Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Qupperneq 10
í HRÍÐINNl
framhaLd. aj bls. 6.
eitthvað á ferli, sem var að reyna að villa honum sýn
og tæla hann af réttri leið, svo að hann rataði ekki
heim til sín? Honum fannst kalt vatn rcnna milli
skinns og hörunds. Jæja, það gerði ekki svo mikið til.
Hann hafði áður setið við sumbl inni í funheitri stofu.
Nú var hann úti í að minnsta kosti 10 stiga frosti og
hrið. Sören var dálítið hjátrúarfullur, og á svona
kvöldi og í slíku veðri var svo sem ekkert undarlegt,
þó að manni dytti ýmislegt í hug. Hann þrammaði
áfram. En eftir þetta, enda þótt fætur hans svo að
segja röluðu leiðina, þá var eins og hann vissi varla
sitt rjúkandi ráð. Hann steig út í vegarskurðinn og
datt. En j>egar hann stóð á fætur aftur, var hann ör-
uggur. Hann átti að hafa skurðinn á vinstri hlið, J>á
gat hann ekki villzt. En það var erfitt að fylgjast með
skurðinum nema þá að ganga niðri í honum, Jnví að
allt var fullt af snjó og hríðin lamdi hann í andlitið.
Það leið langur tími þar lil fætur hans báru hann
heim til sín þetta kvöld, og hann rammaði á réttan
veg. En loksins komst hann þó heim. Þegar kom að
hliðinu, sá hann ljós í glugganum. Það er alltaf nota-
Iegt að mæta ljósi og lífi, er maður kemur heim. og
ekki sízt á slíku kvöldi, og það lá við að Sören vöknaði
um augu. Hann opnaði hliðið með erfiðismunum og
og stappaði af sér snjóinn og dustaði, úti í dyrunum.
„Guði sé lof, að þú ert kominn,“ sagði kona hans.
„Þetta er ljóta veðrið, enginn leikur að vera á ferð
úti í því.“
„Já, það er kalt og biturt,“ svaraði hann og ætlaði
að ganga inn í stofuna — en stanzaði skyndilega. Hann
heyrði sárt neyðaróp óma í gegnum hríðina. Hann hélt
niðri í sér andanum og greip hönd konu sinnar.
„Hvað var þetta?“ spurði hún.
„Draugar og djöflar, sem tæla vegfarendur í villu
og vandræði,“ sagði Sören.
„Þú hefur víst fengið þér í staupinu, Sören,“ mælti
nú konan. „Þetta er manneskja í nauðum stödd. Þú
verður að reyna að fara út og gæta að því.“
„Nei, fjandinn fjarri mér!“ sagði Sören.
„Jæja, þá.fer ég. Ég tek ljósker með mér. Þú getur
þá farið inn í hlýjuna og hitað þér.“ Konan hafði
farið í kirkju þennan morgun — og óttaðist því hvorki
drauga né djöfla. Sören klóraði sér bak við eyrað og
leit hugsandi út. Þetta gat hann ekki látið viðgangast.
Svo tók hann ljóskerið og hjónin fylgdust að út í garð-
inn og út á veginn, sem lá meðfram hárri limgirðingu.
„Þarna getur þú séð,“ sagði Sören, „Hér er enga
lifandi veru að sjá. Það er eitthvað af öðrum toga
spunnið þetta óhljóð, sem við heyrðum.“
„Elýttu þér, maður! Komdu lringað, flýttu þér!“
kallaði konan. Hún hafði komið auga á kvenmann, sem
lá í snjónum og bvrjað var að skefla yfir.
„Guð minn góður,“ sagði nú Sören. Hann hélt ljós-
kerinu svo, að hann gat séð manneskjuna, sem lá þarna
fyrir fólum þeirra. „Þetta er kona. Það hefur þá verið
hún, sem var á undan mér í kvöld og hvarf strax aftur.“
„Jesús minn góður!“ hrópaði konan. „Þetta er ung-
frúin frá Lundi, ungfrú Holt! Það er hún, sem hefur
verið svo góð við drenginn okkar. Ætlar þú ekki að
bera hana inn, maður! Hver veit nema að hún sé enn
með lífsmarki.“ Og Sören lyfti henni varlega upp og
bar hana inn í hlýjuna.
Á heimili ungfrú Holt hafði ríkt mikill óróleiki þetta
kvöld. Boð höfðu verið send til bæjarins hvað eftir
annað og spurzt hafði verið fyrir um það á ýmsum
stöðum, þar sem helzt var búizt við að hún kynni að
vera niðurkomin. Loks fór sjálfur húsbóndinn af slað.
Hann barði að dyrum í þeim húsum, er hann vissi til
að hún var kunnug, en allt kom fyrir ekki, og ótti og
angist gagntók alla, er fréttu um hvarf hennar. Menn
litu út um freðnar rúður og horfðu á snjóinn, og
daprir í huga gengu margir til hvílu. Ekkert var hægt
að gera. Hvar átti að1 leita? Menn vissu ekki, hvar ætti
að hefja leitina, eða hvert skyldi halda. Það var um
ekkert að ræða nema bíða þess, að birti af degi.
Á heimili hennar var fólk á fótum mestan hluta næt-
ur, og undir eins og lýsti, var hafin leitin bæði af
heimilismönnum, lögreglujíjónum bæjarins og ýmsum
sjálfboðaliðum, ungum mönnum úr þorpinu. Hríðinni
var nú af létt, en hvergi sá á dökkan díl, svo að segja.
En leitarmenn voru aðeins komnir skammt áleiðis,
er þeir mættu Sören Andersen. Hann kom skálmandi
á móti þeim í hnéháum snjóstígvélum.
„Að hverju leitið þið?“ spurði hann. Þeir sögðu
honum upp alla sögu. „Þá getið þið, karlar mínir, farið
rólegir heim aftur. Þið komið nú -lieldur seint til þess
að finna ungfrúna.“
„Er hún dáin?“ spurði húsbóndinn, sem gekk nú til
Sörens.
„Og ekki aldeilis! 0, nei, en fyrst að ég — ja, það
var nú reyndar konan, — fyrst við fundum hana, þá
er óþarfi að leita meira.“ Síðan Iýsti hann því með
mörgum orðum, hvernig allt hefði gengið til. Það varð
almennur fögnuður yfir þessum fréttum, og undir eins
sent af stað eftir lækni bæjarins.
„Jú, með óráði hefur hún verið í nótt og talsvert
óróleg,“ sagði Sören. „En hún kemst vonandi yfir það,
er frá líður.“ — Herragarðseigandinn fór heim til
Sörens til þess að hitta ungfrú Holt og athuga um
NÝTT KVENNABLAÐ
8