því fyrir sér á nýjan leik. Svo fór hún að hugsa um ýmsar sögur um fólk, sem hafði villzt og orðið úti í svipuðu hríðarveðri og nú var. Hún hafði aldrei skilið, hvernig fólk fór að því að villast svona. En nú vissi hún, hvernig það var. Hún nam enn staðar næstum örmagna og leit í kring um sig. Nú þóttist hún greinilega sjá hús framundan sér. Hún drógst í áttina til þessarar dökku þústar. En það var aðeins til þess að verða fyrir nýjum vonbrigðum. Þetta reyndist vera sama limgirðingin og áður, en ekkert hús. öll fyrirhöfn hennar hafði verið árangurslaus. Hún rak upp sárt vein og hné niður í snjóinn og hallaði sér upp að girðing- unni. Hún ætlaði að hvíla sig ofurlítið og reyna síðan að skríða yfir girðinguna. Ef til vill var það girðingin, sem stóð í vegi fyrir henni. Það var gott að hvílast í mjúkum snjónum. Ég er hamingjusöm, Irugsaði hún. Ilann elskar mig ennþá og man eftir mér. Hvað eru þá þessir erfiðleikar í saman- burði við það. Ég er hérna með bréfið frá honum á brjóstinu — og á morgun fær hann mitt bréf. Guði sé lof fyrir allt, fyrir það, að þú gafst mér þessa ham- ingju hér í lífi. Þökk fvrir allt. Hún lagði hönd sína á brjóstið, þar sem bréfið var — og nú var sem hún heyrði fjarlægar kirkjuklukkur hringja, svo stóð hún í blikandi ljóshafi. Organtónar ómuðu gegnum geiminn. Yndislegur söngur, silfurskær og lrreinn. Söngur móður hennar, er hún söng í rökkrinu. Hamingjusamt bros breiddist yfir andlit hennar. Hún var sofnuð. Vindur- 5

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.