Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Qupperneq 12
„Ég kem írá, höfuffborginni/'
„Nú þá hafið þér ekki heyrt um ungfrú Holt og allt,
sem fyrir kom?“
„Jú, ég hef frétt þaS,“ sagði maðurinn fljótlega.
„Þá ættir þú að geta skilið, að þar er gleði á ferSum?“
„Við misskiljum víst hvor annan. Ég hef frétt, að
ungfrú Holt hafi horfið í gærkvöldi og orðið úti í hríð-
inni í nótt.“
„Nú, svo að skilja. En þá getum við nú samt skilið
hvorn annan. Nú já, nú skuluð þér heyra . . . .“
Síðan sagðí Sören frá öllum atburðum næturinnar.
Það hafði hann nú þegar gert margsinnis þeunan dag.
Og í hvert skipti jók hann dálitlu við, svo að alltaf
varð atburðurinn sögulegri og sögulegri.
Sören hélt áfram að segja frá þessum viðburði ár-
um saman. Hann gleymdi heldur ekki að minnast á,
að hann hefði vantreyst því, að Drottinn gerði krafta-
verk, svo að hann gæti fengið nýtt þak á kofann sinn.
„En lítið þið bara á! Það bar ekki á öðru. Kraftaverkið
gerðist. Drottinn lét mig finna ungfrú Holt í snjóskafl-
inum. Það gekk svona allt af sjálfu sér. Og svo varð
þessi höfðingi þarna með þetta árans nafn, sem ég get
ekki munað — konan man það —. Hann varð svo
hrærður, að hann gaf mér þúsundir króna. Og þakið
fengum við, og afganginn geymdum við handa drengn-
um. Ég get varla efast lengur um það, sem presturinn
segir. — Og þau komu til okkar — ég meina ungfrú
Holt og herrann með þetta árans skrítna nafn, áður
en þau fóru burt. Þau voru glöð, það mátti nú segja,
já, afskaplega hamingjusöm hvort með annað. — Já,
slíkt og þvílíkt.“
Til íyrirmyndar (bréfkafli frá Norqi).
Fyrir 45 árum fór 15 ára gamall drengur til Ameriku. Ilann
hafði ungiingamenntun og var af góðu bergi brotinn, en að-
standendur illa staddir efnalega. Hann varð að fá lénaða peninga
fyrir fargjaldinu. í Ameríku lærði hann að vinna og lagði hart
að sér, en hann hafði gleði af öllu starfi og heppnina með sér,
svo að einn vonglaðan haustmorgun var hann ríkur maður.
Dóttir hans, fríðleiksstúlka, var þá trúlofuð ungum pilti, sem
líka átti atorkusaman föður. Það voru góð efni á báðar hliðar.
Þegar brúðkaupsdagurinn náigaðist, datt ríka manninum í hug,
hversu gaman það væri að fá ættingja að heiman í hrúðkaups-
veizluna. Ilann skrifaði og hauð ættingja, sem hefði ástæður til
að koma og lofaði að borga flugfeiðirnar og allan kostnað.
Boðið var þegið. Ung frændkona var kjörin til fararinnar. Fjöl-
skyidan hjálpaðist að að útbúa hana. Yndislegan samkvæmis-
kjól fór hún með, hvíta, „smart“ hanzka o. s. frv. — Er hún
kom heim aftur, eftir tveggja múnaða útivist, rigndi yfir hana
spurningunum: Hvernig var brúðkaupið? — 0, hræðilegt! sagði
hún. Ilún hafði aldrei verið í þvílíku samkvæmi! Þarna var
hún mætt í sínu fegursta „dressi“, hélt það vrði ríkmannleg
Konur, sem gáfu út á síðastliðnu ári:
Guðrún frá Lundi: Þar sem brimaldan brotnar. Margrét Jóns-
dóttir: Todda í tveim löndum. Ragnheiður Jónsdóttir: Aðgát
skal höfð og Gott er í Glaðheimum. Hugrún: Ágúst f Ási. Svana
Dún: Tónar Hfsins. Elin Eiríksdóttir frá Okrum: Söngur í sefi,
Ijóðabók. Guðrún A. Jónsdóttir: Helga Hákonardóttir. Halldóra
B. Björnsson: Eitt er það land. Guðrún Jacobsen: Listamanna-
raunir.
ÁVARP.
Á árshátið Kvenstödentafélags Islands 11. november s.l. ávarp-
aði frú Guðrún P. Helgadóttir hina ungu kvenstúdenta með
bessum ljóðlínum:
Kærn nngn kvenstúdentar,
liomnar erum við hingað saman
að óska ykkur alira heilla
og okkur veita stnndargaman.
í angnm ykkar æskan Ieiknr
angnrblítt á munarstrengi.
Minninganna arineldnr
endast verður mörgum lengi.
Eldur sá má aldrei lölskvast,
aldrei gleymast bernskuvorið,
hugurinn aldrei hngsjón glata
né hjartað skorta æskuþorið.
TJngu konur, Islands mæðnr,
arfinn liljðta börnin nngn.
Kennið þeim að unna og elska
okkar hreinu og fögru tungn.
Málið okkar milda, bliða,
málið góða kvæða og sagna,
hlúið að þeim heiga arfi,
hjartang rödd má aldrei þagna.
Fetið trútt f forfcðranna
fenntn slóð á liðnum árnm.
óttist ei, að nngar sáiir
eldist undir gráum hárnm.
Einhvern tíma yfirskefnr
okkar spor í bylnum hljóða.
Viljum þá, að vonarBÓlin
vermi landið okkar góða.
veizla á almennilegu hóteli, kampavín og dans. — Og hvað
haldið þið svo? Brúðkaupið var haldið í kirkjukjallara! Sam-
komustað safnaðarins. — Þú meinar það ekki! — Það var ekki
af því frændi sé neinn trúarofstækismaður, alls ekki. Þegar hún
hafði sagt honum frá vonbrigðum sínum, hafði hann svarað hinn
rólegasti: — Þetta eru mínir vinir, þcirra tryggð Oig þrautseigja
voru mér byr undir vængina.
Unga stúlkan skildi það ekki. Aldrei hafði hún heldur verið
ein í útlöndum. Þessi frændi hennar hafði ráð á að sóa
þúsundum dollara í brúðkaupsveizlu dóttur sinnar. Ilann gat
boðið broddborgurum og fyrirfólki, sem með ánægju hefðu setið
brúðkaupið, „en þetta voru hans vinir“. Slík breytni finnst mér
til fyrirmyndar. S.
10
NYTT KVENNABLAÐ