Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, varði í gær stefnu stjórn- ar sinnar í Afganistan og sagði Breta hafa fulla burði til að gegna sínu hlutverki í baráttunni gegn talibön- um. Bretar hafa nú misst fleiri menn í Afganistan, 184, en í Írak og full- yrða sumir heimildarmenn að lið þeirra sé allt of fámennt og illa búið vopnum og öðrum búnaði. Skiptar skoðanir eru meðal Breta um þátttökuna í stríðinu gegn talib- önum. Í nýrri könnun sem gerð var fyrir BBC og Guardian sögðust 47% vera andvíg hernaði Breta á svæðinu en 46% styðja hann. En þess ber að geta að árið 2006 sagðist aðeins 31% styðja hernaðinn. Lið Breta er eink- um með stöðvar í héraðinu Helmand í sunnanverðu landinu en þar eru talibanar mjög öflugir. Brown sagði að ástandið væri erf- itt. En ef menn vildu sigra talib- ana í Helmand og gera heiminn þannig öruggari yrði að halda áfram aðgerðum á svæðinu. Breski herinn væri nú bet- ur búinn en hann hefði verið und- anfarin 40 ár, breskum herþyrlum í Afganistan hefði t.d. verið fjölgað um 60% síðustu tvö árin. Þyrlur eru afar mikilvægar í Helmand vegna þess hve landslag er víða erfitt yfirferðar og fjarlægðir miklar. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að skorturinn á herþyrlum væri „hneyksli“. Mannafli Breta hefði tvöfaldast frá 2006, þyrlum hefði því ekki verið fjölgað neitt miðað við hermanna- fjölda. Krafðist hann þess að Brown svaraði því hvort hann hefði hafnað ósk hersins um að sendir yrðu 2.000 menn til að efla herliðið í Afganistan. Brown segir herliðið í Afganistan vel búið Íhaldsmenn segja allt of fáa hermenn senda til vígvallanna auk þess sem of fáar þyrlur séu þeim til stuðnings Gordon Brown Í HNOTSKURN »Framlög Breta til hern-aðarins í Afganistan hafa aukist úr 700 milljónum punda árin 2006-2007 í yfir þrjá millj- arða á þessu ári. »Bretar misstu átta menn ásólarhring fyrir helgi, þrír þeirra voru aðeins 18 ára. FJÖGUR aðildarríki Evrópusam- bandsins og Tyrkland undirrituðu í gær samning um að lögð yrði 3.300 km gasleiðsla frá ríkjunum við Kasp- íahaf til Austurríkis. Einkum verður flutt um leiðsluna gas frá Aserbaíd- sjan en ef til vill einnig frá Túrkmen- istan, Íran og Írak. Bandaríkjamenn hafa stutt hug- myndina um lagningu leiðslunnar sem nefnd er Nabucco. Þeir fögnuðu samningnum og segja mikilvægt fyr- ir vestræn ríki að tryggja orkuör- yggi sitt. Rússar selja ESB-ríkjunum nú um fjórðung af öllu gasi sem þau nota og hefur lengi verið gagnrýnt að þau séu svo háð einum seljanda. Truflanir sem hafa orðið á gasflutn- ingum frá Rússum vegna deilna þeirra við Úkraínumenn um verð á gasinu hafa ýtt mjög undir umræður um nauðsyn þess að Vestur-Evrópa fái gas frá fleiri aðilum. Nabucco mun verða í beinni samkeppni við leiðslu sem Rússar hyggjast leggja á Svartahafi. kjon@mbl.is Samið um Na- bucco-leiðsluna Tryggir ESB gas frá Kaspíahafsríkjum Í HNOTSKURN »Áætlað er að Nabucco munikosta um 7,9 milljarða evra og verði tekin í gagnið árið 2014. »Rússar hafa nokkrum sinnumlokað fyrir gasið í deilum við Úkraínu. Þá stöðvast einnig flæðið til V-Evrópu, gas á leið þangað fer um Úkraínu. PALESTÍNSK börn á Gaza mótmæla herkví Ísraela við hlið á landamærunum að Egyptalandi í borginni Rafah um helgina. Landtökumenn gyðinga voru fluttir á brott frá Gaza-spildunni árið 2005. En vígamenn úr röðum Palestínumanna á spildunni héldu áfram að skjóta eld- flaugum á byggðir í sunnanverðu Ísrael og svöruðu Ísr- aelar með gagnárásum auk þess sem þeir settu miklar skorður við samskiptum Gaza-búa við umheiminn. Reuters Innilokuð á Gaza VIÐ getum aukið þol okkar gagn- vart sársauka með því að bölva og ragna, ef marka má niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn undir stjórn Richard Stephens við sál- fræðideild Keele-háskóla í Bretlandi hafa gert, að sögn BBC. Þeir létu 64 sjálfboðaliða stinga annarri hendinni í ískalt vatn. Þegar fólkið mátti blóta, gat þa’ haft hönd- ina nærri mínútu lengur í vatninu en í næstu tilraun en þá máttu þáttak- endur aðeins nota sakleysisleg orð eins og „borð“. Skýrt er frá málinu í ritinu Neuro- Report. Hjartað sló hraðar við blótið og gæti það verið merki um aukna árásargirni. Ekki er þó ljóst hvað veldur þessum áhrifum blótsyrða. En teymi Stephens álítur að þau leysi úr læðingi eðlislæga hneigð til að berjast í stað þess að gefast upp og hneigð til að reyna að gera lítið úr hættu eða veiklyndi sínu til að auð- veldara sé að takast á við vandann. kjon@mbl.is Bölvið eflir hetjulundina KÍNVERJAR virðast staðráðnir í að feta í fótspor vestrænna þjóða í lífsháttum og eru þeir meðal annars að verða mikil bílaþjóð. Þrátt fyrir nokkru minni hagvöxt en undanfarin ár eykst bílasala hratt í Kína og var hún 48% meiri í júní en í sama mán- uði í fyrra. Hvergi eru nú seldir fleiri bílar en í Kína, alls nærri 873 þúsund bílar í júní en tæplega 860 þúsund í Banda- ríkjunum. En Kínverjar berjast við mikinn vanda vegna loftmengunar og stefna að því að verða forysturíki í framleiðslu rafknúinna bíla innan fárra ára. Og nú þegar eru nær hundrað milljónir rafknúinna reið- hjóla í landinu. kjon@mbl.is Reuters Fagurgrænn Gestir á bílasýningu í Peking skoða rafknúinn bíl um helgina. Um 50 kínverskir bíla- og rafhlöðuframleiðendur tóku þátt í sýningunni. Samgöngur verða rafvæddar í Kína • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. • Þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum lögbundna þjónustu með föstum samningum. Ársvelta 170mkr. • Innflutningsfyrirtæki með fatnað og vefnaðarvöru. Ársvelta 150 mkr. • Deildarstjóri-meðeigandi óskast að meðalstóru þjónustufyrirtæki á sviði tölvu- og tæknibúnaðar. Æskilegt að viðkomandi sé rafeindafræðingur eða hafi svipaða menntun og starfsreynslu. Fyrirtækið er ört vaxandi og er nú með 12 starfsmenn. Fyrirtækið er 100% í eigu starfsmanna. • Ein þekktasta og elsta ísbúð borgarinnar. Ársvelta 50 mkr. EBITDA 8 mkr. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). Ársvelta 260 mkr. • Þekkt sérverslun með heimilisvörur. Ársvelta 150 mkr. Góður leigusamningur. • Sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki með langtímasamninga. Hentugt til sameiningar. • Rótgróin heildverslun með fyrirtækjavörur. Ársvelta 140 mkr. Hagstæðar skuldir. • Trésmiðja til sölu eða leigu. Sérhæfð framleiðsla og góð tæki. Lítið skuldsett og vel staðsett í 600 fermetra ódýru húsnæði. • Rótgróið þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum og félagasamtök sérhæfða þjónustu. Ársvelta 120 mkr. • Meðalstórt iðnfyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 140 mkr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.