Morgunblaðið - 20.07.2009, Síða 19
um þér einnig fyrir allan fróðleikinn
og sögurnar sem þú miðlaðir til
okkar, en þær munum við varðveita
alla ævi.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd.
Í nýjum heimi æ þér vörður vísi
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum Guð að geyma,
þín göfga minning okkur heilög er.
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir.)
Elsku Sunna, við kveðjum þig
með bros í hjarta.
Bergþóra og Einar Bjarni
Halldórsbörn.
Sunna var gift Jóni Atla, móð-
urbróður mínum. Þau eru samofin
bernsku og æsku okkar systkin-
anna, órjúfanlegur hluti þess tíma.
Í huga barnsins var yfir þeim
ákveðinn ævintýrablær. Þau gerðu
svo margt og þau virtust geta allt.
Þau ferðuðust meira um landið en
algengt var á þeim tíma. Þau reistu
sumarbústað, löngu áður en það
komst í tísku. Það var gott að koma
til þeirra í Álftahól í Grímsnesi. Þar
höfðu þau samhent búið sér sann-
kallaðan unaðsreit, enda var sum-
arbústaðurinn eins og þeirra annað
heimili. Þaðan eigum við systkinin
góðar minningar um bjarta og sól-
ríka sumardaga.
Jón Atli féll frá langt um aldur
fram, en áfram héldust traust og
góð tengsl við Sunnu. Það var ávallt
gaman að hitta hana. Hún hafði frá
mörgu að segja, enda fór hún víða
og var vinamörg.
Síðast hittumst við Sunna í maí
sl. Þá var hún orðin alvarlega veik.
En hún bar sig vel, var létt og
hress að vanda og kvartaði ekki.
Báðar vissum við, þegar við kvödd-
umst, að við myndum ekki hittast
aftur.
Við systkinin kveðjum Sunnu að
leiðarlokum, þökkum ótal samveru-
stundir og allt sem hún var okkur.
Við erum ríkari að hafa átt Sunnu
og Jón Atla í okkar nánustu fjöl-
skyldu.
Blessuð sé minning Súsönnu
Halldórsdóttur.
Dögg Pálsdóttir.
Það er með söknuði sem við
kveðjum Sunnu frænku, en jafn-
framt miklu þakklæti fyrir að hafa
átt því láni að fagna að eiga samleið
með svo heilsteyptri manneskju.
Sunna fæddist í Vestmannaeyj-
um, yngst þriggja systkina. Hin
voru Sigríður og Einar sem bæði
eru látin. Öll fluttu þau ung að ár-
um til Reykjavíkur og þar giftist
Sunna ástinni sinni honum Jóni
Atla sem var í senn listfengur og
skemmtilegur maður. Saman áttu
þau góða tíma þar til Jón Atli féll
frá langt um aldur fram. Síðar gift-
ist Sunna öðrum heiðursmanni
Hauki Gröndal. Aftur kvaddi sorgin
dyra og hún varð að sjá á eftir
Hauki allt of fljótt.
Nafnið Súsanna merkir sönn feg-
urð og sannarlega var hún frænka
falleg innan sem utan. Sérstaklega
ræktaði hún vel tengslin við Vest-
mannaeyjar og hafði unun af því að
rifja upp atburði frá uppvextinum í
Eyjum, ekki síst þátttökuna í
íþróttum með sínu kæra félagi Tý.
Sunna var vel að sér í ættfræði og
það var gaman og fróðlegt að hlusta
á hana greina af mikilli þekkingu
tengsl fólks, sérstaklega þess sem
ættir rakti til Eyja.
Sunnu varð ekki barna auðið en
svo sannarlega löðuðust börnin að
henni og hún átti alltaf eitthvað fal-
legt og uppbyggilegt við þau að
segja. Það var einstaklega ánægju-
legt að Sunna skyldi ná að fagna
áttræðisafmælinu nú í vor á fal-
legum sólardegi, umvafin sínum
nánustu vinum og fjölskyldu. Á tím-
um mikilla hræringa á Íslandi er
kannski eðlilegt að spyrja hvaða
mannkostir prýða ærlegan Íslend-
ing. Sunna hafði þá kosti sem skip-
uðu henni í fyrsta flokk, og reisn
hennar og andlegur styrkur þegar
kom að kveðjustund lét örugglega
engan ósnortinn.
Við þökkum fyrir samferðina,
skemmtilegheitin og traustið.
Esther og Halldór.
Sunna bar nafn með rentu, því
birta og ylur fylgdu henni hvar
sem hún kom. Minningar um frá-
bæra frænku hrannast upp eins og
þéttskrifaðar blaðsíður í endalausri
ævintýrabók. Minningar frá því ég
var barn að ferðast með þeim Atla
á gamla góða jeppanum, með
heimasmíðaðan húsvagn í eftir-
dragi, sem var sögusvið margra
skemmtilegra atvika og jafnvel
urðu til söngvar um skondna at-
burði.
Við Álftavatn var óþrjótandi
jarðvegur fyrir uppátæki og leiki,
þar sem ég fékk að skottast um að
vild, þó undir öruggri umhyggju
Sunnu. Ég naut þess ávallt að
dvelja hjá þeim, og eflaust hafa
þau ofdekrað mig, en stelpuhnokka
úr stórum systkinahópi fannst það
bara gott mál. Sunna var afar
heppin með mennina tvo í lífi sínu,
fyrst Atla, sem var uppátækjasam-
ur og skemmtilega stríðinn þús-
undþjalasmiður, og síðar Hauk,
sjentilmann fram í fingurgóma,
sem hafði lag á að láta fólki líða vel
í návist sinni. Þannig er enn í
fersku minni matarveisla á Mel-
haganum fyrir þrjátíu árum, þar
sem kostir gestgjafanna Sunnu og
Hauks nutu sín til fullnustu.
Hún frænka mín var glæsileg
kona, glettin og góð, og féll ávallt
vel inn í hópinn, sama hvar aldurs-
bilið lá. Það var auðvelt að spjalla
við hana, jafnt um pólitík sem
praktísk mál, og stutt var í húm-
orinn sem kryddaði samræðurnar
glettilega oft. Hún var ættfróð með
afbrigðum, og sagði margar
skemmtilegar sögur því tengdar.
Hún var stemningsmanneskja eins
og pabbi, og fjölskylduboðin urðu
töfrandi stundir þegar hún mætti,
ávallt fallega klædd og létt í lund.
Hún var ótrúlega dugleg og já-
kvæð þrátt fyrir að sjúkdómurinn
sem hrjáði hana tæki sinn toll síð-
ustu mánuðina, og fór allra sinna
ferða þar til nokkrum vikum fyrir
andlát sitt. Hún naut ómetanlegrar
hjálpar Laugu hans Ödda frænda,
sem jók lífsgæði hennar til muna.
Sunna yfirgaf heimili sitt í hinsta
sinn 18. maí sl., degi fyrir áttræð-
isafmæli sitt, jafn reisnarlega og
hún hafði lifað. Hún vildi ganga nið-
ur stigann með aðstoð, en ekki vera
borin á sjúkrabörum.
Andrúmsloftið var tilfinninga-
þrungið þegar hún bankaði upp á
hjá Eyrúnu vinkonu sinni og ná-
granna til 50 ára til að kveðja. Leið-
in lá á líknardeild LSH í Kópavogi,
og þar, í fallegu sumarveðri, var af-
mælisveisla hennar haldin, sem var
gleðileg stund og hún naut vel.
Síðustu vikurnar dvaldi hún svo á
líknardeild LSH Landakoti, þar
sem einstaklega vel var hugsað um
hana. Þegar kallið kom kvaddi
Sunna frænka þetta líf, á sinn já-
kvæða hátt, sátt við guð og menn.
Takk fyrir allt og allt.
Ingibjörg Einarsdóttir.
Hún fæddist á hvítasunnu, þá var
vor í Eyjum og allt að lifna af vetr-
ardvala. Nú kveður hún þetta jarð-
líf, þegar sumarið skartar sínum
fegursta skrúða. Hún var alltaf
kölluð Sunna. Þessi elskulega vin-
kona sem við kveðjum í dag hefur
átt samleið með okkur allt frá barn-
æsku. Við vinkonurnar vissum að
hún var að heyja sína síðustu bar-
áttu við illvígan sjúkdóm, sem sigr-
aði að lokum. Veikindum sínum tók
hún með einstöku æðruleysi, kvart-
aði aldrei.
Á kveðjustund leitar hugurinn
heim til Eyja þar sem við ólumst
upp. Vinahópurinn var stór og þá
var alltaf líf í tuskunum. Við stofn-
uðum klúbb sem lifir góðu lífi enn í
dag hér í Reykjavík, þótt við köllum
hann saumaklúbb er þar aldrei
þrædd nál. Við fórum í kirkjukórinn
nokkrar stelpur og sungum þar við
hverja messu, héldum tónleika og
fórum upp á land í söngferðalag.
Þar var Sunna hrókur alls fagn-
aðar. Sunna æfði bæði fimleika og
handbolta og var góð íþróttakona.
Hún var glæsileg stúlka, íturvaxin
með brúnt liðað hár, geislandi bros
og glettni í augum. Sunna fór suður
í húsmæðraskóla og í Reykjavík
kynntist hún mannsefni sínu, hon-
um Jóni Atla. Þau áttu vel saman,
giftu sig og settust að í Reykjavík.
Þau ferðuðust mikið, fóru í veiði-
túra, sóttu tónleika og kynntust
skemmtilegu fólki og byggðu sér
sælureit fyrir austan fjall.
Það var alltaf gaman að hitta
Sunnu og spjalla við hana um menn
og málefni, hún var vel lesin og
skýr í hugsun. Jón Atli var bráð-
skemmtilegur karakter. Aldrei
gleymi ég fyrstu veiðiferðinni sem
við Sigurjón fórum með þeim. En
sorgin gleymir engum og Jón Atli
lést á besta aldri. Sunna giftist aft-
ur, Hauki Gröndal, nokkrum árum
seinna, það var hamingjuríkur tími
sem endaði allt of fljótt en hann lést
eftir aðeins eins árs sambúð. Nú
var Sunna búin að missa tvo menn
en hún stóð ekki ein því systk-
inabörn hennar voru henni ákaflega
hjartfólgin og reyndust henni vel.
Við í saumaklúbbnum kveðjum
nú vinkonu okkar með söknuði og
biðjum Guð að blessa minningu
hennar.
Ragnheiður Sigurðardóttir.
Það var í kringum 1959 sem
Byggingarfélag verkamanna úthlut-
aði félagsmönnum sínum nýjum
íbúðum við Stigahlíð. Sá háttur var
hafður á að það var dregið um íbúð-
irnar og dró faðir okkar íbúð á
fjórðu hæð til hægri á nr. 14. Það
var heilmikill spenningur að vita
hverjir hefðu dregist í okkar stiga-
gang og þá sérstaklega í íbúðina á
móti því alltaf hafa nú góðir grann-
ar skipt miklu máli. Það kom svo í
ljós að fólkið sem fékk íbúðina á
móti foreldrum okkar voru sóma-
hjónin Jón Atli Jónsson og hans
glæsilega og góða kona, Súsanna
Halldórsdóttir, sem nú er kvödd.
Það var ekki laust við að það færi
um móður okkar þegar í ljós kom
að þau hjónin voru barnlaus, en for-
eldrar okkar voru með fjögur börn.
En sá kvíði var sannarlega óþarfur
því aldrei fundu þau að við okkur
eða kvörtuðu yfir okkur þó að sjálf-
sagt hafi oft verið ástæða til, þar
sem fjögur börn hafa vafalítið oft
hlaupið ógætilega um ganga. Þvert
á móti voru þau okkur alltaf ein-
staklega góð.
Í stigaganginum skapaðist alveg
sérstakt samfélag vináttu og þá sér-
staklega á meðal húsfreyjanna. Þær
áttu margar góðar stundir saman
yfir kaffibollanum og mörg hin síð-
ari ár var á hverjum morgni alla
virka daga „húsfundur“ þar sem
málefni líðandi stundar voru rædd.
Vafalítið voru þarna oft leyst sam-
félagsmál líðandi stundar, miðlað af
þekkingu og skapaðar skemmtileg-
ar samverustundir. En eins og lífið
býður góðan dag, þá kveður það
einnig. Hópurinn þynntist, ein af
annarri hurfu þær, þessar merk-
iskonur, og að lokum voru þær bara
tvær eftir af frumbýlingum, Sunna
og móðir okkar. Það bar aldrei
skugga á vináttu þeirra og reyndist
Sunna móður okkar einstaklega
hjálpsöm og góð vinkona. Við vilj-
um að leiðarlokum þakka Sunnu
samfylgdina í þessi bráðum 50 ár
og erum forsjóninni innilega þakk-
lát fyrir að við „drógumst saman“ á
sínum tíma.
Bragi, Sigurveig, Guðrún
og Steinunn.
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
Hann Hjalti Nínu
er fallinn frá.
Við fjölskyldan
kveðjum kæran vin. Hjalti hefur
verið stór þáttur í okkar lífi og er
einn af fáum sem við hjónin þekkt-
um bæði er við kynntumst. Við
vorum og erum öll skátar.
Hjalti hafði sterkar skoðanir á
öllu og var oft mikið talað og
skipst á skoðunum, hvort sem það
var þjóðmál, skátamál eða heilsa
og matarræði. Við vorum ekki allt-
af sammála en það var aldrei leið-
inlegt þar sem Hjalti var, hann var
með skemmtilegri mönnum.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Hjalta okkar frábæru ferð saman.
Hann var alltaf klettur í orðsins
fyllstu merkingu, hvort heldur var
í veikindum Helga eða samskipt-
um við okkur hin. Dísu og fjöl-
skyldu sendum við samúðarkveðju.
Helgi, Vilborg, Elsí Rós og
Sverre Valtýr.
Fallinn er frá vinur og félagi
sem sárt verður saknað. Vinur
sem margir hafa t.d. kynnst í
gegnum Bifreiðaíþróttaklúbb
Reykjavíkur sl. 25 ár eða svo.
Fyrst sem keppanda í rallakstri og
nú seinni árin sem skipuleggjanda
keppna og ekki síst tengiliði kepp-
enda við klúbbinn sinn.
Ætíð var gott að eiga Hjalta að.
Hann kunni allar reglur og hefðir í
sportinu og náði hann oft að leysa
ágreiningsmál á milli áhafna, en
reglur í þessu frábæra sporti eru
margar og oft erfiðar að muna ut-
Hjalti E. Hafsteinsson
✝ Hjalti EyjólfurHafsteinsson
fæddist í Reykjavík
12. júlí 1953. Hann
lést á hjartadeild
Landspítala við
Hringbraut 6. júlí
2009.
Útför Hjalta var
gerð frá Fossvogs-
kirkju 14. júlí síðast-
liðinn.
anbókar þegar í
keppnina sjálfa er
komið. Reynslumikill
gat ljúflingurinn
Hjalti því sætt ólík
sjónarmið manna á
örskotsstundu. Við
að stunda íþrótt þar
sem líf og limir eru
lagðir undir að auki,
getur skapast mikil
spenna, þrátt fyrir að
öryggismál eins og
veltibúr, 6 punkta ör-
yggisbelti og hjálmar
séu til staðar. Og
mikinn áhuga hafi vinur okkar á
öryggismálum íþróttarinnar, bauð
sig oft fram við skoðanir á tækjum
og búnaði. Að fyrrverandi kepp-
andi komi til starfa fyrir klúbbinn
sinn er ekki sjálfgefið, en Hjalti
var einn af þeim sem voru í rallinu
af lífi og sál og lagði mikið á sig ár
hvert svo keppnir mættu yfir höf-
uð fara fram.
Við félagarnir erum ekki vissir
um að við höfum þakkað honum
nógu vel fyrir framlag hans á með-
an á okkar keppnisferli stóð, eitt-
hvað sem oft gleymist í hita og
þunga leiksins. En minning um
góðan félaga lifir. Fjölskyldu hans
og vinum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Páll Halldór Halldórsson,
Jóhannes Jóhannesson.
Hjalti, vinur og samstarfsmaður
til margra ára, er fallinn frá, fyrr
en við sættumst á.
Hjalti var stór maður í öllum
besta skilningi orðanna – hafði
gott hjartalag og góðvildina að
leiðarljósi.
Hann hafði næmt eyra fyrir
músík og það var vegna hennar
sem leiðir okkar lágu saman. Hann
var um tíma bílstjóri Þursanna og
gjarnan hafði hann skoðun á því
músíklega, sem tekið var mark á
því hann kunni að hlusta með eyr-
anu þunna.
Margar ánægjustundir áttum
við á ferðalögum eða þegar hann
ók okkur til og frá flughöfninni í
Keflavík, þá var létt yfir okkar
manni og hann kunni; minnugur
og frásagnafús, að rifja upp
skemmtilegar samverustundir.
Fyrir fáeinum árum kom hann
fram með hljómsveitinni og lék þá
á gamla vindmaskínu úr leikhús-
inu, í laginu um Sæmund Klem-
ensson, þetta gerði Hjalti af mikilli
natni, hárréttri innkomu og lét
fylgja ábúðamikið látbragð meist-
ara vindsins.
Líkt og segir í grafskrift um
Sæmund – þá barðist Hjalti kröft-
ugt undir merkjum réttlætis og
sanngirni.
Að leiðarlokum kveðjum við góð-
an vin og sendum aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. Þursanna
Egill.
Við Hjalti könnuðumst við and-
litið hvor á öðrum, höfðum rekist
saman einhvers staðar, en við
kynntumst fyrir alvöru í gegnum
akstursíþróttir.
Þegar ég tók að mér keppn-
isstjórn alþjóðarallsins fyrir tæp-
um tuttugu árum, þurfti að gefa út
sérstakar keppnisreglur fyrir það.
Þekking Hjalta á regluverki akst-
ursíþrótta var mikil og því rökrétt
að ég leitaði til hans. Við settumst
því niður síðla árs 1990, lásum al-
þjóðlegar reglur um rallkeppnir,
akstursíþróttir almennt og skoð-
uðum síðan sérreglur fjölda
keppna sem okkur áskotnuðust. Út
úr þessu bjuggum við til okkar út-
gáfu af reglunum, sem voru lítið
breyttar þar til fyrir þremur ár-
um, er ákveðið var að breyta til
samræmis við aðrar alþjóðakeppn-
ir. Í framhaldi af þessu yfirfærð-
um við og aðlöguðum reglurnar til
notkunar í torfærukeppnum.
Þekking hans náði ekki aðeins
til reglna heldur hafði hann yf-
irgripsmikla þekkingu á flestum ef
ekki öllum tegundum aksturs-
íþrótta, þó honum þætti misgaman
að þeim.
Upplýsingar hans um ökuleiðir,
tíma að aka milli staða á landinu
var slíkur að ekki þurfti kort til að
setja niður fyrir sig fyrstu skipu-
lagningu leiða í keppni. Eitt besta
dæmið um þetta er að fyrir um tíu
árum ræddum við um akstur forn-
bíla umhverfis Ísland. Yfir kaffi-
bolla kom upp hugmynd að dag-
leiðum og ökuleiðum innan hvers
dags. Síðastliðið haust varð þessi
akstur að veruleika, í nokkuð
óbreyttri mynd frá upphaflegu til-
lögunni.
Ófá símtöl áttum við saman þar
sem rætt var um lífið, tilveruna,
pólitík og auðvitað bíladellu, í einni
eða annarri mynd.
Hann var tengiliður keppenda í
alþjóðarallinu á Íslandi frá 1992 og
leysti vandamál keppenda sem og
keppnisstjórnar af alúð og sam-
visku. Þegar keppnislið breska
hersins í rallakstri kom hingað
fyrst til keppni í alþjóðarallinu fór
Hjalti á rútu og sótti það á Kefla-
víkurvöll og skilaði aftur að keppni
lokinni. Þetta hefur svo endurtekið
sig með einum eða öðrum hætti
allt til nú.
Vegna alþjóðarallisins áttum við
mörg kvöld og marga parta úr
nóttum saman við umræður um
það sem út af stóð eða hvað þyrfti
að gera. Hann rólegur, ég senni-
lega ekki. Hann sá oft hlutina frá
sjónarhorni sem ekki var almennt
notað, en kom því skilmerkilega til
skila. Hann átti til að draga
ímyndað strik með hendinni, svona
til undirstrikunar, stundum aka
sér aðeins til í stólnum, en þá var
yfirleitt komin lausn. Ég held að
við höfum alltaf komist að nið-
urstöðu, niðurstöðu sem báðir voru
svipað sáttir við, allavega niður-
stöðu sem við gátum staðið við.
Við aðstæður sem þessar er oft
erfitt að finna réttu orðin, en hans
verður sárt saknað. Tíminn nú er
þungbær, við skulum hugga okkur
við þær góðu stundir sem við átt-
um með honum, minnast hans, því
minningarnar lifa að eilífu.
Fyrir mína hönd, keppnisstjórna
alþjóðarallsins og fyrir hönd Bif-
reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur
sendi ég Dísu og fjölskyldu hug-
heilar samúðarkveðjur. Megi hinn
hæsti höfuðsmiður vaka yfir þeim
og vernda.
Tryggvi Magnús Þórðarson.