Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Síða 15

Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Síða 15
Nýtt Kvennablað birtir hér enn á ný mynd af veggteppi, sem Ása Guðmundsdóttir hefur teiknað og gefið út. — Myndin að ofan heitir Landslagið, en hana á að sauma í ljósbláan ullarjava. Myndin er um 40 cm. á breidd og um 170 cm. á lengd. — Nýtt kvennablað getur eins og áður útvegað konum mynztur Ásu Guðmundsdóttur, sem eru, auk þessarar myndar: Vctrarferð, Krýningin og Sof'Su rótt. Frumvarp til laga um mannanöfn Það má til tíð’inda telja, að’ fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um mannanöfn, sem gerir ráð fyrir breytingu frá því, sem nú er, að leyfð verði að nýju œttarnöfn. Langar blaðið að athuga lítið eitt 7. gr. frumvarpsins, sem er á þessa leið: „Hver maður, sem hefur ekki löglegt ættarnafn, skal kenna sig til föður síns, þannig að á eftir eiginnafni eða eiginnöfnum komi nafn föður í eignarfalli að viðbættu orðinu son, ef karl- maður er, en dóttir, ef kvenmaður er. Utlend kona, sem gift er íslendingi, er ekki hefur ættarnafn, má þó kenna sig til föður eiginmannsins á sama hátt og hann. Ekki tekur þetta þó til niðja þeirra.“ Endilega á að halda í „son“ og „dóttir“ fram í rauð- an dauðann. Það þykir blaðinu full íllt. En útlend kona, sem giftist íslendingi, sem ekki hefur ættarnafn, rná þó kenna sig til föður eiginmartnsins á sama liátt og hann. Þetta er nógu einkennilegt orðalag. Því ekki að segja, að hún megi kenna sig við manninn, bera nafn hans? Föðurnafn mannsins er hans eigið nafn gegnum 1000 ára hefð. En látum orðalagið gott heita, en meiningin er skrítin. Láta útlendu konuna vera rétthærri íslenzku konunni. íslenzka konan á að halda áfram að vera iþerna heimilisins án þess að maðurinn þurfi að viður- kenna hana fyrir umheiminum. Hún á að hera þetta nafn, sem særir málsmekk fjölda manns, frú „dóttir“. Hér á landi hefur það því miður aldrei verið samþykkt af alþjóð, að frú væri tilill allra kvenna, heldur aðeins jreirra giftu. í tilefni af því, að hún giftist einmitt manninum, sem hún gengur í heilagt hjónaband með, er hún hans frú og hlýtur titilinn. Bernskan er liðin. Þetta er nýtt ævistig. Bezt væri auðvitað að fella öll þessi skott, son og dóttir, úr mæltu máli og taka upp ættarnöfn. Faðirinn ætti ekki fremur inóðurinni að fá einn að gefa hörn- unum nafnið sitt. Margar konur vildu einmitt að börnin bæru sama eftiirnafn og þær. Og þau þá öll sameigin- lega. Þegar Island er orðið meðlimur Sameinuðu jijóð- anna, Atlantshafsbandalagsins, Evrópuráðsins, Norður- landaráðsins og þannig knýtt þeim margvíslegum bönd- um, er það beinlínis klaufalegt að halda í forneskjuna á þessu sviði. Ásdís á Bjargi og Bergþóra á Bergþórshvoli báru aldrei frúartitilinn, sem nú er mjög í hávegum hafður og verður ekki niður lagður, en hann hlýtur að hrekja á dyr orðið „dótlir“. Með því að nota titilinn aðeins á giftu konuna, samlagast ekki titillinn og föðumafn konunnar. Hún er ekki frú föður síns. En ef við meium að 8 mánuðum liðnum sækja um jijóðlegt ættarnafn, þá er fyrir þreyttan að þola. I síðustu grein frumvarpsins segir svo: „Dómsmálaráðuneytinu er ekki heimilt að veita leyfi til upp- töku nýrra ættamafna, fyrr en 8 mánuðir eru liðnir frá cildis- töku laganna. Ef fleiri menn en einn hafa á þeim tima sótt um leyfi til upptöku sama nafns, skal sá ganga fyrir, ef nafn er leyft, sem sannar fyrir ráðuneytinu, að hann hafi áður notað nafnið sem ættarnafn, þó að það hafi ekki verið lögfest." Þá er annað mannanafnafrumvarp, sem lifrí'ur frammi á Alþinsci: Skráning íslendinaa til stuðnings mannfræði og ættfræðirannsóknum hér á landi. Fræði- mennska hefur mörgum greindum Islendingi verið í blóð borin. En að allir alþingismenn skuli ekki revna að stöðva dýrtíðina og rétta við krónuna okkar, það er grátlegt. Að þeir skuli vilja verða til þess að ýta undir fleiri skrifstofur og allt ,sem því fylgir. Karlmennirnir þurfa að leggjast á eitt að vinna að atvinnuvesrum þióð- arinnar. Auka útflutningsvöruna. Hitt er að flióta sof- andi að feigðairósi, að taka ungu mennina til skrifstofu- starfa, hvort það er einn eða fleiri, meðan svona stendur. NÝTT KVENNABLAÐ - Afgreiðsla: Fjölnisveg 7 í Keykjavík. Simi 2740. - Ritstj. <rg ábm.: Gnðrún Stefánsdóttir. - Borgarprent

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.