Morgunblaðið - 20.07.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 20.07.2009, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ríkisstjórninhefurákveðið að embætti sérstaks saksóknara fái eitt hundrað milljónir króna aukalega til að rannsaka banka- hrunið og aðdraganda þess. Þessir peningar eiga að ganga upp í kostnað við vinnu erlendra sérfræðinga, sem hafa verið fengnir til að aðstoða embættið. Embætti sérstaks saksókn- ara þarf að rannsaka mörg mál og flest þeirra eru mjög flókin. Eigi rannsóknin að bera árang- ur og standast kröfur dómstóla verður hún að vera nákvæm og vönduð. Rannsóknin á hruninu er mikilvæg. Hún er hluti af upp- gjöri þjóðarinnar við það, sem hér gerðist í fyrrahaust. Til hennar má ekki kasta hönd- unum. Rannsóknarnefnd Alþingis undir forustu Páls Hreinssonar hefur það verkefni að greina ástæður hrunsins. Í þeirri rann- sókn verður að leitast við að draga allt fram, sama hversu óþægilegt það kann að reynast. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara má ekki líða fyrir peningaleysi. Of mikið er í húfi til þess. Nú eru tveir erlendir sér- fræðingar komnir til liðs við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, auk Evu Joly. Ann- ar þeirra aðstoðaði Joly við rannsókn- ina á máli franska olíufyrirtækisins Elf. Joly skrifaði áhrifaríka bók um rannsókn sína á því máli. „Er þetta heimurinn sem við viljum búa í?“ heitir bókin. Í aðfaraorðum bókarinnar segir Joly: „Heiminum hefur verið snúið á haus. Hvaða hagkerfi getur haldið áfram til lengdar án trausts? Hvaða lýðræði get- ur lifað af ef yfirstéttin hefur bæði vald til að brjóta lögin og tryggingu fyrir refsileysi?“ Joly fjallar um olíufyrirtæki, en gæti allt eins verið að tala um Ísland þegar hún segir að hvert hneykslið reki annað þannig að fólk verði ónæmt fyr- ir því og fái á tilfinninguna að ekkert muni breytast. „Ég neita að samþykkja það,“ skrifar Joly. „Við getum enn komið í veg fyrir að börn okkar vaxi úr grasi í heimi þar sem hinir valdamiklu búa við refsileysi, þar sem aðeins venjulegt fólk hefur skyldur. Börn okkar eiga það ekki skil- ið.“ Ísland taldist í hópi þeirra landa þar sem minnsta spill- ingu væri að finna. Annað kom á daginn. Það kostar peninga að taka til, en sýnu dýrara væri fyrir íslenskt þjóðfélag að gera það ekki. Það kostar peninga að taka til, en sýnu dýrara væri fyrir ís- lenskt þjóðfélag að gera það ekki } Aukið fé til rannsóknar Morgunblaðiðsagði frá því á laugardaginn að Evrópski fjárfest- ingarbankinn hefði neitað að ganga frá láni til Orkuveitu Reykjavíkur vegna óvissu í íslenzku efna- hagslífi. Þetta hefur í för með sér að Hverahlíðarvirkjun frestast. Þar með dregur úr framkvæmdum og það eykur óvissu um uppbyggingu álvers Norðuráls í Helguvík. Þetta er eitt dæmi um þau áhrif, sem efnahagserfiðleikar og laskað lánstraust Íslands hefur; endurreisninni seinkar vegna þess að ekki fæst nauð- synlegt lánsfé til fram- kvæmda. Guðlaugur Gylfi Sverrisson, stjórnarformaður OR, og Sig- rún Elsa Smáradóttir, stjórn- armaður í fyrirtækinu, segja að OR sé á athugunarlista hjá Evrópska fjárfestingarbank- anum vegna almennrar óvissu í efnahagsmálum á Íslandi, fremur en vegna erfiðleika fyr- irtækisins sem slíks. Auðvitað hlýtur staða Orkuveitunnar þó að spila inn í. Sigrún Elsa segir að af hálfu bankans hafi bæði verið spurt hvernig endurreisn bankanna gangi og hvort Ísland hyggist sækja um aðild að Evrópusamband- inu. Nauðsynlegt sé að taka slík skref sem alþjóða- samfélagið skilji, þ.e. að ljúka endurreisn fjár- málakerfisins og sækja um ESB-aðild, til að umheimurinn fái aftur trú á íslenzku sam- félagi. Þetta er rétt, svo langt sem það nær. Nú stefnir í að sam- komulag sé að nást við erlenda kröfuhafa um að gerast óbeinir hluthafar í Nýja Kaupþingi og Íslandsbanka. Þar með er von- andi búið að tengja saman hagsmuni íslenzka bankakerf- isins og hins alþjóðlega fjár- málakerfis. Það ætti að stuðla að greiðari aðgangi að lánsfé. Aðildarumsóknin að ESB ein og sér leysir engan vanda. Hún gefur umheiminum hins vegar til kynna hvaða efna- hags- og peningamálastefnu Ísland hyggist fylgja. Land, sem stefnir að því að taka upp evruna, verður að fylgja ströngu aðhaldi í ríkisfjár- málum og róa að því öllum ár- um að ná niður vöxtum og verðbólgu. Trúverðugleiki hagstjórnarinnar skiptir meg- inmáli gagnvart erlendum fjárfestum og lánveitendum. Trúverðugleiki hagstjórnarinnar skiptir meginmáli} Laskað lánstraust Þ að er notalegt að heyra tifið í ritvél- inni – eða kallast það glamur? Takk fyrir ritvélina, tengdamamma! Einhvern veginn verða skrifin raunverulegri þegar blekið klessist á pappírinn – með látum. Verst er þegar skrifin fara framhjá öllum, er laumað á pappírinn án þess að nokkur taki eftir, eins og stundum hefur gerst, einkum á undanförnum vikum, mánuðum, árum. Allar þessar þöglu undirskriftir. Það er allt óraunverulegt við þau spor sem við stöndum í, allt nema glamrið í ritvélinni. Talað er um skuldbindingar upp á 500 milljarða fyrir örfáar hræður á norðurhjaranum, sem á eflaust eftir að fara fækkandi á næstu árum. Þessir milljarðar eru engir smámunir; allt heilbrigð- iskerfið kostar rúma 100 milljarða á ári og menntakerfið annað eins. Þá erum við rétt byrj- uð að skrapa saman fyrir vöxtunum. Er mönnum alvara? Og við fáum ekki að leita réttar okkar. Erum föst í at- burðarás í anda Kafka, sem hafði þó ekki hugarflug í að láta heila þjóð lenda í sporum Jósefs K. Þess er krafist að þjóðin beri ábyrgð á glæp sem hún kannast ekki við að hafa fram- ið. Og til þess að bæta gráu ofan á svart, er þjóðinni gert að axla enn meiri skuldbindingar, en Evrópureglur kveða á um að sé lágmarksábyrgð innstæðutryggingasjóðsins. „Þetta er falskur víxill,“ sagði Kristján Karlsson skáld þegar ég bar þetta undir hann, „og þjóðin er ábekingur án þess að hún sé spurð.“ Það stendur ekki til að spyrja þjóðina um þetta, frekar en annað. Þetta eru svimandi háar skuldbindingar sem ógna byggð í landinu, en nei, spyrjum ekki. Eftir því var tekið þegar Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, sagðist ekki hafa nennt að hafa þessa samninga hangandi yf- ir sér lengur. Nú virðist sagan endurtaka sig í fjárlaganefnd, ef marka má orð Björns Vals Gíslasonar, varaformanns nefndarinnar og þingmanns Vinstri grænna. Hann sagði í frétt- um Sjónvarps í fyrrakvöld: „Einhvern tíma verður þessu að linna. Það verður að klára málin. Það er ekki hægt að hanga yfir þessu endalaust.“ Samningnum verður ekki breytt, var haft eft- ir honum, en það er „lítið mál“ að breyta grein- argerðinni eða nefndarálitinu. Kannski það eigi að friða þjóðina? En vonandi friðar það ekki þingmenn Vinstri grænna, sem börðust gegn þessum afarkostum í upphafi, eða þing- menn Samfylkingarinnar, sem áttu þátt í að ná fram viðmið- unum í október – viðmiðum sem hefðu átt að vera upplegg samningaviðræðnanna. Þjóðin stendur fyrir utan atburðarásina. Og það heyrist aðeins glamrið í ritvélinni. „Pabbi, hvenær ferð þú að sofa?“ kallar sonurinn, fimm ára í desember. „Það heyrist alltaf þetta hljóð!“ – Á ég að hætta því? „Já.“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Þöglu undirskriftirnar Sjómenn glepjist ekki af græðginni FRÉTTASKÝRING Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is S jómenn á Vestfjörðum hafa áhyggjur af því, að reglur um strandveiðar bjóði heim hættunni á að sjósókn síðari hluta sum- ars verði hugsanlega stunduð meira af kappi en forsjá. Lög um strand- veiðar tóku gildi í fyrra mánuði og hófust í kringum sl. mánaðamót. Reglurnar kveða á um að sækja megi sjóinn fimm daga vikunnar, það er frá sunnudegi til fimmtudags, og þessa daga mega menn aldrei koma með að landi meira en 800 kg. Skv. reglunum skiptist landið upp í fjögur veiðisvæði. Svæði A nær frá Arnarstapa á Snæfellsnesi að Skagafirði. Á þessu svæði er smá- bátaútgerð stunduð af kappi, enda þótt aldan sé oft á tíðum æði kröpp. Allra veðra von Sjómenn benda á að á úthallandi sumri sé á stundum allra veðra von við norðan- og vestanvert landið. Telja þeir því eðlilegt að reglurnar séu rýmri en nú er raunin, þannig að þeir geti sótt sjóinn á þeim tíma þeg- ar veðrið er best og blíðast. Að öðr- um kosti kunni einhverjir að taka óþarfa áhættu við sjósókn vegna veðurs. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á mánudag hefur útköllum sjóbjörgunarsveita Slysavarna- félagsins Landsbjargar fjölgað mjög að undanförnu. Þar á bæ rekja menn það beint til strandveiðanna, en Fiskistofa hefur gefið út strand- veiðileyfi til alls um 400 báta. Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, segir að eftir strandveiðar sumarsins verði full ástæða til að fara yfir mál- in og hugsanlega endurskoða reglur, svo sem um sóknartíma þannig að menn geti sótt sjóinn þegar best læt- ur. Sömuleiðis sé ástæða til að skylda alla strandveiðimenn til að sækja námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Þegar bátum, sem ekki hefur verið róið á í langan tíma, er ýtt úr vör megi alltaf reikna með óhöppum – hvað þá þegar á sjó flykkjast menn sem hugsanlega hafa verið í hópi landkrabba um langa hríð. Undir þetta tekur Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann segir fjölda útkalla sjóbjörgunarsveita að und- anförnu um margt eðlilegan og talar í því sambandi um byrjunarörð- ugleika. Í fyllingu tímans megi reikna með að menn læri að stíga ölduna og þá eigi veiðarnar að geta gengið vandkvæðalítið fyrir sig. Sókn eftir vindi Birkir Einarsson á Ísafirði er for- maður smábátafélagsins Eldingar á Vestfjörðum. Hann segir að ill- mögulegt sé að vísa alfarið til reglna í þessu efni. Mestu skipti að sjómenn sýni aðgæslu og heilbrigða skynsemi og hagi sókninni eftir því hvernig vindur blæs hverju sinni. „Þótt menn megi fiska, mega þeir ekki láta glepjast af veiðigleðinni, jafnvel þótt gaman sé þegar vel veiðist. Græðgin varð okkur Íslendingum dýrkeypt eins og nýlega dæmi sanna og af því eiga menn að draga sinn lærdóm, í sjósókn sem öðru efni,“ segir Birkir. Morgunblaðið / Rax Strandveiðar Fallegt þegar vel veiðist, er stundum sagt. Kapp er hins vegar best með forsjá, ekki síst þegar allra veðra er von. Sjómenn óttast að hætta fylgi strandveiðum í sumarlok, þegar veðrátta fer að breytast. Mikil- vægt er að læra af reynslunni og sýna skynsemi við sóknina, segja viðmælendur blaðsins. „TÍÐARFAR breytist oft fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ seg- ir Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur hjá Veðurvaktinni. „Strax í byrjun ágúst fara lægðir að verða ágengari við landið sem fylgir meiri vindur og krappari alda. Í þessu er samt engin föst regla frek- ar en öðru í duttlungafullri veðr- áttu og veðurfari. Á Vestfjörðum getur norðaustanátt verið afar hvimleið standi hún í einhverja daga, við slíkar aðstæður verður alltaf nokkur sjógangur og leið- inleg bræla sem rífur í þessa allra smæstu báta. Á stundum geta veður og sjólag líka verið með miklum ágætum langt fram eftir hausti en í annan tíma er tíðin rysjóttari. Í sumar hefur þó viðrað vel til sjó- sóknar á nánast öllum miðum við landið og afar fáir dagar fallið út – ef þá þá nokkrir.“ ÁGENGARA Í ÁGÚST ››

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.