Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Page 11
Ingibjörg SigurSardóttir:
BYLGJIJB
FRAMHALDSSAGA
Fagurt tunglskinsbjart haustkvöld faðmar litla þorpið við
Straumfjörð. Lognkyrrar öldur fjarðarins ljóða létt og dreym-
andi við ströndina, rísa og hníga í djúpri, friðsælli ró silfraðar
af mánaskini. Tindrandi stjörnur brosa við leiftrandi norður-
ljósum í hinni heiðu óravídd himinblámans. Jörðin er hjúpuð
hreinhvítum snævi og glitrar björt og þögul í ljósfaðmi kvölds-
ins. Út úr kaupmannshúsinu koma maður og kona. Þau eru
bæði ung og hamingjusöm. Tign og fegurð haustkvöldsins heillar
sálir þeirra.
Ilann tekur blíðlega um arm hennar, og þau ganga hægum
samstilltum skrefum í djú]iri, draumsælli leiðslu niður að höfn-
inni og þaðan út með firðinum. Loks nema ]>au staðar langt
fyrir utan þorpið við Iftla, lognkyrra vík, sem lilikar silfruð
af ljósadýrð kvöldsins og sendir hreimþýðar, smávaxnar bárur
upp að sandinum.
Steinar litur á Huldu og segir 'brosandi. — Við erurn bara
komin alla leið út að Báruvík, vina mín. Ertu ekki orðin þreytt?
— Nei, ég er ekki þreytt, en hér væri gaman að dvelja smá-
stund. Útsýnið er svo unaðslega fagurt héðan yfir fjörðinn.
— Já, héðan er fjörðurinn víður og fagur á slíkum töfra-
kvöldum, og mörg spor átti ég hingað út að þessari litlu vik,
þegar ég var drengur. Hér lék ég mér oft með hátana mína
og lét mig dreyma um dásemdir hafsins.
Hulda brosir. — Viltu segja mér söguna af því, Steinar, þeg-
ar þú varst lítill drengur og lékst þér hérna við ströndina?
Já, það skal ég gera, ástin mín, fyrst þú óskar eftir því,
en eigum við þá ekki bæði að taka okkur sæti hérna á fjöru-
steinunum á meðan?
— Jú, það skulurn við gera, það verður svo, gaman að sitja
hérna við litlu lognkyrru víkina og lilusta á söguna þína. —
Þau setjast, og hann leggur arminn yfir herðar hennar, og hún
hallar sér að breiðum barmi hans. liæði horfa hugfangin út
á fjörðinn.
Steinar segir: — Frá því að ég man fyrst eftir mér sner-
ust leikir mínir mest um báta og sjóinennsku, og þetta bláa,
viða, óendanlega haf heillaði snemma dreyminn barnshuga minn.
Og það átti í hugmyndum mínum ótal töfraglæstar ævintýra-
hallir, sem ég ætlaði að kanna, þegar ég væri orðinn stór, eins
og mennirnir, sem sigldu um liafið. Eg sótti mikið niður að
sjónum, þó að mér væri stranglega bannað að fara þangað.
Ég skynjaði engar hættur, en í fjörunni, þar sem öldurnar
léku við sandinn, undi ég leikjum mínum bezt, og hinn hljóm-
þýði báruniður við ströndina lét í eyrum mínum sem heill-
andi, seiðþrungið söngvamál. Ég var átta ára gamall, þegar
ég fyrst komst á sjóinn, og því ferðalagi gleymi ég aldrei.
Það var um vor, og vermennirnir flestir farnir liéðan úr firð-
inum og því fámennt niður við sjóinn. Eg fór einn niður að
höfn, auðvitað í leyfisleysi, og fram á bryggju. Lítill árabátur
lá bundinn við 'bryggjusporðinn, og hoppaði ]iar létt og leik-
andi á lognöldunum. Eg horfði nokkur augnablik með innilegri
hrifningu á hið girnilega fley, og freistingin sigraði mig. Ég
stökk ofan í bátinn og losaði hann frá bryggjunni. Nú var ég
frjáls, og báturinn vaggaði liægt af stað út höfnina. lfeit, ósegj-
nýtt KVEiNNABLAÐ
anleg gleði gagntók mig. Ég settist á þóftuna og fór að syngja
hástöfum hrífandi kvæði, sem ég var nýbúinn að læra af pabba:
Ha/iS, bláa hajiS hugann dregur... .
En söngurinn varð til þess að vekja eftirtekt á mér. Maður,
sem var á gangi niður við höfnina, heyrði söng minn og sá mig
í hátnum, sem óðum barst frá landi. Manninum þótti kringum-
stæður mínar ekki eins ákjósanlegar og mér sjálfum og kom
mér til bjargar. Hann fór með mig heim til mömmu, og þar
fékk ég verðskuldaða refsingu fyrir þetta liættulega tiltæki mitt.
En þessi fyrsta sjóferð vakti þann nnað í sál minni, sem ég
gleymi aldrei. Og ég hét því að verða sjómaður, hvað sem það
kostaði. Árin liðu og ég var fermdur. Nokkru síðar hóf ég
nám í Sjómannaskólanum og lauk þaðan prófi. Lengra ætlaði
ég ekki á menntabrautinni. Hafið kallaði á mig. Ég hvarf því
hingað heim aftur og byrjaði þegar formennsku á fiskibátum
föður míns. Fegursti æsktidraumur minn var orðinn að veru-
leika. Ég var ákveðinn í því að helga sjómannsstarfinu alla
krafta mina, og það hef ég lika gert síðan.
Steinar lítur brosandi til Huldu og hvislar: — Og svo á
það að verða þitt vandasama hiutskipti, ástin mín, að vera
sjómannskona.
— Já, Steinar, ]>að hlutskipti finnst mér öllu öðru dásamlegra
að eiga sókndjarfan, fiskisælan formann, sem siglir fleyi sínu
um lognkyrran blikandi sæ og færir þjóð sinni hinn dýrasta
auð. Vaska, hughrausta hetju, sem þorir að stríða við æstar
öldur hafsins i dimmum byljum liins kaldu vetrar og hræðist
hvergi.
Mér ér það vel ljóst, hve hætturnar verða margvislegar um-
hverfis ástvin minn á hafinu, og ég á efalaust oft eftir að bíða
hans milli vonar og ótta, en á slíkum stundum verð ég heldur
ekki í neinum vafa um það, hvert ég á að flýja með liinar
þungu áhyggjur mínar. Ég veit, að meistarinn mikli frá Nazaret,
sem forðum svaf i skutnum hjá lærisveinum sínum, þegar
bylgjurnar risu sem hæzt á Genesaretvatninu, á enn sama
máttinn og þá til að hasta á vind og sjó, og í trúnni á liann verð
ég hin örugga, hamingjusama sjómannskona, vinur minn... .
Steinar þrýstir henni fastar að barmi sinum og segir heitri,
ástblíðri röddu: — Ekkert getur verið dýrmætara og yndis-
legra fyrir sjómanninn á hafin, en að eiga þá konu heima, sem
vakir og biður fyrir honum. Finna kraftinn, fyrir bænir hennar,
lægja hinar æstu bylgjur hafsins og tendra öruggasta leiðar-
Ijósið gegnum hverja hættu.
Og heimkoman til hennar að loknum sigri verður sú bezta
og fegursta hamingja, sem lifið getur veitt.---
Hann lítur á úrið sitt og segir: — Það er orðið áliðið kvölds,
ástin mín. Við höfum alveg gleymt tímanum liérna úti í haust-
kyrrðinni.
— Þetta hefur líka verið unaðsleg stund, og nú skulum við
halda af stað heim aftur.
Þau rísa á fætur og leiðast sæl og örugg inn með firðinum
í áttina að litla sjávarþorpinu, þar sem framtiðin bíður þeirra.
Ljúfur, dreymandi niður hafsins ljóðar milt og þýtt við
ströndina óð sinn um unað og hamingju.
ENDIR.
Ný framlialdssaga heíst í marzblaðinu eftir Ingihjörgu
Sigurðardóttur: BÖBN BÆJABSTJÓItANS.
9