Morgunblaðið - 20.07.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 20.07.2009, Síða 12
12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009 Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is TÍU lögregluþjónar voru handteknir í Mexíkó í gær grunaðir um pynt- ingar og morð á tólf lögregluþjónum. Þykir þetta bera vitni um að stríð Felipe Calderón, forseta Mexíkó, gegn fíkniefnum sem hófst 2006 sé nú enn að harðna. Samkvæmt BBC fundust hinir látnu lögreglumenn, 11 karlmenn og ein kona, á mánudag blóðug, hálfnakin og með bundið fyr- ir augun. Þungvopnaðir menn hafa und- anfarið gert árásir á lögreglustöðvar í vesturhluta Mexíkó. Er talið að alls hafi um 19 her- og lögreglumenn lát- ið lífið í átökum síðustu viku. Þrátt fyrir 10.000 manna herlið hefur ekki tekist að stöðva drápin í borginni Ciudad Juarez og eru þau orðin fleiri en í fyrra þegar örfáir her- menn voru þar. Þá hefur Calderón sent 5.500 manna her- og lögreglulið til heimabæjar síns eftir átök bloss- uðu upp þar. Calderón hefur heitið því að halda áfram stríðinu gegn eiturlyfja- samtökum. Ofbeldi komi ekki til með að hræða hann frá aðgerðum. Nýleg- ar árásir á lögregluna bæru vitni um örvæntingu í kjölfar handtöku nokk- urra forystumanna samtakanna. Calderón sætir aukinni gagnrýni vegna átakanna en talið er að alls liggi um 12.800 manns í valnum síð- an eiturlyfjastríðið hófst. Gagnrýnin kemur jafnt úr flokki pólitískra sam- herja og mótherja Calderóns, og frá mannréttindasamtökum. Hins vegar virðast fáar aðrar lausnir til umræðu Í frétt The New York Times er bent á að Calderón gæti reynt að klekkja á eiturlyfjabarónunum þar sem þeir eru veikastir fyrir. Fara á eftir peningunum þeirra, ná fram dómínó-áhrifum þannig að minna væri til vopnakaupa og í mútur. Gall- inn sé hins vegar sá að mexíkósk lög gegn peningaþvætti séu haldlítil. Lögreglan undir grun  Tíu lögreglumenn grunaðir um pyntingar og morð í Mexíkó  5.500 hermönn- um bætt við 45.000 manna her- og lögreglulið sem þegar berst í eiturlyfjastríðinu Felipe Calderon Í HNOTSKURN »Hermt er í The New YorkTimes að mexíkósk lög gegn peningaþvætti standist ekki alþjóðlegan samanburð og séu mál oft illa rannsökuð. »Frá árinu 1989 hafa mexí-kóskir dómstólar aðeins sakfellt í 25 peningaþvættis- málum. Í DAG eru liðin 40 ár frá því að geimfarið Apollo 11 gerði það sem áður hafði verið talið ófram- kvæmanlegt og lenti á tunglinu. Áhöfn Apollo 11 samanstóð af geimförunum Neil Armstrong, Edwin „Buzz“ Aldrin, og Michael Collins. Orð Armstrongs þegar hann steig fyrstur manna fæti á tunglið eru löngu orðin fleyg. „Þetta er lítið skref fyrir mann, en risastórt skref fyrir mannkynið.“ Aldrin steig á tunglið nokkrum mínútum á eft- ir Armstrong en Michael Collins hringsólaði í kringum tunglið í geimfarinu á meðan. Geim- farinu Apollo 11 var skotið á loft frá Kennedy- geimferðamiðstöðinni miðvikudaginn 16. júlí 1969 og lenti það á tunglinu fjórum dögum síðar. RISASTÓRT SKREF FYRIR MANNKYNIÐ Reuters TALIBANAR hafa sent frá sér myndband sem sýnir skelkaðan bandarískan hermann sem var rænt í Afganist- an í síðasta mánuði. Varnarmálaráðuneytið í Washington staðfesti í gær að hermaðurinn væri hinn 23 ára gamli Bowe R. Bergdahl frá Idaho. Myndbandið, sem tekur um 28 mínútur í spilun, var sett á vefinn um helgina. Í myndbandinu segir Bergdahl að dagsetningin sé 14. júlí. Honum hafi verið rænt þegar hann dróst aftur úr við eftirlit. Bergdahl lýsir því hversu mikið hann sakni fjölskyldu sinnar. Þegar rödd heyrist spyrja um ástand hans, segist hann vera hræddur um að komast ekki aftur heim. Það taki á taugarnar að vera fangi. Röddin spyr aftur hvort hann hafi einhver skilaboð til „síns fólks“. Þá ákallar Berg- dahl samlanda sína og segir þeim að það sé í þeirra valdi að fá ríkisstjórnina til að senda aftur heim alla þá ástvini sem þeir sakni. „Gerið það, komið okkur heim. Þetta eru Bandaríkin og bandaríska þjóðin hefur þetta vald.“ Talsmaður bandaríska heraflans í Kabúl fordæmdi myndbandið í samtali við Reuters-fréttastofuna. Hann sagði talibana nota hermanninn í áróðursskyni og slíkt væri brot á alþjóðalögum. Unnið væri að því með öllum ráðum að ná honum aftur ósködduðum. Talið er að Bergdahl sé fyrsti bandaríski hermaðurinn í tvö ár, til að vera rænt í Írak eða Afganistan. sigrunrosa@mbl.is Myndband talibana af bandarískum hermanni Reuters Von Faðir Bergdahl sagðist, í samtali við AP, biðja fyrir því að sonur hans kæmist aftur heill á húfi til félaga sinna. „Gerið það, komið okkur heim,“ segir hermaðurinn SÆNSKI skatt- stjórinn endur- ákvarðaði nýlega álagningu upp á um 670 milljónir sænskra króna, um 11 milljarða íslenskra króna. Er þetta gert í kjölfar rann- sóknar á umfangi netviðskipta og nær álagningin allt til ársins 2007. Töldu pókersíðurnar t.d. ekki fram tekjur upp á 350 milljónir sænskra króna. Áætlað er að sænska ríkið verði af um 5 milljörðum sænskra króna árlega í skatttekjum af netinu. sigrunrosa@mbl.is. Milljarða skattsvik á netinu Mest frá póker HÆSTA bygging Bandaríkjanna, Sears-turninn í Chicago, hefur nú formlega skipt um nafn. Í stað Se- ars stendur nú Willis framan á turninum. Hin 442 metra háa bygg- ing hefur borið Sears-nafnið frá því hann var byggður fyrir 36 árum. Eins og með mörg tilfinningamál hefur verið stofnaður hópur á fés- bókinni gegn nafnbreytingunni. sigrunrosa@mbl.is Sears verður Willis-turninn Willis Félagið á þrjár hæðir. ÓTTAST er að þrír hafi látið lífið þegar aurskriða féll á tvö hús í þýska þorpinu Nachterstedt. Á vef Zeit.de segir að skriðan hafi hrifið með sér heilt hús og hluta af öðru, en húsin stóðu við fyrrum námu- svæði. Mikil rigning hefur verið á þessu svæði. Þau sem saknað er, eru hjón og nágranni þeirra, öll á fimmtugsaldri. Fólkið í hinu húsinu var fjarverandi í fríi. Samkvæmt Zeit.de er hægt að rekja að minnsta kosti 11 dauðsföll til óveðurs sem gekk yfir mið- og suðurhluta Evrópu um helgina. sigrunrosa@mbl.is Reuters Þýskaland Aurskriða hreif heilt hús og hluta af öðru. Þriggja er saknað. Mannfall í óveðri í Evrópu RÚSSNESKUR sveppatínslumaður, við bæinn Perejaslavka í Rússlandi, kom auga á blóðugt handklæði bak við runna. Þegar hann lyfti handklæðinu, var fyrir honum nýfætt stúlkubarn. Var telpan blóðug og naflastreng- urinn vafinn um hana. Maðurinn fékk far með hana sjúkrahús þar sem læknir áætlaði að hún væri um tólf tíma gömul. Samkvæmt Jyllandsposten er móðurinnar nú leitað í héraðinu. Stúlkan er nú kölluð Von. sigrunrosa@mbl.is Fann tólf tíma gamalt barn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.