Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Side 8

Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Side 8
inn þaut. Snærinn féll þétt og fast og vafði sitt fann- hvíta klæði um allt og alla. Sören Andersen húsmaður, er bjó í dálitlu húsi bak við Mikluhæð, fór venjulega inn í bæinn á sunnudags- kvöldum til þess að skemmta sér ofurlítið. „F.inhvern dagamun verður maður að gera sér,“ sagði hann við konuna sína. Hún hafði farið í kirkju um morguninn. „Ég hitti þá alltaf lagsmennina,“ bætti hann við. Það var ekkeit við því að segja, þó að hann færi. Hann var duglegur að vinna, og kæmi það fyrir, að hann fengi sér fullmikið neðan í því, þá var liann samt aldrei vondur við vín, þegar hann kom heim — og kom oftast heim á réttum tíma. Hún sagði því ekkert, er hann fór, en hélt áfram störfum sínum og að sinna veika drengnum þeirra. Sören sat inni á gildaskálanum og spilaði á spil. Hann hafði heppnina með sér. Að vísu voru það ekki miklir peningar, sem hann vann, en hann komst í bezta skap og pantaði vín í glösin handa sér og félögum sínum. Hann var ekki vanur að sjá í aurana, ef hann átti þá til. Það var eins og örlæti hans væri smitandi. Annar af félögunum fyllti glösin að nýju. En þá kom nýr gestur inn, hann var allur snjóugur frá hvirfli til ilja. „Hver skollinn!“ sagði Sören. „Er hann þá genginn í byl og óveður. Þá er líklega vissara að hypja sig heim. Konan er heima með veikan dienginn. Það er ekki gott að vera einn í þessu vonda veðri. Hún gæti orðið hrædd. Já, verið þið nú sælir, og þakkir fyrir mig.“ Sören kvaddi alla með handabandi. Síðan togaði hann húfuna vel niður á höfuðið, niður fyrir eyrun, batt ullartreflinum fast um hálsinn, hneppti að sér frakkann og skundaði út. En Sören var nú ekki í neinum ástaþönkum, og hann hafði ekki drukkið' svo mikið, að það væri honum til hindiunar. Hann gætti vel að veginum. En eiginlega bárú fætur hans hann áfram sjálfkrafa. Hann var svo vanur að ganga þessa leið. Svo púaði hann og talaði við sjálfan sig. „Skárra er það nú bölvað illviðiið. Ég hef varla komið út í hann verri. Jæja, gott er, að það er hlýtt heima í stofunni hjá mömmu og dengsa. Ég þyrfti samt að gera við þakið. En hvar ætti maður svo sem að taka peninga til þess? Presturinn segir nú reynd- ar, að enn geti gerzt kraftaverk. En maður má líklega ekki búast við því, að Drottinn skipti sér af gömlu, fúnu þaki hiá húsmannsræfli. 0, jæja. Hefur líklega nóg annað að hugsa um! Snjórinn hlýjar nú. ef það brestur þá ekki undan honum og brotnar niður. En hvað er nú þetta?“ Sören nam staðar alveg hissa. Honum sýndist hann sjá skugga á veginum, dökkan skugga, er hvarf undir eins aftur. Hvað gat þetta verið? Sören datt í hug, lrvort það gæti verið vofa. En ekki svo að skilja. Hann hafði aldrei orðið var við drauga. Var kannske Framhald á bls. 8. JárnbraiUarleslin. Prj'ónaður kragi. Fitjaðar upp 318 1. Prjónaðir 7 p. 1 r. og lsn. svart, síSan slélt prjón, en fyrstu og síðustu 10 I., 1 r. og 1 sn., svart (þurfa þá svörtu hnyklarnir að vera tveir). 6 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.