Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Síða 5
Einn sólfagran júlídag í sumar fórum við 35 konur
í skemmtiferð í boði Kaupfélags Berufjarðar. Við
vorum úr þrem deildum, Álftafirði, Djúpavogi og af
Eerufjarðaiströnd. Tveir stórir farþegabílar frá Reyð-
firði sóttu okkur. Þeir komu kl. 9—10 f.h. í Þilju-
vallarhöfn, en þar voru mættar flestar konurnar. —
Stór bátur kom yfir fjörðinn með þær, sem voru
sunnan Berufjarðar og fararsljórann, Þorstein Sveins-
son kaupfélagsstjóra. — Vindur var hvass svo að
nokkrar kvennanna voru sjóveikar og breyttist sjóveik-
in í bílveiki, þegar í bílana kom, en heilsufarið hatn-
aði er frá leið. Og allt er gott, þegar endirinn er góð-
ur. Lagt er nú af stað frá Þiljuvöllum út á strönd-
ina, stoppað á nokkrum stöðum og konur bætast í
hópinn. Áfiam er haldið og ekið upp Breiðdal. En
þegar að dalbotni kom er veður breytt, tekið að
rigna. Hér er áð um stund og öllum veittir gosdrykk-
ir, einnig erum við með nestispakka, sem nú eru opn-
aðir. Síðan er lagt á heiðina. Og svo vel vill til, þeg-
ar við erum stödd, þar sem útsýnið er bezt, er aftur
bjart yfir, svo að við njótum hins yndisfagra útsýnis
yfir hinn búsældarlega Breiðdal. — Áfram er ekið. —
Hér er Víðigróf. Mér finnst hún falleg, og gaman
væri að tjalda og dvelja hér um stund, er sólin skín.
Nú er vindgola. sem ýfir aðeins flötinn á hinu stóra
Stefánsvatni.
Út Skriðdalinn liggur leiðin, og nú sjáum við til-
sýndar eitt mest umrætt mannvirki á Austurlandi, virkj-
unina við Grímsá. Þaðan eigum við að fá hina heitt
þráðu orku, rafmagnið, ljós til að útrýma myrkiinu,
svo að skuggar skammdegisins hverfi, og öll önnur
þægindi, sem slík orka getur veitt. — Bílarnir bruna
gjörn. Hún andaðist árið 1870, um það leyti, er verið
var liátíðlega að minnast þess, að 100 ár voru liðin frá
fæðingu listamannsins, Thorvaldsens föður hennar.
En börnin hennar? — Hvar eru afkomendurnir?
Hér hlýtur að liggja fyrir rannsókn á því, hver urðu
afdrif barnanna. — Yrði það til mikils fróðleiks fyrir
islenzka ættstofninn, einkum þar sem gáfuætt á í hlut.
Einhvers staðar ættu barnabarnabörnin að finnast, ef
að líkum lætur. Garnan væri að vita, hvort íslenzka
svipmótið sæist enn og hvort hæfnin væri sú sama,
aða hefði valið nýjar leiðir?
Oft er spurt um afkomendur Eiríks rauða á Græn-
landi. Eins er líklegt að menn spyrji: Hvar eru af-
komendur Thorvaldsent og hverjir eru þeir?
NÝTT KVENNABLAÐ
áfram. Líkt og mjmdir á kvikmyndatjaldi, sjáum við
bæina, einn af öðrum. Hver þeina á sína sögu, þó að
þær hafi ekki verið skráðar. Líka eru hér fjölda marg-
ir sögustaðir, sem skáldin hafa gert ódauðlega. Ferð-
inni er heitið að Hallormsstað í kvöld. Og loks stanza
bílarnir við eitt húsið þar. Eftir stundarbið er keyrt
spölkorn áfram, þar til við komum að fremur litlu
búsi. Hér er okkur sagt, að við eigum að gista er þar að
kemur. Kona hefur bætzt í hópinn frá Hallormsstað.
Ilún opnar nú húsið, og við dreifum okkur um her-
bergin. Við eigum að fá kaffi. Ég lít inn í eldhúsið.
Þar er konan, ljóshærða frá Hallormsstað að kveikja
upp eld í stórri miðstöðvareldavél. Þá verður lilýtt
í kvöld, er við leitum náttstaðar. En hún, sem eldinn
kveikir verður þá ekki með til að njóta þess yls. „Fáir
njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.“
Er kaffið hefur verið diukkið, er okkur sýnd gróðrar-
stöðin. Við áttum þar yndislega stund, í hinu dásam-
lega ríki skógaiins. Og þó að ég muni ekki lengur,
Iiversu margir metrar hæsta tréð var, sem þó er sagt
að sé hæsla tré landsins, þá man ég alltaf hina miklu
fegurð og tign, sem birtist okkur hér í ríki skógar-
ins. Að þessu loknu var farið heim að Halloimsstað
og þar borðaður ágætur kvöldverður. Er við höfðum
dvalizt þar um stund, lögðum við af stað til náttstað-
arins góða, en lögðum þó lykkju á leið okkar og skoð-
uðum hina gamalkunnu, góðu Atlavík. Nú eru þar eng-
ar tjaldbúðir eins og svo oft áður, en órjúfandi kyrrð
og friður.
Það er kominn morgunn. Bílarnir fara senn að koma.
Við göngum hér um, áður en við kveðjum þennan stað.
Mér verður oft litið yfir fljótið. Þar sýnist mér fag-
urt um að litast. Eða er það fjarlægðin, sem gerir
fjöllin blá og heillar mig?
Við ferðumst mikið þennan dag. Fyrst er ekið norð-
ur yfir Lagarfljótsbrú, síðan er snúið við og stanzað
i Egilsstaðaþorpi. Að því loknu farið að Eiðum og
okkur sýndur staðurinn af Þórarni Sveinssyni, kennara.
Á Egilsstöðum er borðaður miðdagsmatur. Síðan er
lagt af stað til Reyðarfjarðar. Ilafði Þorsteinn Jónsson,
kaupfélagsstjóri boðið okkur öllum til kaffidrykkju.
Til Reyðarfjarðar komum við í björtu sólskini. Var
okkur sýnt þar hið myndarlega hús, Félagslundur. —
Fórum við að því loknu, margar í búð Kaup-
félags Héraðsbúa. En kaffið beið okkar. Og við setj-
umst að velbúnum borðum í Gistihúsi Kaupfélagsins,
Þorsteinn Jónsson og kona hans taka á móti okkur. —
Er við höfðum setið litla stund undir borðum, stóð
Þorsteinn Jónsson upp og talaði til okkar. Var ræða
hans hin skemmtilegasta og Þorsteinn Sveinsson þakk-
,3