Morgunblaðið - 20.07.2009, Side 11

Morgunblaðið - 20.07.2009, Side 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is „MÉR finnst öll rök standa til þess að þegar úthlutað er úr Landsbank- anum, þá verði fyrst greitt upp í lág- marksábyrgð íslenska trygginga- sjóðsins og svo koll af kolli,“ segir Eiríkur Tóm- asson, prófessor við lagadeild Há- skóla Íslands. „Þessu sé ekki dreift jafnt á tryggingasjóðinn hér, trygginga- sjóðina ytra og svo á kröfuhaf- ana.“ Um þetta snýst deilan, að sögn Eiríks. „Það er von að það standi í fólki að skilja þetta. Sá allsherjar misskilningur er uppi, að þegar neyðarlögin voru sett, þá hafi um leið verið leyst úr þessu álitaefni. En það er ekki rétt, vegna þess að með þeim var aðeins verið að jafn- setja innstæðueigendur gagnvart greiðslum úr þrotabúi bankans.“ Úthlutuninni lagskipt Hann skýrir mál sitt frekar: „Ef það koma 75% upp í forgangskröfur úr búi Landsbankans, gefum okkur að forgangskröfurnar haldi, sem er eitt álitaefnið enn. Þá fá allir 75% upp í sína innstæðu, óháð því hvort hún er lág eða há. Síðan er það allt annað álitaefni hvað á að gera við þá pen- inga sem greiddir eru upp í kröf- urnar. Þar finnst mér öll rök standa til þess, að fyrstu greiðslurnar renni til íslenska tryggingasjóðsins, sem samkvæmt samkomulaginu greiðir lágmarkstrygginguna, 20.887 evrur. Síðan gangi greiðslurnar til breska og hollenska innstæðutrygg- ingasjóðsins og síðan ef eitthvað er eftir, þá gangi það til kröfuhafanna.“ Ef þessi leið verður farin, þá fá kröfuhafarnir, sem eru upphaflegu innstæðueigendurnir, hugsanlega eitthvað í sinn hlut, að sögn Eiríks. „Annaðhvort verða allir að vera jafn- settir eða þetta fer eftir forgangsröð. Um það eru skiptar skoðanir, en eftir að hafa lagst yfir þetta, með hliðsjón af tilskipun Evrópusambandsins, þá finnst mér einsýnt að úthlutuninni verði svona lagskipt. Þetta þýðir að ef við gefum okkur að 75% komi upp í kröfurnar, þá fær íslenski trygg- ingasjóðurinn ekki allt upp í sína kröfu ef innstæðan er lág, til dæmis 20 þúsund evrur. 75% af því eru 15 þúsund evrur og við verðum þá að taka á okkur það sem út af stendur til að ná lágmarkinu, 20.887 evrum. En ef innstæðan er há, til dæmis 100 þúsund evrur, þá koma 75 þúsund evrur upp í það. Þá tel ég að trygg- ingasjóðurinn eigi að fá sitt til baka að fullu, síðan breski og hollenski tryggingasjóðurinn og kröfuhafarnir síðast. Annars erum við í raun að taka á okkur meiri ábyrgð en sem nemur lágmarkstryggingunni.“ Þetta er mergur málsins, að sögn Eiríks. „Í samningnum eru íslenskir skattgreiðendur að taka á sig meira en lágmarkstrygginguna samkvæmt Evrópureglum. Það finnst mér ekki ganga upp. Ég hef sagt það við þing- menn að það séu slík reginmistök af okkar hálfu, að slíkt megi Alþingi ekki láta yfir sig ganga. Mér finnst að Evrópuþjóðir, að minnsta kosti aðrar en Hollendingar og Bretar, geti ekki stutt að við séum þvinguð til að axla meiri ábyrgð en sem nemur lág- marksábyrgð samkvæmt Evrópu- reglum. Ég bara trúi því ekki fyrr en ég tek á að íslenskir ráðamenn séu til- búnir að taka því. Ég held hreint út sagt að menn hafi ekki áttað sig á þessu. Þarna skiptir engu máli hverj- ar íslensku reglurnar eru. Mér finnst að það eigi að vera tryggt í samn- ingnum að við greiðum ekki meira en lágmarkið. Nógu slæmt er að við kyngjum því að ríkið taki á sig lágmarksábyrgð innstæðutryggingasjóðsins, sem deilt er um hvort stafur sé fyrir í lögum. Ég hefði eins og aðrir viljað sjá úr því skorið fyrir evrópskum dómstólum, en það er ekki inni í myndinni og þá verður maður að sætta sig við það. En mér finnst ekki koma til mála að við tökum á okkur meiri skuldbind- ingar vegna ákvörðunar Breta og Hollendinga um að greiða umfram skyldu í sínu heimalandi.“ „Slíkt má Alþingi ekki láta yfir sig ganga“ Eiríkur Tómasson Í HNOTSKURN »Í Icesave-samningnumfylgir úthlutun úr búi Landsbankans helminga- skiptareglu, en sú lágmarks- trygging sem Íslendingar taka á sig hefur ekki forgang um- fram það. »Enn hvílir leynd yfirbreska uppgjörssamn- ingnum. »Gagnrýnt er að úthlutuninfari ekki eftir íslenskum lögum, því þá hefðu Íslend- ingar fengið úthlutað fyrst.  Eiríkur Tómasson lagaprófessor og Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður telja Íslendinga gera „reginmistök“ með Icesave-samningnum  Íslendingum beri ekki að greiða umfram lágmarkstryggingu samkvæmt Evrópureglum Morgunblaðið/Eggert Á Austurvelli Fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn Icesave. Skuldir Íslands vegna Icesave nema um 575 milljörðum króna. RAGNAR Hall hæstaréttarlög- maður gagnrýnir harðlega að túlka eigi úthlutunarreglur úr þrotabúi Landsbankans þannig að greiðsla á lágmarkstryggingu íslenska trygg- ingasjóðsins verði hliðsett því sem Hollendingar eða Bretar greiða umfram hana. „Þetta tel ég að sé rangt. Íslenski tryggingasjóður- inn borgar fyrstu 20 þúsund evr- urnar og það þýð- ir að ábyrgð Breta og Hollend- inga verður ekki virk nema að innstæðan sé hærri en því nemur. Ef það sem við borgum dekkar ekki kröfuna, þá bæta Bretar og Hollendingar við á eftir. Þetta eru því ekki hliðsettar kröfur. En það er gengið út frá því í samningsgerðinni að þegar Bretar og Hollendingar fá úthlutað úr þrotabúinu, þá fái þeir jafnmikið og greitt er til íslenska sjóðsins. Það fær með engu móti staðist.“ Opinbera á samninginn Ragnar Hall, sem sérhæfir sig í viðskiptarétti, skipta- og gjaldþrota- rétti, skýrir mál sitt: „Ef innstæðu- eigandinn á aðeins 15 þúsund evrur inni á reikningi í Icesave, þá borgar íslenski tryggingasjóðurinn það, en Bretar og Hollendingar ekki neitt. Það er vegna þess að ábyrgð þeirra kemur á eftir okkar ábyrgð. Síðan virðist samninganefndin hafa gengið út frá því að þegar ís- lenski sjóðurinn sé búinn að borga sínar 20 þúsund evrur, þá séu kröfu- hafarnir orðnir tveir í stað eins. En það er hugsanavilla, því auðvitað er bara einn innstæðueigandi og það er hann sem á kröfu í búið. Þetta er ein krafa, alveg sama hvað hún er bútuð í marga hluta. Þeir sem eignast hlut í kröfunni fá framseldan hluta af þess- ari einu kröfu. Ef úthlutun úr búi Landsbankans er bara 15 þúsund evrur, þá ber að borga þeim kröfu- hafa sem fyrstur stóð í ábyrgð. Þetta er ein krafa og það á að reikna hana í einu lagi.“ – Og við eigum að endurgreiða Bretum og Hollendingum? „Þetta er útfært með mismunandi hætti í þessum lánasamningum. Það er útlistað í samningnum við Hollend- inga að ef svo færi að þrotabú Lands- bankans myndi úthluta hlutfallslega meiru til íslenska innstæðutrygg- ingasjóðsins heldur en þess hollen- ska, þá á íslenski sjóðurinn að fara til Hollendinga og skila því sem fékkst. Hvað varðar samninginn við Breta, þá hefur uppgjörssamningurinn ekki allur verið birtur, en mér skilst hann sé á sömu lund. Ég spurði þegar ég kom fyrir þingnefndina og mér var sagt að sá samningur væri bundinn trúnaðarskyldu. En það fóru ein- hverjir þingmenn fram á það að hann væri birtur.“ – Hvað finnst þér um að hann sé ekki gerður opinber? „Ég skil það ekki! Ef Ísland tekur á sig skuldbindingu sem nemur mörg hundruð milljörðum, þá finnst mér ótækt að ekki séu öll gögn birt um þann samning. Það er fáránlegt að menn eigi að geta tekið þátt í opin- berri umræðu um skuldbindingu af þessu tagi án þess að fá öll gögnin. Því er lýst í frumvarpinu hvað felst í samningnum, en mér finnst maður eigi að geta lesið það sjálfur.“ – Hvað um gagnrýni fjármála- ráðherra? „Ég veit ekki hvort á að taka því sem gagnrýni. Hann svarar því al- mennt, að hann telji að ég hafi ekki tekið nægilegt tillit til breytinga sem verði með neyðarlögunum. Ég tel það rangt. Ég veit alveg hvað felst í neyð- arlögunum og tel þetta snúist ekki um efni þeirra. Það er rétt að þar er kveðið á um forgangskröfur, en neyð- arlögin snúast ekki um hvernig á að fara með úthlutun úr þrotabúi Lands- bankans upp í kröfurnar. Þar eru menn að gera vitleysu. Ég tel að það sé röng lagatúlkun sem leiðir til þess að samningurinn verður óhagstæðari okkur en ætti að vera. Við viðurkenn- um skuldbindinguna upp á 20.887 evrur í samningunum við Breta og Hollendinga, þrátt fyrir að deilt sé um það hvort okkur beri að borga nokkuð. En ég fjalla ekki um það, heldur aðeins hvað við fáum til baka út úr þrotabúi Landsbankans þegar úthlutað er upp í forgangskröfurnar. Og það er ekki efni neyðarlaganna – það er alrangt.“ Fær með engu móti staðist Ragnar Hall Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is MEÐAL hestamanna njóta ferðir um Löngufjörur á Snæfellsnesi mikilla vinsælda og aldrei sem á þessu sumri. Í þeirra hópi þykir einstakt að taka góðgang um fjörurnar og stefna að Snæfellsjökli sem er óbrigð- ult kennileiti. Yfir sumarið eru stóru hestafyrirtækin með skipulagð- ar ferðir þar auk þess sem fólk ferðast á eigin vegum. „Enginn hefur talið hve margir hestamenn fara hér um á hverju sumri. Sennilega verða þeir á annað þúsund í ár,“ segir Ólafur Lúðvíksson sem rekur Hótel Eld- borg í Laugargerðisskóla. Ferðir um Löngufjörur hefjast gjarnan við Snorrastaði í Kol- beinsstaðahreppi hinum forna, þaðan sem er riðið í Breiðvík ut- arlega á Snæfellsnesi, en milli þessara tveggja punkta eru um 70 kílómetrar. „Ferðavenjur eru að breytast. Hestamenn sem hér fara um eru í vaxandi mæli farn- ir að taka skemmri leiðir með það fyrir augum að njóta náttúr- unnar. Þeim er ekki endilega keppikefli að ná bara sem lengstu striki á landakorti.“ Íslendingar aldrei fleiri Löngufjöruferðir krefjast að- gæslu, þar sem gætir sjávarfalla í ám og álum sem þar falla til sjávar. „Með tímanum finna hestamenn svo út þær leiðir sem eru öruggastar. Þetta lærist með tímanum eins og annað,“ segir Ólafur. Bætir við að gestum hót- elsins hafi fjölgað jafnt og þétt þau fjögur ár sem hann hefur haft rekstur þess með höndum. Í sumar hafi nánast orðið spreng- ing og Íslendingar í hópi hesta- manna hafi aldrei verið fleiri, enda haldi margir sig innanlands í ár í ljósi aðstæðna í efnahags- málum. „Íslendingar setja ekki fyrir sig aðstöðuna hér, herbergi í heimavistarskóla. Enda er prýðilegt að dveljast hér,“ segir Ólafur sem sjálfur er á kafi í hestamennsku og er með mikið stóð vestra. „Á fjörunum er alltaf mikið líf enda er þetta einhver allra besta reiðleið landsins. Hvenær sem farið er á fjörurnar er öruggt að maður hittir þar á ríðandi ferða- langa, sem bæði eru Íslendingar og fólk frá öðrum löndum,“ segir Snorri Kristjánsson, frístunda- bóndi á Brautarholti í Stað- arsveit. Hann eignaðist jörðina fyrir þrettán árum með fjöl- skyldu sinni sem dvelst þar mik- ið. „Sveitalífið er gefandi. Bæði er gaman að stússast í hrossa- ræktinni og eins heyskapnum en fyrri sláttur hjá okkur í sumar gekk einstaklega vel,“ segir Snorri. Ekki bara langt strik á landakortinu  Hestaferðir á Snæfellsnesi vinsælar  Góðgangur á Löngufjörum og gist í heimavistarskóla  Ekki lengur keppikeflið að komast sem lengst á hestunum, heldur að njóta náttúrunnar Morgunblaðið/Heiddi Á spretti Snorri Kristjánsson á útreiðum með Snæfellsjökul í baksýn. Ólafur Lúðvíksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.