Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009
✝ Guðborg HeraGuðjónsdóttir
fæddist í Hafnarfirði
2. apríl 1926. Hún
lést á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði 26.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðjón Bene-
diktsson, f. 26.11.
1890, d. 5.2. 1988, og
Margrét Elínborg
Jónsdóttir , f. 3.1.
1892, d. 22.2. 1968.
Systkini Heru: Ás-
grímur, f. 1913, d.
1977, Steinunn, f. 1915, d. 1997,
Ingibjörg, f. 1918, d. 2005, Hulda,
f. 1921, Guðrún, f. 1924, d. 1996,
Elsa, f. 1928, Haukur, f. 1932, d.
2006, og Óskar, f. 1936.
Hera giftist Helga Sævari Guð-
mundssyni 2. apríl 1949. Þau eign-
uðust tvö börn. 1) Guðsteinn Elfar,
f. 8.2. 1948, maki 1 (skildu): Guð-
björg Guðjónsdóttir. Barn þeirra
er Berglind, f. 8.1. 1970, maki
Geir Sigurðsson, synir þeirra eru
Ágúst Guðni og Geir Aron. Maki
þeirra eru Hrefna Sif og Jón Rún-
ar. Sigdór, f. 17.2. 1963, maki Erla
Kristín Birgisdóttir. Börn þeirra
eru Indiana og Arnar Jóel. Sonur
Indiönu er Kristófer Rúnar, Þór-
unn, f. 18.12 1967, maki Kristinn
Valgeirsson. Börn þeirra eru
Sveinn Ágúst, Daníel Andri, Ind-
íana Guðný og Sigdór Yngvi.
Dóttir Sveins Ágústs er Unnur
Björk.
Hera bjó alla sína tíð í Hafnar-
firði. Bernskuheimilið var Gunn-
arsund 7. Eftir að hún og Helgi
hófu sambúð fluttust þau fyrst á
Vesturbraut 24, þaðan lá leiðin á
Garðaveg 3 . Árið 1963 fluttust
þau á Hringbraut 74 og þar
bjuggu þau allt til ársins 2004, er
þau fluttu á Hraunvang 3. Hera
starfaði alla tíð við verslunarstörf
í Hafnarfirði. Hún var mikil fé-
lagsvera og tók virkan þátt í fé-
lagsmálum. Var m.a. um tíma í
stjórn Verslunarmannafélags
Hafnarfjarðar, SVDK Hraunprýði
og stjórn eldri borgara í Hafn-
arfirði. Hún var heiðursfélagi
bæði hjá Verslunarmannafélaginu
og SVDK Hraunprýði.
Útför Heru fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 14. júlí, kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
2: Rósa Þórðardóttir,
f. 8.12. 1956, börn
þeirra eru: a) Hera,
f. 7.10. 1976, sam-
býlismaður Frið-
finnur Hreinsson,
fóstursynir Heru,
synir Friðfinns, eru
Þorsteinn og Hreinn.
b) Þórður, f. 3.6.
1979, sambýliskona
Ásrún Benedikts-
dóttir, c) Helgi, f.
18.8. 1986. 2) El-
ínborg Helga, f. 12.6.
1952, maki Rúnar
Helgi Sigdórsson, f. 11.7. 1942, d.
17.5. 2001. Dætur þeirra eru a)
stúlka, f. 22.2. 1973, d. 22.2. 1973
b) Helena Björk, f. 3.11. 1977,
sambýlismaður Jón Garðar Jóns-
son sonur Helenu Bjarkar er
Yngvi Freyr. c) Helga Rut, f. 7.12.
1978, maki Valgeir Helgason.
Börn þeirra eru Svandís Dagmar
og Sævar Orri. Fósturbörn Helgu,
börn Rúnars frá fyrra hjónabandi,
eru: Guðrún Dagmar, f. 26.9.
1961, maki Gísli Jónsson. Börn
Í dag verður elskuleg móðir mín
og tengdamóðir borin til grafar.
Það eru blendnar tilfinningar sem
fara um okkur þessa dagana. Gleði
yfir að hafa átt svona yndislega
móður og sorg yfir að þurfa að
kveðja. Það sannast aldrei betur
en á svona stundum að gleðin og
sorgin eru systur.
Mamma var alla tíð barngóð
með eindæmum. Um það geta allir
vottað sem kynntust henni. Það
var alltaf alveg sjálfsagt að leyfa
krökkunum í gamla vesturbænum
að koma í heimsókn hvenær sem
var. Skipti þá engu hvort mamma
var þreytt eftir erilsaman dag í
vinnunni. Það var alltaf pláss fyrir
vini okkar systkinanna á heimili
okkar á Garðaveginum.
Ein mín fyrsta minning um
mömmu er þegar hún tók mig með
sér í Alþýðubrauðgerðina þar sem
hún starfaði um árabil. Ilmurinn
og bragðið af frönsku vöfflunum,
sem hún gaukaði stundum að mér,
er enn í fersku minni. Þetta var
ævintýraveröld fyrir ungan strák.
Þegar mamma hætti í Alþýðu-
brauðgerðinni færði hún sig yfir í
Einarsbúð. Þar starfaði hún uns
hún fór á eftirlaun. Það var oft á
tíðum kostulegt að fylgjast með
samskiptum hennar við viðskipta-
vini búðarinnar. Hún gat sagt öll-
um eiginkonum í Hafnarfirði
hvaða nærbuxnastærð eiginmenn
þeirra notuðu og þær fóru alveg
eftir því sem hún lagði til. Þær
vissu sem var að mamma vissi sínu
viti þegar kom að fatastærðum.
Það var ekki að ástæðulausu að
sjómenn hringdu beint í Heru í
Einarsbúð þegar þeir voru á leið í
land. Það var betra að tala bara
beint við hana í sambandi við fata-
kaup en blanda eiginkonunum í
málið.
Eftir að mamma hætti að vinna
gat hún snúið sér af fullum krafti
að áhugamáli sínu, spilamennsku.
Að eiga kost á því að fara nokkr-
um sinnum í viku í félagsstarf
eldri borgara í Hafnarfirði var
ómetanlegt. Mamma var svo mikil
félagsvera og hún hlakkaði alltaf
jafn mikið til þess að hitta vini
sína á Flatahrauninu.
Umhyggja var mömmu í blóð
borin. Hún hafði stöðugt áhyggjur
af öðrum en vildi gera sem minnst
úr því ef eitthvað bjátaði á hjá
henni. Ef veikindi eða áföll dundu
á samferðamönnum hennar var
hún fyrst til að bjóða fram aðstoð
og huggun. Þegar pabbi lenti á
spítala og var þar í hartnær eitt
ár, sást vel hve sterk mamma var.
Hún reyndi að komast til hans svo
til á hverjum degi þrátt fyrir að
vera bíllaus. Þetta var ekki alltaf
auðvelt en komast skyldi hún með
öllum ráðum. Ef hún þyrfti að
vaða eld og brennistein til þess að
vera hjá ástvini sínum gerði hún
það.
Mamma hugsaði um okkur, ást-
vini sína, allt fram á hinsta dag.
Eitt af því síðasta sem hún sagði
við mig á sjúkrabeðnum var: Ertu
ekki svangur, Elfar minn? Farðu
og fáðu þér eitthvað að borða.
Já, sumar manneskjur eru skap-
aðar til að gefa af sér og hugsa um
aðra. Þannig var mamma.
Elsku pabbi, Helga og aðrir ást-
vinir.
Við syrgjum í dag góða konu
sem gaf okkur svo mikið. Um síðir
munum við sameinast á ný en
þangað til verðum við að vera
sterk og gleðjast yfir lífinu. Þann-
ig hefði mamma viljað hafa það.
Elfar og Rósa.
Elsku mamma mín.
Ekki átti ég von á því að þú yrð-
ir tekin svona fljótt frá mér. Veik-
indi þín bar svo brátt að. Mér
finnst ég eiga eftir að segja þér
svo margt sem er bara á milli okk-
ar. Söknuðurinn minn er mikill,
símtölin á hverju kvöldi, bíltúr-
arnir um helgar og allar okkar
samverustundir. Eins veistu að þú
og pabbi voruð mín stoð og stytta
eftir að Rúnar lést og ég varð ein.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku pabbi minn og Elfar bróð-
ir, þetta eru þung spor og missir
okkar allra er mikill en við eigum
bjartar minningar um mömmu og
þær munu lýsa okkur um ókomin
ár.
Elsku mamma mín, ég elska þig
og sakna.
Ég mun ávallt hugsa vel um
pabba fyrir þig.
Þín dóttir
Helga.
Elsku langbesta Hera amma
mín.
Ég man það að þegar þú varst
frísk, áður en þú varðst veik, var
eins og þú vissir alltaf hvenær við
vorum að koma og þú varst eig-
inlega alltaf með tilbúnar pönnu-
kökur (þær bestu í heimi) og ef
ekki þá annaðhvort bauðstu til að
baka þær, eða bauðst mér kex og
mjólk. Ég man líka þegar við fór-
um hringinn; Þú, ég, Helga amma,
mamma, og Helgi afi. Reyndar
man ég ekki mikið en ég man þó
að ég sofnaði í bílnum og lá í aft-
ursætunum. Mér fannst þetta ekki
mikilvæg minning þá en nú skil ég
mikilvægi hennar. Og þegar þú
veiktist í mars síðastliðnum leið
mér eins og heimurinn hefði um-
turnast. En samt varstu alltaf jafn
góð við okkur barnabarnabörnin;
Mig, Svandísi og Sævar Orra. En
ég vildi að ég hefði komið oftar og
heimsótt þig. Og áður en ég og
Svandís byrjuðum í skóla og rétt
eftir að við byrjuðum í honum vor-
uð þið Helgi afi alltaf að láta pen-
inga í baukana hjá okkur Svandísi
og Sævari Orra. Baukarnir fylltust
á þriggja daga fresti. Við vorum
alltaf að fara til Helgu ömmu að
sækja baukana til að tæma þá. Og
þegar þú fórst leið mér geðveikt
illa, ég grét í hálftíma. En nú veit
ég að þú fórst aldrei, þú verður
alltaf til staðar að hjálpa öllum.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þinn
Yngvi Freyr.
Hera Guðjónsdóttir
Fleiri minningargreinar um Heru
Guðjónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Kristín Sigurð-ardóttir fæddist á
Þiðriksvöllum við
Hólmavík 12. janúar
1912. Hún andaðist á
Sjúkrahúsi Akraness
1. júlí sl. Hún hét
fullu nafni Salome
Kristín Ingibjörg, en
notaði aðeins Krist-
ínar nafnið. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Óli Sigurðs-
son og Pálína Sam-
úelsdóttir. Systkini
hennar samfeðra
voru Valdimar, Magnína Sigríður,
Karitas, Jóhannes, Ingibjörg og
Jenný. Eftirlifandi eru aðeins Ingi-
björg og Jenný. Systkini sam-
mæðra voru Kristján, Magnína
Jóna og Úranus, þau eru öll látin.
Nokkurra vikna gömul var hún
tekin í fóstur til hjónanna Jóns
Jónssonar kennara og bónda á
Drangsnesi við Steingrímsfjörð og
konu hans Önnu Árnadóttur. Var
hún hjá þeim til átta ára aldurs
eða þar til þau brugðu búi og
fluttu til dóttur sinnar Maríu og
manns hennar Friðriks Kristjáns-
sonar á Akureyri. Í skjóli þeirra
ólst hún svo upp til fullorðinsára.
Í ársbyrjun 1930 hóf Kristín
sambúð með verðandi eiginmanni
dóttir, b) Ragnhildur Edda, maki
Haraldur Hreggviðsson, og c) Jón
Guðmundur, maki Sigríður Anna
Harðardóttir. 6) Anna María, f.
1948. 7) Arnheiður, f. 1950, maki
Guðjón Elíasson, f. 1944, d. 1996,
eiga 3 börn, a) Elín, maki Helgi
Guðnason, b) Gísli, maki Guðrún
Guðjónsdóttir, og c) Þorvaldur
Ingi.
Eftir stuttan búskap á Drangs-
nesi settust þau að á Hólmavík og
bjuggu þar í 22 ár, þá fluttust þau
suður í Borgarfjörð og bjuggu á
Jafnaskarði í Stafholtstungum í
átta ár, settust síðan að í Borg-
arnesi, og störfuðu bæði eftir það
hjá Kaupféla gi Borgfirðinga fram
á efri ár. Í Borgarnesi stóð heimili
þeirra síðan á Skúlagötu 17. Eftir
að Andrés féll frá flutti Kristín í
fjölbýlishús fyrir aldraða og sá um
sig sjálf til síðasta dags. Kristín
var listakona í höndunum og vann
hún mikið við glerútskurð, perlu-
saum og textílmálun eftir að hún
hætti að vinna og er til eftir hana
fjöldi fagurra muna. Þegar sjónin
fór að daprast fann hún sér nýja
tómstundaiðju og hafði mikla
ánægju af að spila á spil og hlusta
á hljóðbækur. Afkomendur þeirra
hjóna eru 78 að tölu, þar af 15 í
fimmta lið.
Útför Kristínar verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag, 14. júlí, kl.
11.
Jarðsett verður í Hólmavík-
urkirkjugarði síðar í dag.
sínum Andrési Kon-
ráðssyni sjómanni, f.
15.9. 1906, d. 4.5.
1994. Hann var sonur
Konráðs Konráðs-
sonar og Jóhönnu
Þórðardóttur sem
búsett voru í Ólafs-
vík. Börn Kristínar
og Andrésar eru: 1)
Sæunn, f. 1930, maki
Sigurður Sigurðsson,
f. 1926, d. 2003, eiga
fimm börn, a) Krist-
ín, maki Ólafur Jóns-
son b) Sigurveig,
maki Björn Þráinn Þórðarson, c)
Ari, maki Anna Ólafsdóttir Björns-
son, d) Freyr, maki Mercedes Ber-
ger og e) Andrés, maki Hjördís
Gísladóttir. 2) Guðrún, f. 1932,
maki Magnús Hallfreðsson, f.
1928, d. 2002. 3) Konráð, f. 1932,
maki Margrét Björnsdóttir, f.
1933, eiga fimm börn, a) Birna,
maki Brynjar Sæmundsson, b)
Ingibjörg, maki Gunnar Ásgeir
Gunnarsson, c) Konráð, maki Arna
Einarsdóttir, d Jóhanna, maki
Guðjón Egilsson, og e) Andrés
Kristinn, maki Ástríður Jóns-
dóttir. 4) Ari Gísli, f. 1938, d. 1950.
5) Guðleif Bára, f. 1941, maki Ottó
Jónsson, f. 1936, eiga 3 börn, a)
Andrés Ari, maki Ólöf Viðars-
Þó að aldur móður minnar væri
orðinn hár og líkaminn orðinn lúinn
var hugurinn og sjálfsbjargarvið-
leitnin í góðu lagi. Það tekur örugg-
lega langan tíma að átta sig á því að
það er ekki hægt að hringja í hana og
fá að vita hvenær þessi afkomandi
var fæddur og eða hvernig þessir
Strandamenn voru skyldir eða
tengdir. Það vafðist ekki fyrir henni
að rekja saman hinar ýmsu ættir og
var þá oft erfitt að fylgja henni eftir.
Nú förum við ekki oftar í þennan
fróðleiksbrunn.
Mamma var ekki stór kona en hún
var ótrúlega afkastamikil og hrað-
virk, það sást best er hún var að salta
síld, var hún oft með flestar tunnurn-
ar á planinu. Man ég eftir hvernig
hún kenndi okkur krökkunum að
vinna hvernig ætti að taka t.d. síldina
og beita hnífnum, hvernig ætti að
halda á hrífunni og raka og hvers
vegna mætti ekki ganga ofan í heyið
þegar blautt væri undir. Það kom
alltaf skýring á því hvers vegna þetta
og hitt væri unnið svona en ekki ein-
hvern veginn öðruvísi, þetta gerði
það að verkum að vinnan hafði til-
gang og það sem gert var kom að
gagni.
Það var æði langur vinnudagur hjá
fólki í sjávarþorpum á fyrrihluta síð-
ustu aldar, fólkið varð að bjarga sér.
Sjórinn var sóttur eins og hægt var
og þá lenti hirðing búpenings á kon-
unni því flestir voru með kindur og
kýr og man ég eftir því að pabbi var á
vertíð frá áramótum og síðan á síld
um sumarið. Það var því hlutverk
mömmu að gæta bús og barna. Oft
var þá fenginn einhver ákveðinn til
að láta heyið í meisana þannig að
mamma þyrfti bara að gefa kúnum,
mjólka og moka flórinn og síðan gefa
kindunum, en hún var ung og heil-
brigð og þekkti ekki annað en að
vinna. Eitt var það sem var sérstakt
við þau pabba og mömmu, það var
hvað þau voru gestrisin, þar var alltaf
opið hús fyrir gesti og oft voru tíma-
bundið, t.d. í sláturtíð, margir sk.
kostgangarar og síðan komu þessir
sömu menn er þeir voru í kaupstað
og settust eins og heimamenn við
matborðið. Mamma var eins og
galdrakona, það virtist alltaf vera
nægur matur fyrir alla þó að gestir
kæmu óvænt, það var góður eigin-
leiki.
Þau urðu fyrir mikilli sorg er sonur
þeirra dó, Mamma lá þá á sæng að
yngstu dóttur þeirra og man ég hvað
mamma nýbúin að eiga barn tók
nærri sér að kveðja drenginn sinn
sem var tólf ára gamall. Eftir þetta
losnaði um þau og fluttu þau þá suður
í Borgarfjörð.
Það var ekki mikill tími til hann-
yrða eða listsköpunar á þessum árum
en þó saumaði hún alltaf föt á börnin
sín. Það var ekki fyrr en hún kom í
Borgarnes og var búin að koma sér
fyrir á Skúlagötunni að hún fór að
hafa tíma til að búa til sannkölluð
listaverk. Þá breyttist líka margt
fleira, þau pabbi og mamma fóru að
ferðast bæði utanlands og innan og
gefa sér tíma til að lifa lífinu. Svo eftir
að pabbi dó flutti mamma í blokkina
sem er sérhönnuð fyrir eldri borgara.
Og þá kom enn nýr kafli í líf
mömmu. Hún var heilsugóð og nú
kom hver listahluturinn eftir annan
frá henni og henni leið vel. Það mynd-
aðist náið samband milli hennar og
Guðleifar dóttur hennar sem varð
henni mikill styrkur síðustu árin.
Með móður minni er gengin til
náða í hinsta sinn kona sem hefur lif-
að í tæpa öld og mundi tímann eins og
hann var í upphafi síðustu aldar og
fræddi okkur börnin sín um liðna
tíma.
Ég vil þakka móður minni uppeld-
ið og samfylgdina í tæp sjötíu og sjö
ár og bið góðan Guð um að blessa
hana
Konráð Andrésson.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason.)
Þínar elskandi,
Anna María og Guðleif.
Kristín Sigurðardóttir
Fleiri minningargreinar um Krist-
ínu Sigurðardóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.