Morgunblaðið - 20.07.2009, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
OKTETTINN Audio Imp-rovement er skipaður tón-listarmönnum úr ýmsumáttum, með margs konar
bakgrunn, og fyrir bragðið er tónlistin
margslunginn hrærigrautur undir
fjölþættum áhrif-
um. Meðlimir hafa
að sögn þegar gefið
út tylft platna sam-
anlagt, hver í sínu
lagi, en Story Frag-
ments er fyrsta út-
gáfan undir merkj-
um sveitarinnar. Verður ekki annað
sagt en að Audio Improvement fari
vel af stað.
Sem fyrr segir er tónlistin sem Au-
dio Improvement leikur marghliða og
eftir því erfitt að skilgreina hana í einu
orði. Ætli ekki verði komist nokkuð
nálægt með því að lýsa henni sem
hipphoppmúsík, sterkkryddaðri djassi
en einnig poppi, rokki og jafnvel örlar
á fönki og kántríi hér og hvar. Þegar
vel tekst til getur grautur af þesslegu
tagi gengið snilldarvel upp, sbr. frá-
bæra skífu Belfastbúans David Hol-
mes, Let’s Get Killed, frá 1997, en lag
Audio Improvement „The Universe
Is“ minnir um margt á hljóminn á
þeirri plötu. Hljóðfæraleikurinn er
fyrst og fremst lifandi og hljómurinn
því talsvert lífrænni en maður á að
venjast þegar hipphopp er annars
vegar. Ennfremur bætir sveitin í
blandið með gestahljóðfæraleikurum
sem leggja til selló, fiðlu og jafnvel þe-
remín innan um vínylplöturisp, um-
hverfishljóð og svalt bít. Sveitin kemst
hörkuvel frá tilraunamennskunni og
músíkin er öll hin skemmtilegasta.
Það er helst í söngnum – rappinu –
sem hlustandinn staldrar við með
spurningarmerki í augum. Rain, sett-
ur og skipaður MC, flytur rímur sínar
í eintóna flæði og fer stundum niður í
djúptónað hvísl. Slík raddbeiting er
ekki á allra færi og þegar tónlistin
byggist að miklu leyti upp á end-
urteknum hljóðlykkjum, og er auk
þess undantekningarlaust í moll, er
þess mikilvægara að dýnamík sé til
staðar í röddinni sem er í forgrunn-
inum. Stundum vantar tilfinnanlega
fleiri tilbrigði við hljóminn í söngnum,
og rólegustu lögin, „Alone In Public“
og „Tired Out“ hefðu líkast til þurft
kanónur á borð við Leonard Cohen
eða Robbie Robertson, með sínar blæ-
brigðaríku raddir þrungnar áratuga
reynslu, til að láta muldrandi söngstíl-
inn ganga fullkomlega upp. Slíkt er
auðvitað ekki sanngjörn krafa en hún
varpar ljósi á þá staðreynd að þessi
nálgun á flutning texta er talsvert
vandmeðfarin. Þegar Rain skrúfar
upp í tempóinu, eins og í laginu „Un-
read Books“ tekst mun betur til.
Það breytir því ekki að tónlist Au-
dio Improvement er hörkuflott.
Hljómurinn á plötunni er einstaklega
vel heppnaður og kemur hinum lifandi
hljóðfærleik prýðilega til skila. Það
kostar hugrekki að tefla svo marg-
breytilegum hljómum og hljóðfærum
saman og um leið þarf hæfileika til að
láta blönduna ganga upp. Frumraun
Audio Improvement gengur upp og
flokkurinn má vel við una.
Audio Improvement – Story Frag-
ments bbbmn
JÓN AGNAR ÓLASON
TÓNLIST
Grautur sem gengur upp
Góðir „Frumraun Audio Improvement gengur upp,“ segir m.a. í dómi.
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
HHHH
- S.V. MBL
HHHH
- Ó.H.T, Rás 2
PUNGINN ÚT
Frábær gamanmynd
með Seann William Scott
úr American Pie og
Dude Where Is My Car?
Stórskemmtileg
sumarmynd uppfull af
gáskafullum atriðum
og grófum húmor.
750kr. 750kr
.
750kr.
750kr.
Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á
LÍF OG DAUÐA. ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM
HEIMILDUM, UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI
PUNGINN ÚT
750kr.
Frábær gamanmynd með
Seann William Scott úr
American Pie og Dude
Where Is My Car?
HHHH
- S.V. MBL
HHHH
- Ó.H.T, Rás 2
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
SÝND Í SMÁRABÍÓI
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM 750kr.
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
SÝND Í SMÁRABÍÓ
SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓ
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ
Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 6 - 8 LEYFÐ
My Sister‘s Keeper kl. 8 - 10 B.i.12 ára
Tyson kl. 10 B.i.14 ára
District 13 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.14 ára Year One kl. 10:10 B.i. 7 ára
My Sister‘s Keeper kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Ghosts of girlfriends past kl. 5:45 - 8 B.i. 7 ára
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 - 8 LEYFÐ Angels and Demons kl. 10:15 B.i.14 ára
Balls Out kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
The Hurt Locker kl. 8 - 10:35 B.i. 16 ára
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 LEYFÐ
Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Ghosts of girlfriends past kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Year One kl. 5:45 B.i. 7 ára
LAG Emilíönu Torrini, „Jungle
Drum“, er enn í efsta sæti þýska
vinsældalistans, þriðju vikuna í röð.
Nýr listi var kynntur nú á laug-
ardaginn og kom þá í ljós að lag
Emilíönu nýtur ennþá meiri vin-
sælda en lög flytjenda á borð við
Lady Gaga, Black Eyed Peas og
Michael Jackson.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu fyrir nokkru má rekja
þessar miklu vinsældir lagsins í
Þýskalandi til þess að það var spil-
að í sjónvarpsþættinum Germany’s
Next Top Model.
Emilíana er á miklu tónleika-
ferðalagi um Evrópu um þessar
mundir og hélt tónleika í Stokk-
hólmi í gær, en í kvöld verður hún
einmitt með tónleika í Karlsruhe í
Þýskalandi. Um miðjan ágúst held-
ur Emilíana svo vestur um haf þar
sem hún mun halda sex tónleika.
Á toppnum í
þrjár vikur
Slær í gegn Emilíana Torrini.
Morgunblaðið/hag
Topp 10 í Þýskalandi:
1. Jungle Drum -
Emilíana Torrini
2. Stadt - Cassandra Steen
3. When Love Takes Over - David
Guetta & Kelly Rowland
4. Poker Face - Lady Gaga
5. New Divide - Linkin Park
6. Evacuate The Dancefloor -
Cascada
7. Love Game - Lady Gaga
8. I Gotta Feeling - Black Eyed
Peas
9. I Know You Want Me (Calle
Ocho) - Pitbull
10. Ein Kompliment - Sportfreunde
Stiller
BRESKA ofurfyrirsætan Kate Moss hefur leigt heilan bát
sem hún ætlar að nota í gæsaveislu vinkonu sinnar. Til stend-
ur að sigla niður Thames-fljót í gegnum London og stoppa á
nokkrum börum á leiðinni. Um kvöldið fer hersingin svo til
Oxford þar sem veislu verður slegið upp á fimm stjörnu hót-
eli.
Ein besta vinkona fyrirsætunnar, Jess Hallett, gengur í
það heilaga í næsta mánuði. Moss og Hallett munu hafa verið
vinkonur í áratug, eða allt frá því sú síðarnefnda gerðist bók-
ari fyrirsætunnar.
Fregnir herma annars að Moss ætli sjálf að ganga í það
heilaga innan skamms, enda sé hún nú trúlofuð Jamie Hince
úr hljómsveitinni The Kills. Moss sást nýverið bera forláta
demantshring í París, og þykir það renna frekari stoðum und-
ir þær sögusagnir.
Gæsaveisla á Thames
Reuters
Á leið í hjónaband? Kate Moss sást bera flottan demantshring fyrir skömmu.