Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Page 11

Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Page 11
kominn inn í dyrnar og var að' klæða sig úr dragsíðu reiðpilsinu. „Það er nú svoleiðis ástatl fyrir mér, að ég ætla að finna þennan nýja lækni, sem þið eruð búin að fá, og hef hvergi höfði mínu að halla. Hvernig fellur ykkur við hann?“ sagði Gunnvör og hengdi pilsið á nagla í dyrunum. „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert þurft að finna hann“, svaraði Signý. Feðgarnir komu fram, tóku í hönd aðkomukonunnar, sem hvorugur har kennsl á, og gengu svo út að nýju byggingunni. Signý fylgdi gesti sínunr til baðstofu. Gunnvör virti fyrir sér húsakynnin, þau virtust heldur lítil. Það var víst svo, að kaupstaðarbúar bjuggu víða við þröngan húsakost. Signý fór fram með kaffikönnuna. Það veitti víst ekki af að skerpa á henni. Jóna mætti henni í göngunum. „Nú er ekki Sigríður í Bakkabúð", sagði hún. „Hall- fríður sagði, að hún hefði farið inn í Vík.“ Svo flýtti hún sér inn til gestsins. „Ég býst við, að hún korni fljótlega, hún frænka mín“, sagði hún og lirosti. „Þa’r eru nú ekki alltaf á vissum stað, þegar þær eru ný- trúlofaðar, blessaðar ungfrúrnar. Þið eruð þó líklega búnar að heyra trúlofunina þarna fram í sveitinni?“ „Fyrir löngu, blessuð vertu, enda fór hann hreint ekk- ert dult með það, hann Bensi minn, blessaður strákur- inn,“ sagði Gunnvör. „Það getur nú kannske átt sér stað,“ sagði Jóna. „Hann lætur nú flest út úr sér, sá drengur. En hvernig féll ykkur við þau þarna á Grund?“ „Aldeilis ágætlega,“ flýtti Gunnvör sér að svara. „En segðu mér eitt. Hvar er Bakkabúð? Ég hefði víst ekkert á móti því að líta inn til hennar HaB- fríðar minnar.“ „Það er bara hérna yfir götuna að fara. Ég var einmitt að koma þaðan. Sigga hefur verið þar öllum stundum, en nú gat hún ekki verið þar.“ „Henni þykir líka svo vænt um hana Hallfríði, alveg eins og hún væri hennar móðir, enda er Hallfríður hlýleg kona,“ sagði Gunnvör. „Já, hún er það“, sam- sinnti Jóna. „Bara það minnki nú ekki, þegar Sigga tekur strákinn frá henni.“ Signý kom inn með kaffið á bakka. Jóna drakk með gestinum, þó að hún væri búin að renna niður tveimur bollum áður. Signý fór fram aftur án þess að tala við gest sinn. Rétt á eftir kom Hallfríður í Bakkabúð inn og heilsaði Gunnvöru og þakkaði henni fyrir síðast. Svo spurði hún hana, hvernig heilsan væri. Búið væri að heyrast, að hún væri ekki vel frísk. „Ojá, einhver hefur þó séð, að ég gekk ekki aldeilis heil til skógar undanfarnar vikur, þó að húsmóðurinni á Stóru-Grund fyndist það hreinasli ó- þarfi, að ég færi |il læknis“, sagði Gunnvör og augu hennar fylltust tárum. „Maður finnur það bezt, hvernig það er að vera einstæðingur í lífinu, þegar ekki er þrek til að vinna lengur. Mér kom það svona til hug- N?TT KVENNABLAÐ ar, að Sigga mín gæti og vildi skjóta yfir mig skjóls- búsi i nokkra daga, ef ég þyifti, en mér sýnist heldur lítið húsrýmið hjá henni.“ „Það er þröngt hjá okkur ennþá, en það lagast með tímanum,“ sagði Hallfríður. „Þú skalt bara koma til mín, Gunnvör! Það er ólíkt plássbetra þar, því að sonur minn sefur eins oft út á sjó eins og heima. Ég býst við því, að ég hafi ekkert á móti þvá að skrafa við þig.“ „Guð blessi þig fyrir þessi orð, Hallfríður mín“, sagði Gunnvör, klökk af þakklæti. „Alltaf uppvekur þó góður Guð einhverja manneskju til að sýna manni hlýleik, þegar manni liggur mest á.“ Hún kvaddi Jónu og bað að heilsa systur hennar, fyrir þetta indæla kaffi, og hraðaði sér ofan að Bakkabúð með Hallfriði. Eftir stuttan tíma sáust þær ganga inn í Vík til að finna lækninn. Hall- fríður hafði skipt um föt, sett upp skúfhúfu og slegið yfir sig sjali. Systurnar stóðu við gluggann í Bjarna- bar og horfðu á eftir þeim. „Skárri eru það vinahótin, sem Hallfríður sýnir þessari bráðókunnugu mann- eskju.“ sagði Signý og lét sér fátt um finnast. „Ég var farin að óttast, að hún ætlaði að troða sér inn til mín. En það eru ekki húsakynni hér fyrir íleiri en mitt fólk,“ bætti hún við. „Náttúrlega var það ætlun henn- ar að fljóta inn á vinskapnum við Siggu, en hún var þá kannske ekki við hendina“, sagði Jóna. „Ekki get ég skilið, hvað hún getur verið að gera inn í Vík, all- flesta daga, og svo er sagt, að hún komi oftastnær með böggul undir hendinni. Gengur hún svona í reikningn- um strákgreysins? Kannske hann vilji það og þoli það. Óskandi, að það yrði sem lengst.“ „En þessi þvætting- ur“, sagði Signý. „Hún hefur verið að hreinsa túnið á Höfða og er með kaffiböggul með sér þessa daga. Stundum er hún við að stakka upp.“ „Já, svona eru palladómarnir. Þær álíta, að hún sé að kaupa eitthvað nýtt utan á sig eða inn í húsið. Ekki bý ég þetta til. Þegar Sigga kom heim fór hún ofan í Bakkabúð að heilsa Gunnvöru. Hún var háttuð ofan í mjúkt rúm hjá Hallfríði. Hún faðmaði Siggu að sér og þakkaði fyrir allt gott „Svei mér, ef þú hefur ekki tekið þeim stakkaskiptum, að þú ert varla þekkjanleg. ;— Það er kannske dálítið annað, að vera hjá tveimur góðum mömmum eða að þræla og vinna, úr svefninum og í hann, eins og við gerðum í fyrra. Nú er ég líka EFTIR ATKVÆÐAGREIÐSLUNA UM AFENGIÐ Á AKUREYRI. Áíengi! nú er l>nð fjöldans krafa! Af annars smán svo margir gleði hafa. — Já, flónin eru fleiri, en vitrir menn, þvf fer nú svona í heimi vorum enn. Lilja Björnsdóttir. 9

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.