Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Qupperneq 4

Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Qupperneq 4
3ntyLbjöt# á 'TJindkazbi Piltur off stúlka eftir Ásmund Svcinsson. Hófst þig til flugs, er skúrin á skctll. Hví skyldirðu þyggja náðarbrauð? Þú hlustaðir ekki á kúgarans kall, en kvaddir seim og völd og auð. I suðri tindraði sólin heið — og sunnan jöklanna Klœngur beið. Ö! Bóndanum gafstu börnm þrjú en baslast með eitt af stað. Langamma! Það er loksins þú, sem leggur á tœpasta vað: Slítur óðals — og átthagabönd og ókunn nemur þér draumalönd. Til ásthugans fátœka fellir skap, sérð fegurð í hverri átt. Áður hver dagur œru tap, en alltaf hjá Klœng í sátt. Elskan og tryggðin eins og ber og atorkan við að bjarga sér. Nú skýlaust langamma skáldsins* ert. . og skreytir Briems niðjatal, og Klœngur, sem mest er kannsk' um vert, Kiljans langafi. Fagna skal: Hvað bœði hafið þið brugðið við, að blessa og skína í fjórða lið. * DavlO Stefán*»on. G. st. hinar bættu að’stæður, ef t.d. heimilisvélamar verða konunum eins konar Iðunnarepli er vel farið. Suraum eldri konum finnst aftur vandamálin alltaf sjálfum sér lík, kynslóð eftir kynslóð, hvernig sem húið er í haginn. Af störfunum stóð þeim aldrei mest- ur ótti. Það voru hætturnar í mörgum myndum, menn- irnir — farartækin — uppeldið — líf og dauði, þetta sem prestarnir eru alltaf að sætta fólkið við, En hvað um það. Gleði með morgunsárinu! Guð það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu. Allt er gott, sem gerði hann. Gleðilegt ár! G. St. Elísa Paulscn Enda þótt Bertel Thorvaldsen giftist aldrei, dó hann ekki barnlaus. Dóttir fæddist honum í Ílalíu, 8. marz 1813; Elísa Sophia Charlotte. Móðir hennar hét Anna María. Thorvaldsen líkaði ekki uppeldi barnsins hjá móðurinni og kom Elisu litlu, er hún var 7 ára gömul, í fóstur hjá annarri ítalskri konu, er Bule hét. Þar óx hún upp, varð fríð sýnum, glæsileg og lík föður sín- um. Henni var komið til mennta í ítalskan klaustur- skóla, en að námi loknu giftist luin, þá nítján ára gömul, Fritz Paulsen, kammerherra við dönsku kon- ungshirðina. Bjuggu þau húi sínu í Kuapnrannahöfn. Mann sinn missti Elísa eftir 11 ára samhúð, frá ung- um börnum þeirra. Eftir það undi hún ekki svalviðri norðursins, en flutti aftur til Rómahorgar, á æsku- stöðvarnar. Segir sagan að þá hafi hún tekið móður sína til sín. Bjuggu þær saman eftir það. I bréfi d. s. í febrúar 1845, segir Elísa: „Mér er ómögulegt að láta hana fara frá mér, aumingjann, eftir allt það, sem hún hefur þol- að.“ Elísu er lýst þannig, að hún hafi verið tigin kona og höfðingleg, vel gefin, fordildarlaus, göfug og góð- NÝTT KVENNABLAÐ 2

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.