Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 ✝ Flosi Bjarnasonfæddist á Melstað í Vestmanneyjum 20. september 1917. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 7. júlí sl. Hann flutti með foreldrum sínum ungur til Norðfjarðar og átti heima þar á ýmsum stöðum. For- eldrar hans voru María Bjarnadóttir, f. í Kárdalstungu í Vatnsdal 7. júni 1896, d. 11. mars 1976 og Bjarni Antoníusson, f. á Arnhóls- stöðum í Skriðdal 17. ágúst 1888, d. 27. maí 1975. Foreldrar Flosa hófu búskap á Norðfirði. Þau áttu víða heima um Austfirði og allt norður í Eyjafjörð. Þetta voru þau kjör sem margir urðu að búa við sem ekki komust í fasta vinnu heldur þurftu að elta þau störf sem buðust. María og Bjarni eignuðust fimm börn, Flosa 20. sept. 1917, Flóka 7. sept. 1922, d. 26 des. sama ár, Hörð 18. júlí 1924, hann er látinn, Auði 25. júní 1926 og Nönnu 13. apríl 1940. Flosi giftist Rósbjörgu Þórð- ardóttur, f. 23. sept. 1919, hún lést af barnsförum í Neskaupstað 19. 1964, þau eiga tvö börn. b) Stefán Sveinn, f. 1965, býr á Hofi í Fellum, kvæntur Drífu Sigurðardóttur, f. 1966, þau eiga þrjú börn. c) Flosi, f. 1972, býr í Kópavogi kvæntur Guð- rúnu Sveinbjörnsdóttur, f. 1971, þau eiga þrjú börn. Áður átti Flosi son með Heiðrúnu Huldu Þórisdóttur, f. 1968. d) Þórunn María, f. 1973, býr í Svíþjóð, gift Stefáni Hjörleifi Snorrasyni, f. 1968, þau eiga tvö börn. Áður átti Þórunn son með Ragnari Inga Péturssyni. 3) Þórður, f. 23. júní 1946, búsettur í Kópavogi, kvæntur Borghildi Stefánsdóttur, f. 1942, þau eiga þrjár dætur. a) Sess- elja Kristjánsdóttir, f. 1970, stjúp- dóttir Þórðar, býr í Reykjavík, í sambúð með Ólafi Hjálmarssyni, f. 1963, þau eiga tvö börn. b) Rósbjörg Sigríður, f. 1972, búsett í Kópavogi, gift Hjálmi Þorsteini Guðmunds- syni, f. 1966, þau eiga tvo syni. c) Stefanía Anna, f. 1975, býr í Kópa- vogi, í sambúð með Þorvaldi Geir Sigurðsyni, f. 1974, þau eiga tvær dætur. Flosi var að stórum hluta ævi sinnar sjómaður. Eftir að hann missti Rósbjörgu fóru börnin í fóst- ur og hann hélt áfram á sjó en vann einnig víðar og um árabil hjá Völ- undi í Reykjavík. Hann stundaði sjó í Neskaupstað til 75 ára aldurs. Útför Flosa fer fram frá Borg- arneskirkju í dag, 14. júlí og hefst athöfnin klukkan 15. okt. 1948. Rósbjörg var dóttir hjónanna Sigríðar Þórdísar Ei- ríksdóttur, f. 1889, d. 1949, og Þórðar Kristins Sveinssonar, f. 1893, d. 1981, sem bjuggu þá í Skógum í Mjóafirði og voru systrabörn. Flosi og Rósbjörg eignuðust þrjú börn sem upp komust. Þau eru: 1) Erla, f. 13. maí 1942, gift Sigurði Má Helgasyni, þau eiga þrjú börn. a) Flosa, f. 1960, býr í Seattle, kvæntur Kristínu Sigurðs- son, f. 1963, þau eiga tvo syni. b) Þorbjörg, f. 1962, býr í Reykjavík, var gift Heiðari Sveinsyni, f. 1954, þau eiga einn son og tvær dætur. c) Guðbjörg Sólveig, f. 1972, býr í Borgarnesi, gift Þorsteini Þor- steinssyni, f. 1965, þau eiga tvo syni og misstu eina dóttur. 2) Sigríður, f. í Reykjavík 21. sept. 1944, í sambúð með Jóni Sigfússyni, f. 1944. Hún átti fjögur börn með manni sínum Pálma Stefánssyni, f. 1943, látinn, þau slitu samvistum: a) Björn Mar- inó, f. 1962, býr á Sauðárkróki, kvæntur Kristínu Þorvaldsdóttur, f. Kæri tengdapabbi og vinur. Þú gekkst götuna með samferða- mönnum en barst ekki utan á þér þá miklu lífsreynslu sem lögð var á þig. Það að missa konuna sína frá þremur börnum í blóma lífsins og þurfa að setja þau í fóstur. Þetta var aldrei tal- að um. Þegar við kynntumst varst þú á fullu að vinna við smíði á nýju fleyi í slippnum í Neskaupstað. Það var allt- af gaman að hlusta á þig lýsa verk- tilhögun og breytingum sem þú gerð- ir á bát þínum samkvæmt reynslu á bát sem smíðaður var eftir sömu teikningu. Ég segi að þú varst smiður af guðs náð, en það vantaði prófskír- teini frá samfélaginu. Báturinn Enok u.þ.b. 25 tonn fór á flot, það var fallegt fley. Þú áttir þennan bát ekki lengi, aflabrestur og svikin lánsloforð urðu til þess. Svo lá leið þín til Reykjavík- ur, farið var á humarveiðar á Verði þar sem þú varst vélstjóri og ég var með þér. Þetta var góður tími, ég kynntist hversu góður verkmaður og félagi þú varst. Fyrsta barnabarnið fæddist, strák- ur skírður Flosi. Á skírnardegi hans sátum við í stofunni á Langholtsvegi þegar nafni þinn fór að gráta. Flosi grætur, sagði Erla. Þá leist þú upp og sagðir ha? Það var nýtt fyrir þér að heyra nafn þitt á öðrum einstakling- um. Það eru mörg minningabrotin. Síð- an fórst þú að vinna í Völundi og skarst þar spón af mikilli list í mörg ár. Við breytingar hjá Völundi hættir þú og fórst að vinna hjá mér í Mod- elhúsgögnum. Svo kom að því að þú lést stóra drauminn rætast 1978, að eignast bát og fara á grásleppu og handfæraveiðar. Þetta færðir þú í tal við mig hvort ég vildi verða meðeig- andi að einum þriðja. Þetta var afráð- ið og báturinn keyptur 24. feb. 1978. Sæbjörg Nk 52 var skírð upp, nefnd Enok Nk 45. Það var gaman að sjá hvað þér farnaðist vel eftir þetta, út- gerðin gekk vel og þú eignaðist íbúð í Steinsnesi. Áfram héldum við að vinna saman. Ég kom í sumarvinnu á handfæri með þér og svo vorum við saman tvö sum- ur á grásleppu. Alltaf var jafn gaman að vinna með þér. Á þessum árum fór- um við í margar tjaldútilegur þar sem þú varst með okkur. Minningar frá þessum ferðum eru börnum okkar mjög kærar. Minningarnar eru marg- ar og sterkar og svo skreyttir þú til- veruna með góðum vísum, þær voru glettnar, með broddi og hóli. Morgungöngu minni á mætti og fékk mér sæti. Kaffidropa dreypti þá svo dregist áfram gæti. Á mér aumur Siggi sá sýndist karlinn latur upp í bústað leiðin lá loks var gefin matur. Það var ljúft að hitta þig á Dval- arheimilinu í Borgarnesi og heyra hvað það fór vel um þig þar og þá gleði sem þú sýndir þegar þú talaðir um hvað starfsfólkið þar væri þér gott. Þakka þér fyrir allar ljúfu stund- irnar, tengdapabbi. Guð geymi þig, elsku vinur. Sigurður Már. Nú hefur Flosi afi kvatt okkur í síð- asta sinn á sinni löngu ævi. Æsku- minningar mínar um hann eru tengd- ar jólunum, þá kom hann að austan og dvaldi hjá okkur. Hann kenndi okkur púkk og spilaði á píanóið milli þess sem hann sagði sögur og fór með vís- ur. Flosi afi var hæfileikaríkur maður, hann var hagmæltur eins og hann átti kyn til, hafði gott tóneyra og kunni á orgel. Honum gekk vel í námi en eftir tvö ár í Menntaskólanum á Akureyri hafði hann ekki lengur tækifæri til að halda náminu áfram. Hann sýndi snemma smíðahæfileika sína, eins og sjá má á brúðuhúsgögnunum sem hann smíðaði í Barnaskólanum á Ak- ureyri og gaf Auði systur sinni í af- mælisgjöf og enn eru til hjá fjölskyld- unni. Afi hafði afskaplega gaman af að ferðast og þekkti landið vel. Á sínum yngri árum tók hann þátt í starfi Ferðafélags Íslands og var í fyrstu ferðum félagsins í Lónsöræfi og Jök- ulfirði. Hann gat rakið ættir manna langt aftur og hafði gaman af því. Lengst af ævinni starfaði hann sem sjómaður og var lærður mótoristi frá Vestmannaeyjum. Hann vann líka í landi, til dæmis við að leggja spón hjá Völundi í Reykjavík. Eitt skemmtilegasta sumarið mitt bjó ég hjá afa á Norðfirði og gekk sambúðin vel. Þá átti hann trilluna Enok sem hann reri á. Við fórum saman á hátíðarhöldin á sjómanna- daginn þar sem hann var heiðraður af Sjómannadagsráði þá 73 ára að aldri. Mikil veðurblíða einkenndi þetta sumar og fórum við í útilegu í Ásbyrgi og skoðuðum Norðurland. Oft hefði verið gott að hafa upptökutæki við höndina því afi bjó yfir miklum fróð- leik sem gaman væri að hlusta aftur á. Fyrir nokkrum árum fylgdi ég hon- um á fund hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni, þar var honum vel tekið sem gömlum félaga og naut hann sín með kvæðamönnum. Þótt lífið hafi stund- um leikið Flosa afa grátt þá hugsa ég að sjaldan hafi hann verið eins sáttur og liðið jafn vel og síðustu ár. Þrátt fyrir að heilsunni hafi hrakað þá var hann alla tíð minnugur og fylgdist vel með. Vil ég þakka Guðbjörgu frænku og starfsfólkinu á Dvalarheimilinu í Borgarnesi fyrir að annast vel um afa minn. Megi góðar minningar um Flosa afa lifa. Rósbjörg. Flosi Bjarnason  Fleiri minningargreinar um Flosa Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar               ! "#$   %&' ()*) +++,-$ ,  Dýrahald LABRADOR TIL SÖLU Af óviðráðanlegum ástæðum er 11 mánaða gamall labrador til sölu. Ættbók frá HRFÍ, efni í frábæran veiðifélaga. Aðeins gott og traust heimili kemur til greina. Nánari uppl. í síma 820-3725 og 824-4184, www.pointinglab.tk Frábærar grindur Ný sending af grindum komin í hús. Bestu grindurnar á markaðnum. Til í Húsasmiðjunni, sama verð og á www.liba.is Garðar Túnþökusala Oddsteins Túnþökur og túnþökurúllur til sölu í garðinn eða sumarbú- staðinn! Steini, sími 663 6666, Kolla, sími 663 7666. Visa/Euro l t i Túnþökur og túnþökurúl ur til sölu í garðinn eða sumarbústaðinn! Kolla, sími 663 7 66, Steini, sími 3 6666. Visa/Euro Flug TF-FAL til sölu Nýlegur mótor, frábær tímasafnari. Skemmtileg flugvél. Ásett verð 2,3 m. Tilboð óskast. Uppl. í síma 869 6652, villibj@hotmail.com Nudd Temple Massage Whole Body Healing Massage based on Tantric principles. For men, women and couples. Tel. 698 8301. www.tantra-temple.com Húsnæði óskast Gott og stórt húsnæði/sérbýli miðsvæðis Háskólamenntuð hjón um fertugt með 9 ára stúlku og 2 ljúfar kisur óska eftir góðu og stóru sérbýli mið- svæðis í borginni, helst í 101, 105 eða 107. Traustir og öruggir leigjend- ur, greiðslugeta kr. 120.000 - 200.000 á mánuði. Linda 897-8781 eða rlinda@simnet.is Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum.til sölu Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu www.verslun.is Pöntunarsími: 5351300 7500.-+vsk Flugnabanar VERSLUNARTÆKNI Margar stærðir verð frá: Glæsileg íbúð við Alicante á Spáni Til sölu ný og vel búin íbúð á efstu hæð. 3 svefnh., 2 baðh. Stæði í bílakj. Fallegur garður; sundlaug, 3 boltavellir o.fl. Flott útsýni yfir garð og yfir til Alicante. Skoða öll skipti. Uppl. 863-6323. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is , í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Bókhald C.P. þjónusta. Veiti bókhalds- og rannsóknarvinnu ýmiskonar. Hafið samband í síma 893 7733. Byggingar Experienced builders available Experienced builders available. Plastering, painting, tiling, dry-lining, paving, flooring, window & door in- stallation etc. Quality work guaran- teed, contact: 845 0757. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Glow & blikkvörur fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á www.hafnarsport.is og skoðaðu úrvalið. Vélar & tæki Til leigu með/án manns Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Bátar Strandveiðimenn Fiskiker gerðir 300, 350, 450 og 460. Línubalar 70 og 80 l. Allt íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. www. borgarplast.is Völuteig 31, Mosfellsbæ, s: 561 2211. Strandveiðibátur sem nýr til sölu. Vél keyrð 1500 tíma. Síldin RE 26. Upplýsingar í síma 696 2265 og í heimasíma 517 4935. Bílar MMC Carisma, árgerð 1998 Ekinn 183 þús. km. Sjálfskiptur, skoðaður 2010. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 862 8551. Bílaþjónusta Mótorhjól Óska eftir veltigrind á Hondu VTX 1300 Óska eftir veltigrind á Hondu VTX 1300, árg. 2007. Upplýsingar í síma 892 6801. Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Kaupum gull Höfum keypt og selt gull í 38 ár. Vantar nú gull til að smíða úr. Sanngjarnt verð. Fagmenn meta skartgripina þér að kostnaðarlausu. Aðeins í verslun okkar, Laugavegi 61. Jón og Óskar - jonogoskar.is - s. 552-4910. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Anna Carla Ingvadóttir, Símon Bacon Ragnhildur Filippusdóttir, og Guðríður Hannesdóttir kris- talsheilari auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rann- sóknir og útgáfur, einkatíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Félagslíf Óska eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.