Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Blaðsíða 5
Þessi merkiskona liefur lengi legið óbætt hjá garði. Það eru liðin 113 ár frá fæðingu hennar. Hún var fædd 16. des. 1844. Foreldrar hennar voru María Guðmundsdóttir og Magnús Eiríksson frá Miðgili í Langadal í Húnavatnssýslu. Árið 1883 giftist hún Guðjóni Guðlaugssyni, síðar al])ingismanni og kaup- félagsstjóra. Sama ár byrjuðu þau búskap að Hvolsá í Tungusveit. Árið 1887 fluttust þau að Ljúfustöðum í Kollafirði og bjuggu þar lil ársins 1902, að' þau fluttu að Kleifum í Steingrímsfirði. Þaðan fóru þau lil Hólma- víkur 1907. Þá var Guðjón fyrir nokkrum árum búinn að taka við forstöðu Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Þar lézt I ngibjörg 8. nóv. 1913. Þau Guðjón og Ingi- björg áttu eilt barn, er lézt á fyrsta ári. Fósturbörn tóku þau hjón: Helgu Zakaríasardóttur, sem ólst upp hjá þeim frá fyrstu bernsku. Einnig ólust þar að mestu upp Einar Jónsson, sem hefur með hönd- um jarðborun fyiir Reykjavíkurliæ, og Finnfríður Jó- hannsdóttir, sem gift er Benedikt Benjamínssyni, fyrr- um pósti og kaupfélagsstjóra. lngibjörg var myndarkona og sómdi sér vel í stöðu sinni. Ileimili hennar var jafnan rómað fyrir snyrtilega og fágaða umgengni. Átti Ingibjörg sinn mikla lilut þar að. Öllum, sem til þekktu, verður þó minnisstæðust hjartahlýja hennar og liversu vel hún reyndist öllum þeim, sem bágt áttu, eftir því sem hún fékk því við komið. Kom það ekki sízl fram við börn þau, er þau hjón tóku til fóslurs, þeim reyndist hún sem góð móðir. Ósjaldan, eftir að þau hjón settust að á Hólmavík, varð Ingibjörgu litið út um glugga á húsinu sínu og sá rnenn reika um „plássið“ húsa á milli, þá er fáar dyr stóðu opnar fyrir. Kom hún því þá oftast svo fyrir, að hún náði þessu fólki heim til sín og veitti því skjól og aðhlynningu. Fyrir þetla og fleira, er bar votl um höfðingslund hennar og hjartagæzku, verður hennar ávalll minnzt af öllum þeim, er til þekktu. M. //. Nýju kvennablaði er ljúft að flylja minningarorð ITÍTT KVENNABLAÐ Minningarsýning SiRurðar Guðmundssonar málara er haldln um þessar mundir í Bogasal Þjóöminjasatnsins i tileíni a£ 125 ára afmæli hans 9. marz þ.á. Einnig á Þjóð- minjasafniö 95 ára afmæli. Kvenþjóðin mætti geyma nafn Sigurðar málara i helðri. Hann hefur öðrum fremur hlynnt að þeirra hugðarefnum, þar sem er skautbúningurinn okkar. Á sýningunni má sjá uppdrætti eftir hann að baldiringum og öðrum útsaumi á islenzka búninginn. VINSÆLDIR GUÐRÚNAR FRÁ LUNDI. „Dalalíf“, skáldsaga Guðrúnar frá Lundi, hefur lengi verið framhaldssaga í Lögbergi. Rannveig Sigurbjörns- son skrifar eftirfarandi: „Dalalíf“. Þá skal komið að því, sem er kannske sterkasta aðdráttarafl fjölda lesenda Lögbergs, en það er sagan Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Maður hefur sterka freistingu lil að minnast á eina og aðra per- sónu þar, en það á sennilega ekki við, fyrst sagan er ennþá í miðjum klíðum, en ég er töluverl spennt fyrir framvindu hennar. Og svo eru fleiii.“ Spurningar: 1. Hvað hét móSir Snorra Sturlusonar? 3. Ilvernig er seinni partur þessa erindis: Reiddu þig upp á Norðlinginn, það er ekki valt. Sv'ór á blas. 13. um þessa konu, sem var gift höfðingsmanninum Guð- jóni á Ljúfustöð’um, alþingismanni og kaupfélagsstjóra á Hólmavík, þar sem það líka birti mynd og minning- argrein um seinni konu alþingismannsins, Jóneyju Guð- mundsdóttur, fyrir áramótin. (Fyrir skemmstu var ann- ars staðar minnzt 100 ára afmælis Guðjóns.) Höfðings- lund og umhyggja Ingibjargar vekur þakklæti og virð- ingu. 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.