Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Qupperneq 3
NÝTT
KVENNABLAD
18. árgangur
1. tbl. janúar 1957
-Á-ira.móta.þa.nlca.r
„Sarnt er gaman að' hafa — lifað svo langan dag“,
sagði Örn Arnarson. Það er gaman að hafa lifað svo
löng jól, í einlægri sátt og blíðmælum, þrátt fyrir stöð-
ugar fréttir blóðsúthellinga og bardaga. Hver er sjálf-
um sér næslur! En geygvænlegt er það, ef þingsúr-
skurður Sameinuðu þjóðanna, 1000 þingfulltrúa 80
ríkja, er að engu hafður og ójafnaðarmenn og ein-
ræðis vaða uppi með sínar vítisvélar. Getur þá dagur-
mn stytzt Hka hjá okkur og færri en skyldi tekið undir
með skáldinu, eða sungið í Útvarpið 100 ára gamlir
eins og gestur þess á Þrettáudanum. — Nordal minnt-
ist ekki á hernaðarhættu i áramótaræðu sinni, en
vakti máls á forsjá-hættunni. Ef til vill er léttast að
vera hjú, fara eftir ákveðinni skipun, en að því stefnir
einræðið, að létta aflur af einstaklingunum öllu grufli
og fyrirhyggju. En þessa velvild einræðisins viljum
við ekki þyggja. ÖIl lítil börn hlakka til að verða
stór til þess að mega ráða sér sjálf. Unga fólkið fer
heimanað til þess að létta af sér oki og afskiptum for-
eldranna. Það er sameiginleg list góðra valdhafa, fé-
úgs formanna og foreldra, að láta fólkið ekki bara
hlýða, eða standa á bak við sig — heldur að standa því
að baki, hvenær sem er. Umhyggjan í „velferðarrík-
mu“ eða tæknin má ekki verða svo mikil, að sjálfstæð
hugsun einstaklingsins sé gagnlaus, og þar með frá
honum tekin. Líkt er þá sem hann væri sviptur hönd-
mn og fóturn, hann er orðinn ósjálfbjarga aumingi.
Þannig er ]iað, sem einræðið fer með náunga sinn í
smáum og stórum stíl. Höndlar hnoss óskapnaðar og
ovild beztu manna, það stífir vængina og kæfir lífs-
mátt hugmynda og hugsjóna, sem einstaklingum eru
vaxtarskilyrði og lífsloft.
En gengur það ekki einræði næst, hvernig karl-
mennirnir fara með okkur konurnar í útvarpsmálun-
um? Minnugar erum við þess, er kvennatímarnir voru
látnir falla niður, samtímis því þó, að kona var kjör-
in í útvarpsráð. En svo getur maður ekki betur séð,
NtTT KVENNABLAÐ
en þeir losi sig við þá háttvirtu konu úr útvarpsráði,
við fyrsta tækifæri — og þar með á líklega draumur-
inn að vera búinn uin jafnrétti á þeim vettvangi. —
Fræðsluþættirnir, í húshaldi og slíku, voru allt annars
eðlis en kvennatímarnir, og komu sízt í þeirra stað.
I forðum tíð mælti Magnús konungur til Sturlu. „Þat
ætla ek, at þú kveðir betur en páfinn!“ Það ætla ég
að stöku kona stæði hverjum sem er á sporði í útvarps-
ráði, þó málin hafi snúizt þannig, að einu réttindin
séu nú þau, að hver og ein má gera það upp við sjálfa
sig, hvort hún skrúfar fyrir sitt eigið tæki eða ekki.
Vitaskuld er það heilbrigð sanngirniskrafa, að kon-
ur sitji í útvarpsráði. Ættu þar helzt að vera jafn-
margar konur sem karlar, og væri jafnvægi þjóðar-
hugans nær, þar sem hlutföll kynjanna eru líklega
nokkuð jöfn í hlustenda hópnum. — Hversdagslega
leggst þetta sem betur fer ekki næsta þungt á hjarta,
sökum þess að fyrst og fremst lifum við þó og hrær-
umst í einkamálunum margar hverjar. En það réttlætir
ekkert.
Norsk kona, verzlunareigandi, var hér um tveggja
ára skeið. Lét hún hafa það eftir sér, er heim kom —
„að stór hluti íslenzkra kvenna hugsaði mest um að
skemmta sér, vera fínt klæddar og hafa það gott, á
þann hátt sem það fæst fyrir peninga og þægindi.“ —
Vissulega er þetta hæpinn sannleikur, en margt hefur
látið verr í eyra. Þetta nálgast sem sé að vera meðfætt
innræti heilbrigðra stúlkukrakka. En hversu lengi
unga stúlkan fær að njóta sín, mun vera mjög misjafnt,
nám og starf bíður hennar snemma og blandar við^
horfið. Sumar gifta sig áður en þær komast úr ung-
lingaskólum — og alvaran klappar þá oft á dyr innan
tíðar. En heill og heiður þeim ungu konum, sem eftir
sem áður geta varðveitt gleði sína alla, snúið starf-
inu upp í skemmtun og haft gaman af fínum fötum.
Þetta gengur áreiðanlega yfir til barnanna í auknu
tápi og lífsgleði. — Víst ættu að sjást í einhverju
1