Morgunblaðið - 20.07.2009, Qupperneq 16
16 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
ÞAÐ er ekki oft
sem stjórnmálamönn-
um er hampað fyrir
góða hluti, sér-
staklega ekki núna
síðustu misserin.
Ástandið í þjóðfélag-
inu virðist vera komið
á það stig að upp-
hrópanir og niðrandi
ummæli, án sýnilegs
tilgangs, virðast
ganga fyrir mál-
efnalegri umræðu. Í umræðum um
kaup Reykjanesbæjar á auðlindum
í eigu HS Orku hefur aðalatriðið að
mínu mati fallið í skuggann af for-
dómum og upphlaupum byggðum á
misskilningi. Á íbúafundi sem hald-
inn var á mánudagskvöldið var far-
ið vel yfir málið og þar birtist önn-
ur mynd en greina hefur mátt í
fjölmiðlum.
Staðreynd málsins er sú að
Reykjanesbær á einungis um þriðj-
ungshlut í HS Orku.
Með því að kaupa auðlindirnar út
úr fyrirtækinu og semja um að fyr-
irtækið greiði fyrir þær leigugjald
er bærinn hins vegar að tryggja að
þær skapi bæjarbúum arð um
ókomna tíð. Ekki bara þegar vel
gengur heldur á meðan þær eru
nýttar. Þannig er það tryggt að
auðlindirnar munu ávallt verða
virkjaðar í okkar þágu, en jafn-
framt að ekki verður braskað með
þær, auðlindirnar veðsettar fyrir
áhættufjárfestingum eða seldar til
óviðkomandi aðila.
HS Orka mun vissulega halda
áfram að virkja þær, en við íbúar
Reykjanesbæjar munum njóta þess
með beinum hætti í formi leigu-
gjaldsins, og einnig óbeinum hætti
því rafmagnsfram-
leiðsla er jú forsenda
þess að atvinnulífið
blómstri. Ekki síst
með tilkomu álvers í
Helguvík.
Nokkuð hefur verið
rætt um þann hluta
þessara auðlinda sem
er í lögsögu Grindavík-
urbæjar. Á fundinum
kom það skýrt fram að
standi vilji Grindvík-
inga til þess að kaupa
auðlindir á sínu svæði
er Reykjanesbær boðinn og búinn
að ganga til slíkra samninga. Einn-
ig kom fram að ítrekað hefur verið
reynt að fá Grindvíkinga til samn-
inga við HS Orku um þetta mál.
Ótti þeirra við eignarhald Reykja-
nesbæjar er því ástæðulaus.
Það er hins vegar full ástæða til
þess að hrósa bæjarfulltrúum
Reykjanesbæjar fyrir þá framsýni
sem þeir sýna með þessum samn-
ingum sem nú eru til umræðu.
Bæði hvað varðar kaupin á auðlind-
unum sem og að ná svo góðum
samningum um kaup á gömlu góðu
hitaveitunni, HS Veitum, og háu
verði fyrir hlutinn í HS Orku.
Okkar auðlindir
í okkar þágu
Eftir Sigurgest
Guðlaugsson
Sigurgestur
Guðlaugsson
» Þannig er það tryggt
að auðlindirnar
verða virkjaðar í okkar
þágu, ekki verður
braskað með þær, né
veðsettar fyrir áhættu-
fjárfestingum eða seld-
ar.
Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ og
stjórnarmaður í HS Orku.
ÞVÍ OFTAR sem ég
les Icesave-samning-
inn því meir býður
mér við honum. Því
oftar sem ég heyri
Steingrím J. Sigfússon
og Jóhönnu Sigurð-
ardóttur verja samn-
inginn með hreinum og
beinum ósannindum
því tortryggnari verð
ég og sannfærðari um
að þetta mál snúist ekki bara um
það að við „eigum að standa við
skuldbindingar okkar“ heldur að
það hljóti eitthvað annað og meira
að búa þarna að baki. Það sem fyllir
mig grunsemdum er í fyrsta lagi að
ekki átti að opinbera samninginn og
jafnvel láta þingmenn greiða at-
kvæði um hann án þess að fá að lesa
hann.
Í öðru lagi þá eru ennþá einhver
gögn sem enginn má sjá nema þing-
menn og þá í lokuðu herbergi. Af
hverju er það? Það mætti halda að
þetta væri lokað útboð! Er rík-
isstjórnin hrædd um að samkeppn-
isaðilar komist í gögnin og bjóði
betri kjör?
Í þriðja lagi þá er það samning-
urinn sjálfur. Í honum eru tvær
greinar sem ég kalla landráðagrein-
arnar. Þetta er grein 15 og grein
16.3. Svona samning samþykkir
ekki nema vanhæf og geggjuð rík-
isstjórn. Er nema von að Bretar og
Hollendingar hafi sett inn í samn-
inginn að eftir að Alþingi samþykki
hann þá sé hann löglegur og geti
ekki eftir það orðið ólöglegur (grein
6.5.4 og 14.1). Það má hæglega túlka
þessar greinar þannig að þótt það
komi í ljós að öll rík-
isstjórnin hafi verið á
sýrutrippi og þar með
vanhæf og næsta rík-
isstjórn setji lög sem
ógildi samninginn þá
sé hann samt löglegur!
Ef hæstiréttur dæmir
samninginn ólöglegan
þá er hann samt lög-
legur!
Þá kem ég að grein
15. Steingrímur J. hef-
ur ítrekað farið með
þau ósannindi í fjöl-
miðlum að grein 15 sé flóttaleið fyr-
ir Ísland ef allt fari á versta veg.
Þetta er ósatt! Í grein 15 segir frá
því að Ísland geti beðið um endur-
upptöku samningsins vegna þess að
það hafi komið í ljós að landið rísi
ekki undir skuldbindingum. En það
er AGS sem metur hvort þetta er
rétt og ef AGS metur það svo að Ís-
land reikni vitlaust og AGS telji að
við getum þrátt fyrir allt staðið und-
ir samningnum þá þurfa Bretar og
Hollendingar bara ekkert að koma
að aftur samningaborðinu með okk-
ur. Þannig geta Bretar og Hollend-
ingar einfaldlega notað sína menn í
stjórn AGS til þess að saka okkur
um að reyna að koma okkur undan
samningnum.
Hvað gerist þá? Jú, það má gjald-
fella samninginn þrátt fyrir að við
teljum allar forsendur fyrir endur-
upptöku. Og þetta kallar Stein-
grímur J. flóttaleið. Þegar samning-
urinn er gjaldfelldur tekur grein
16.3 gildi, grein sem ber yfirskrift-
ina „Afsal fullveldis friðhelgi“ (e.
Waiver of sovereign immunity). Þar
stendur skýru letri að ef ekki er
borgað þá eru allar eignir Íslands
að veði í hvaða „lögsögu“ sem er (e.
jurisdiction) og „burt séð frá í hvaða
tilgangi sú eign eða eignir eru not-
aðar eða ætluð not“ (e. regardless of
its or their use or intended use).
Svona ákvæði segja viðskiptaráð-
herra og fjármálaráðherra vera
„standard“ í samningum á milli
þjóða. Þeir hafa þó ekki bent á
neina samninga eða hvar þá sé að
finna til að sannreyna það. Var
svona ákvæði í lánasamningunum
sem við gerðum við Norðmenn um
daginn?
Gott og vel. Hvað þarf að gera til
þess að menn sætti sig við þennan
samning? Að mínu mati að breyta
grein 15 þannig að Ísland geti á eig-
in spýtur krafist endurupptöku hve-
nær sem er en það sé ekki AGS sem
ákveði hvort tilefni sé til. Grein 16.3
verður að falla út alveg eins og hún
leggur sig. Og það að ekki einu sinni
Guð almáttugur geti dæmt samn-
inginn ólöglegan komi slík staða upp
er algjörlega óásættanlegt.
Eftir stendur þá skjalfestur ein-
lægur vilji þjóðar að bæta fyrir mis-
gjörðir sem hún á engan þátt í en
hefur verið kúguð til að taka á sig.
Þessi samningur má ekki fara
óbreyttur í gegnum þingið. Gerist
það er aðeins eitt orð til yfir þá sem
að því standa.
Vanhæf og geggjuð
ríkisstjórn?
Eftir Helga
Helgason » Það eru einhver
óhugnanleg öfl að
verki á Íslandi sem ætla
sér að koma þessum
samningi í gegn.
Helgi Helgason
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
á sæti í framkvæmdastjórn Frjáls-
lynda flokksins.
Í SAMNINGAVIÐRÆÐUM um Ice-
save-reikningana má segja að Svavar
Gestsson hafi fyrir hönd íslenskra
stjórnvalda tekið
að sér það sögu-
lega hlutverk að
vera „sómi Ís-
lands, sverð og
skjöldur“. Þegar
ég skoða samn-
ingsdrögin eða
lýsingar á þeim
verð ég að við-
urkenna að sómi
Íslands kemur
þar vel fram, en
hvar er sverðið og skjöldurinn? Í við-
tölum Svavars við fjölmiðla hefur
komið fram að gríðarmiklir
hagsmunir Efnahagsbandalags
Evrópu hafi verið í húfi, þ.e. skulda-
tryggingar innan bandalagsins. Skilja
má á honum að þeir miklu hagsmunir
hafi valdið því að ekki hafi annað
komið til greina en að Íslendingar
sem þjóð ábyrgðust
skuldir gjaldþrota bankakerfis við
innistæðueigendur á ESB-svæðinu.
En nú langar mig að spyrja: Ef
hagsmunir Efnahagsbandalagsins
voru svona gríðarmiklir, hvers vegna
náðust þá ekki betri samningar? Ef
það hefði komið ESB mjög illa að við
hefðum neitað að borga og skulda-
tryggingakerfi þeirra verið í stór-
hættu, hvers vegna borga þeir ekkert
fyrir að losna úr þeirri stórhættu?
Hvers vegna borgum við allar þeirra
kröfur alveg upp í topp, en þeir borga
ekki krónu fyrir að losna úr klípu sem
þeir sjálfir lýsa sem stórhættu?
Hvers vegna stóðum við ekki fast á
því sanngirnistilboði að kröfuhafar
fengju eignir bankanna í viðkomandi
löndum og ekki krónu meira? Eru ís-
lensk stjórnvöld að binda okkur
skuldaklafa til langrar framtíðar
vegna þegnskapar við yfirþjóðlegt
batterí sem við erum ekki einu sinni
hluti af og sem kemur fram við okkur
eins og hrokafullir lénsherrar á mið-
öldum?
Væri ekki nær að íslenska rík-
isstjórnin sýndi framtíð sinnar eigin
þjóðar þann þegnskap að ná sann-
gjörnum samningum við þessa út-
lendu herra? Ég skora á hana að
senda Svavar út í aðra samningalotu
og hún má mín vegna lofa honum
myndastyttu fyrir framan stjórn-
arráðið, heimkomnum með samning á
þeim nótum sem lýst var hér á undan!
Ég gæti trúað að þjóðinni þætti það
vel bærileg tilhugsun, ef hún verður
leyst undan þeirri ánauð sem nú blas-
ir við.
HREIÐAR ÞÓR
SÆMUNDSSON
kaupmaður.
Sómi ESB eða Íslands?
Frá Hreiðari Þór Sæmundssyni:
Hreiðar Þór
Sæmundsson
BRÉF TIL BLAÐSINS
Næstu vikur gefst
tækifæri fyrir Lands-
virkjun, eign þjóð-
arinnar, til að laga sig
að áhrifum hlýnandi
veðurfars og aukins
vatnsrennslis á
vatnsbúskap Kára-
hnjúkavirkjunar þannig
að sátt náist um síðasta
hluta hennar, Hraun-
aveitu. Sú veita er aust-
an við Snæfell og Jökulsá í Fljótsdal.
Kelduárlón, sem þar er að myndast, á
að rúma 60 gígalítra sem samsvarar
3,5% af heildarvatnsmagni í miðlun
Kárahnjúkavirkjunar. Til þess að átta
sig á málinu verður að líta forsögu
þess. Í áætlunum um Kára-
hnjúkavirkjun var fyrst gert ráð fyrir
að 75% vatns kæmi frá Jökulsá á Dal
og 25% frá Jökulsá í Fljótsdal og
Hraunavirkjun. Til miðlunar yrði not-
að 1.500 gígalítra rými Hálslóns og
500 gl rými Eyjabakkalóns og hlut-
föllin í því efni hin sömu og í rennslinu,
75% á móti 25%. Alls yrði miðl-
unarrými þessara tveggja lóna 2.000
gl. Vegna andstöðu við drekkingu
Eyjabakka var farin sú leið að stækka
Hálslón upp í 2.100 gl, græða 100 gl og
nota Hálslón í stað lónanna tveggja. Í
þessu fólst viðurkenning á því að í
samtengdu jarðgangakerfi virkjunar-
innar skipti ekki máli hvaðan miðlað
væri vatni.
Þetta er höfuðatriði í málinu því að í
rökræðum um það hafa talsmenn
Landsvirkjunar hamrað á tölunum
75% á móti 25%. Forsendur virkj-
unarinnar byggðust á rennslismæl-
ingum á kuldatímabilum síðustu ára-
tuga liðinnar aldar. Síðustu ár hefur
hins vegar gengið í garð hlýindaskeið
sem vísindamenn heimsins eru sam-
mála um að muni frekar
færast í aukana en hitt
og kuldaskeið ekki í
augsýn. Þetta hefur
komið glöggt fram í
rennsli í Hálslón. Í
fyrrasumar var það svo
mikið að yfirfallsfoss
Kárahnjúkastíflu buldi í
gljúfrinu fyrir neðan
stífluna af þvílíku afli frá
ágúst til október að nú
er verið að reisa ófyr-
irséða 20 metra háa við-
bótarstíflu fyrir norðan
aðalstífluna til að búa til tjörn svo að
fossinn grafi ekki undan gljúfurbörm-
unum og umturni öllu neðan stífl-
unnar. Þetta aukna vatnsmagn nýtist
að vísu ekki en hitt varðar meiru, að
vetur leggst að jafnaði seinna að en
áður og það vorar fyrr. Hlákukaflar
að vetrum eru meiri svo og úrkoma.
Þótt aðeins væri um að ræða viku vor
og haust breytir það forsendunum
fyrir Hraunaveitu. Landsvirkjun hef-
ur viðurkennt þetta með því að hætta
við að virkja tvær austustu smáárnar í
Hraunaveitu og hefði jafnvel hugs-
anlega sleppt veitunni allri ef brugðist
hefði verið fyrr við hinum breyttu for-
sendum. Nú bregður hins vegar svo
við að Landsvirkjun virðist ekki ætla
að draga sömu ályktun af breyttum
forsendum varðandi Kelduárlón og
hætta við að láta það fara í fulla hæð,
669 metra yfir sjó. Þetta skiptir máli
varðandi svonefnt Folavatn, falleg-
asta og sérstæðasta vatnið á hálend-
inu austan Snæfells, sem er í 664
metra hæð yfir sjó. Ekki er botnrás á
Kelduárstíflu og í miklum haust-
flóðum anna jarðgöng veitunnar ekki
öllu viðbótarvatni sem berst í lónið.
Hins vegar væri hægt að lækka yf-
irfallið á hinni 27 metra háu stíflu um
6 metra að hluta til og tryggja þannig
að hinu tæra Folavatni, með grónum
bökkum sínum, nesjum og hólmum,
verði ekki drekkt í aurugu vatni
Kelduárlóns. Ég vísa til mynda og
pistla, sem ég hef birt á bloggsíðu
minni. Í mati á umhverfisáhrifum er
Folavatn talið hafa mikið verndargildi
vegna sérstæðs lífríkis í og við vatnið.
Þetta telst einstætt á heimsvísu í svo
mikilli hæði og nálægð við jökul. Um-
hverfi vatnsins, með Snæfell gnæf-
andi yfir það í vestri og Eyjabakka-
jökul í suðri, er mjög fagurt. Fjallað
var nýlega um þetta mál stuttlega í
seinni fréttum Sjónvarpsins. Ég hef
haft samband við stjórnarmenn í
Landsvirkjun og sérfræðinga innan
hennar, einnig við umhverfisráðherra
og náttúruverndarfólk. En svo virðist
sem tími sumarleyfanna að við-
bættum stórmálunum Icesave og
ESB geri það að verkum að engin
hreyfing er á því. Síðastliðinn vetur
skilst mér að leiða hafi þurft rafmagn
að austan til að bæta upp missi Sult-
artangavirkjunar. Engin vatnsmiðlun
var komin frá Kelduárveitu. Samt
nægði Hálslón eitt til miðlunar. Ég bið
aðeins um að í stað þess að fara með
Kelduárlón upp í 669 metra verði 663
metrar látnir nægja. Hluti pening-
anna sem spöruðust við það að leggja
af virkjun austustu smáánna verði
notaður til að gera sex metra djúpt
skarð í yfirfall Kelduárstíflu. Eða að
reiknað verði út hvort hægt sé að
leysa dæmið með því að hafa lónið í
662 eða 661 metra hæð til að hafa borð
fyrir báru í miklum haustflóðum. Með
því að þyrma Folavatni næst mála-
miðlun. Virkjanamenn geta dáðst að
mannvirkjum og Kelduárlóni og þjóð-
in haldið sínu einstæða Folavatni. Ég
giska á að tillaga mín myndi leiða til
þess að miðlun Kelduárlóns yrði 20
gígalítrar í stað 60. Mismunurinn er
40 gígalítrar, eða sem svarar 2% af
heildinni. Hið aukna vatnsmagn
vegna hlýnandi veðurfars er miklu
meira en það. Full hæð Kelduárlóns
skapar ekkert kílóvatt og ekkert starf.
Lægra yfirfall myndi gefa lengur vatn
á fossaröð Kelduár. Eyðilegging Fola-
vatns og óþarft umhverfisslys vofir yf-
ir. Ég geri þá kröfu til nýrrar stjórnar
Landsvirkjunar að hún fjalli um það í
ljósi allra gagna og sjónarmiða. Halló
! Er enginn þarna úti?! Er öllum orðið
sama um allt?
Halló! Er enginn þarna úti?
Er öllum sama um allt?
Eftir Ómar Ragn-
arsson » Í stað 1.500 gl Háls-
lóns og 500 gl Eyja-
bakkalóns kom 2.100 gl
Hálslón. 40 gl efsta
hluta Kelduárlóns eru
því óþarfir vegna hlýn-
unar og aukins rennslis.
Ómar Ragnarsson
Höfundur vinnur að kvikmynd um
þetta mál og er formaður Íslands-
hreyfingarinnar.