Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Page 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Page 13
Giiðrún jrá Lundi: ÖLDUFÖLL FRAMHALDSSAGAN „Það er víst áreiðanlegt,“ hnusaði Herdís. „Hefði ég haft hugmynd um það, skyldi ég hafa reynt að koma fyrir hana vitinu,“ sagði Friðrika án þess að hugur fylgdi máli. „Hún ætti þó að gæta að hverju hún sleppir.“ „Hún liugsar sjálfsagt lítið um giftingu, sízt í sveit. Hún er alin upp í kaupstað og hefur sáralítið vit á búskap,“ sagði Bjarni. „Það mætti nú líklega kenna henni það,“ sagði Herdís. Hjónin fóru fram úr húsinu. I'rið'rika kallaði á Siggu og sagði henni að Herdís vildi tala við hana: „Verður ])ú ekki inni líka?“ sagði Sigga. Hún vænti sér góðs af návist hennar. „Nei, það keinur mér víst lítið við mál- efnið, sem hún ætlar að tala um við þig,“ sagði hún og brosti háðslega. Ekki hurfti að vænta mikillar hjálp- ar úr þeirri átt, hugsaði Sigga. Bjarni var mikið skárri. Hann klapnaði henni á öxlina og sagði: „Vertu hara hugrökk. Ég skal verða hérna íyrir framan og koma inn fyrir, ef ég álít að þess þurfi. Láttu hana ekki hræða þig til að taka bónorðinu!“ Þetta jók henni kiark, að vita, að Bjarni ætlaði að vera fyrir framan hurðina. Hún gekk innfyrir og reyndi að bera höfuðið jafn hátt oa; vant var. Hún heilsaði Herdísi með handa- bandi. „Vildir þú tala við mig?“ spurði lvún. „Já. ójá. Mér datt í hug að spyrja þig, hvort þú vildir fara til mín vinnukona á næstu krossmessu,“ sagði Herdís ekki óhlýlega. Siggu létti talsvert um andardráttinn. „Ég er búin að ráða mig út í Höfðavík næsta ár,“ sairði hún. „Ég finn að sveitavinnan á ekki við mig. Ég er líka heldur léleg við hana.“ „Þú hefur víst unnið ekki síður en Gunnvör þetta suinar. Ég hef litið eftir þér. Það væri líklega heldur hollara fyrir þig að horða kraftfæðuna í sveitinni og safna ofurlitlu utan á beina- pípurnar, en lifa hálfgerðu sultarlífi út í kaupstað,“ sagði Grundarhúsfreyjan, sem nú var farin að rigsa fram og aftur eftir gólfinu. „Ég býst við að það væri hægt að fá þeim vistarráðuin riftað. Segðú mér bara hvað þeir heita þessir væntanlegu húsbændur þínir. Ég skal svo semia við þá.“ „Þess gerist engin þörf,“ sagði Sig^a. „Ég ætla mér ekki að vera í sveit nema þetta ár.“ Hún snéri sér til dyra, í þeirri von að samtalinu væri lokið. En Herdís færði sig milli hennar og dyr- anna. „Hvað heldurðu eiginlega að þú sért, kindin mín?“ sagði hún og skerpti nú heldur röddina. „Þú lætur sem þér standi aldeilis á sama, hvort þér býðst NÝTT KVENNABLAÐ ríkt mannsefni. Bara snýrð upp á þig, eins og þú værir einhver „hefðarfrauka“, sem gætir valið úr karlmönn- um. Allslaus stúlka ætti að vera svolítið skynsöm, þegar lánið hlær svona við henni. Hvað hefur þú eiginlega út á son minn og hans heimili að setja? Reyndu að athuga málið betur áður en þú snýrð upp á þig!“ „Ég set ekkert út á hann, því síður heimilið, sem ég hef aldrei séð og býst heldur ekki við að sjá, því það kemur mér ekkert við, hvernig það lítur út. Ég giftist aldrei þeim manni, sem mér jiykir ekki vænt um, hvernig sem hann lítur út og hversu myndarlegt sem lieimili hans er,“ sagði Sigga og svitnaði við að tala. „Ég hef átt kærasta í draumum inínum síðan ég var krakki. Honum ætla ég að giftast.“ Herdís hló dimmum hlátri, cinhvers staðar langt niðri í hálsi. „Hef ég nú aldrei lieyrt annað eins,“ sagði hún. „Ertu geðvik eða nautheimsk, skinnið litla?“ „Ég vona, að ég sé hvorugt,“ sagði Sigga. „Jæja, hættu þá öllu draumarugli og snúðu þér að því, sem í vökunni er að gerast. Komdu til okkar í vor. Ég mun reyna að verða þér sæmileg vegna Hrólfs. Þennan draummann skaltu láta sigla sinn sjó. Það er ólíklegt að þú sjáir hann nokkurn tíma í vöku, enda gerir það sjálfsagt ekki mikið.“ „Heldurðu kannske að þetta sé eintóm ímyndun,“ sagði Sigga. Hún þóttist sjá, að það þýddi ekki að lala neinu líkingamáli við þessa fyrirfeiðarmiklu konu. ,.Ég verð þá að segja þér eins og er, að ég er trúlofuð, og get þess vegna ekki tekið þínu góða tilhoði, þó að mig langaði til þess, sem ekki er. Hann ætlar að taka rnig að sér, án þess að’ láta skína í það að það sé lítið í mig varið, þó að liann hafi sjálfsagt séð það fyrir löngu, að hann tekur niður fyrir sig.“ „Kannske þú vildir segja mér hvað hann heitir, þessi kærasti?“ sagði Herdís. „Ég sé ekki að þess gerist þörf,“ sagði Sigga. Hún var orðin kófsveilt af áreynslu við að koma þess- ari játningu út yfir varirnar. „Þér má víst standa á sama hvað hann heitir!“ „En það er ekki víst að Hrólfi mínum standi á sama. Gæti hugsazt að hann hefði dkkert á móti því að tala við þann náunga,“ sagði Her- dís ógnandi röddu. „Mér finnst það ekki koma Hrólfi neitt við, hvað kærastinn minn heitir. Hann hefur áreið- anlega ekkerl spillt fyrir honum, því eins og én; sagði þér áðan, erum við búin að vera trúlofuð í mörg ár,“ sagði Sigga. „Svo vona ég að þessu samtali sé lokið.“ Hún þokaði sér nær hurðinni og greip um hurðarhún- inn. Herdís þreif utanum úlnlið hennar svo fast, að hún sárkenndi til. „Svaraðu mér, kindin mín, eða ég herði á takinu,“ hvæsti hún framan í hana. „Er það kannske þessi vetrarmannsómynd hérna á heimilinu, sem þ'ú ert trúlofuð?“ „Það getur vel verið,“ sagði 11

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.