Morgunblaðið - 20.07.2009, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
SACHA BARON COHEN SNÝR AFTUR Í EINHVERRI
SNARKLIKKUÐUSTU OG FYNDNUSTU MYND SÍÐARI ÁRA
MYND SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF
HHH
„..BRÜNO NUMERO UNO
ON YOUR FUNNY-TIME LIST.“
– L.C. ROLLING STONES
HHH
„...ÞAÐ ERU EKKI LEIÐINLEGAR
30 SEKÚNDUR Í ÞESSARI MYND“
– ROGER EBERT
HHHH
„...CRAZIER AND FUNNIER,
THAN BORAT“
- ENTERTAINMENT WEEKLY
HHH
„...YFIRGENGILEGA DÚLLULEGT VIÐUNDUR“
– S.V. MORGUNBLAÐINU
MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU
OG SKEMMTILEGUSTU
TEIKNIMYND ÁRSINS!
HHHH
„BETRI EN BORAT
COHEN ER SCHNILLINGUR!“
– T.V. KVIKMYNDIR.IS
ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13 OG 14 Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
/ AKUREYRI
HARRY POTTER AND THE
HALF BLOOD PRINCE kl. 5 - 8 - 11 10
BRÜNO kl. 8 - 10 14
TRANSFORMERS 2 kl. 5 (síðustu sýningar) 10
/ KEFLAVÍK
HARRY POTTER AND THE
HALF BLOOD PRINCE kl. 5 - 8 - 11 10
BRÜNO kl. 8 - 10 14
ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 6 L
/ SELFOSSI
HARRY POTTER AND THE
HALF BLOOD PRINCE kl. 5 - 8 - 11 10
BRÜNO kl. 8 - 10 14
TRANSFORMERS 2 kl. 5 10
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Þ
egar Sigur Rós fór í fríið
langa síðastliðið haust lá
fyrir að liðsmenn sveit-
arinnar myndu ekki
sitja auðum höndum þá
mánuði eða ár sem fríið myndi
standa; allir voru með eitthvað í bí-
gerð og einhver verkefni sem setið
höfðu á hakanum. Jón Þór Birg-
isson, Jónsi, var til að mynda með
plötu í smíðum sem hann hafði unnið
að undanfarin ár með Alex Somers,
sambýlismanni sínum.
Platan er nú tilbúin, kemur út í
dag og heitir Riceboy Sleeps, líkt og
myndabókin annálaða sem þeir
Jónsi og Alex sendu frá sér fyrir
nokkrum árum. Það er því við hæfi
að taka hús á þeim Jónsa og Alex,
þiggja þar jurtate og ræða um heima
og geima og svo loks plötuna. Þeir
eru reyndar ekki gefnir fyrir viðtöl
félagarnir, finnst meira gaman að
spila fyrir fólk en að skýra út fyrir
því hvað þeir eru að spila.
Iðnir við músík
Eins og getið er hafa þeir fengist
við tónlist saman, en þeir hafa báðir
verið iðnir við músík með öðrum í
gegnum árin; Jónsi með Sigur Rós
síðustu fimmtán árin, og Alex sem
helmingur Parachutes með Scott Al-
ario sem hinn helminginn, en sveitin
hefur sent frá sér plötur frá 2003.
Það kemur því ekki á óvart að þeir
eiga erfitt með að lýsa því hvernig
Riceboy Sleeps varð til, erfitt að lýsa
hinu hversdagslega – þarf maður
nokkuð að lýsa því: „Ég er nátt-
úrlega alltaf að búa til músík og Alex
er alltaf að búa til músík þannig að
þetta er mjög náttúrulegt ferli,
svona rétt eins og að elda mat sam-
an,“ segir Jónsi og Alex bætir við:
„Við búum náttúrlega saman og höf-
um gert undanfarin ár og erum með
svipaðan tónlistarsmekk. Það varð
því einhvernveginn jafn eðlilegt að
búa til músík saman og að tala sam-
an eða drekka saman te.“
Mjög prívat plata
Undanfarin fimm ár hefur Ri-
ceboy Sleeps þannig fengið að vaxa
af sjálfu sér, verða til smám saman
án þess að menn nánast tækju eftir
því að hún yrði til, en svo kom að
þeir félagar áttuðu sig á því að þeir
væru með plötu í höndunum og því
ekki að gefa hana út?
„Það kallar í sjálfu sér ekkert á að
gefa út plötu,“ segir Alex, „en það er
gaman að leyfa fólki að heyra hvað
við erum að bauka,“ segir hann eftir
að við erum búnir að velta því um
stund fyrir okkur hvað heyrist þegar
tré fellur í mannlausum skógi. Jónsi
bendir líka á að það sé alltaf gaman
að fá heimsókn og Alex hendir þá
hugsun á lofti: „Lögin hljóma eins og
við séum að dunda okkur heima,“
segir hann og Jónsi botnar: „Þetta
er mjög prívat plata, sem sprettur af
okkar sambandi og það er gaman að
geta deilt því með öðru fólki, að geta
boðið einhverjum inn á heimilið til að
fá sér tesopa og slappa aðeins af.“
Hráfæði á Hawaii
Eins og getið er þá ákváðu þeir að
láta til skarar skríða með skífuna
þegar Sigur Rós tók sér langþráð frí
á síðasta ári, fóru þá yfir það sem
búið var að taka upp heima í stofunni
og eldhúsinu, sem er vissulega kúnst
þegar maður býr í timburhúsi við
Laugaveginn, en síðan héldu þeir til
Hawaii í janúar að leggja síðustu
hönd á plötuna.
„Frábær afsökun!“ segi ég og þeir
skella uppúr en samsinna því svo að
það hafi verið mjög gott að hafa þá
afsökun fyrir Hawaii-ferð um miðjan
vetur, en það hafi vitanlega haft sitt
að segja að næturnar séu býsna
langar í janúar og febrúar, jólaljósin
slokknuð og myrkur og kuldi að
segja allan sólarhringinn. Er þá ekki
kjörið að fara til Hawaii? Hvað
finnst þér, kæri lesandi?
Að öllu gamni slepptu þá var það
ekki bara til að komast í birtu og yl
sem þeir héldu til útlanda, heldur
líka til að leita að næði og til að fá
smá fjarlægð á verkefnið með því að
fara með það í annað umhverfi. Þeir
komu sér því fyrir í hráfæðiskomm-
únu á Hawaii, settu upp fartölvur
tvær og hljóðbúnað og unnu svo
hörðum höndum við að ljúka við skíf-
una.
Ekki á leið í tónleikaferð
Rétt er að geta þess hér að þó
Riceboy Sleeps sé að öllu leyti hug-
arfóstur þeirra félaga fengu þeir
ýmsa til að leggja sér lið, þar á með-
al strengjakvartettinn góða Amiinu
og stúlknakórinn Kópavogsdætur.
Fyrir vikið er ekki hlaupið að því að
spila músíkina, ekki síst ef þeir vilja
forðast það að bjóða upp á tvo
laptoplúða, eins og Alex orðar það.
„Okkur langar til að gera meira úr
tónleikum en að við Jónsi séum að
bogra yfir fartölvum, viljum hafa
með okkur að minnsta kosti lítinn
kór, nokkra strengjaleikara,og
kannski einn eða tvo hljóðfæraleik-
ara til, en það er meira en að segja
það, tekur tíma og kostar skipulagn-
ingu,“ segir hann og Jónsi kinkar
kolli og bætir við: kannski seinna í
haust eða á næsta ári, við sjáum til
hvaða tíma við höfum til þess arna.
Það væri kannski gaman að halda
stöku tónleika í listasöfnum eða
álíka, þegar hægt er að skapa rétt
umhverfi, en ég held að við eigum
ekki eftir að fara í tónleikaferð.“
Í ljósi þess að Sigur Rós er ein
nafntogaðasta hljómsveit síðasta
áratugar má gera ráð fyrir því að
eftirvænting aðdáenda þeirrar sveit-
ar sé töluverð. Þeir segjast ekki ótt-
ast það að fólk fari að bera Riceboy
Sleeps um of saman við Sigur Rós,
enda séu þeir að fást við allt aðra
hluti og allt öðruvísi tónlist. Hvað
væntingar þeirra sjálfra varðar þá
er svarið stutt og laggott frá Alex:
Engar væntingar.
... og engar áhyggjur
Jónsi svarar í aðeins lengra máli:
„Ég hlakka til að heyra hvernig fólk
á eftir að taka plötunni, en það er
erfitt að gera sér grein fyrir því fyr-
irfram,“ segir hann hugsi og Alex
heldur áfram: „Þeir sem kunna að
meta hljóðláta tónlist munu vænt-
anlega kunna að meta þessa plötu,
en við höfum ekki hugmynd um
hvernig henni verður tekið og höfum
engar áhyggjur af því.“
Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir
Sveitasæla Jónsi og Alex segjast gjarnan vilja leyfa fólki að heyra hvað þeir séu að bauka.
Jónsi og Alex gefa út plötu saman
Líkja henni við heimboð í hráfæði og te
»Ég er náttúrlega allt-af að búa til músík og
Alex er alltaf að búa til
músík þannig að þetta er
mjög náttúrulegt ferli,
svona rétt eins og að
elda mat saman.
Má bjóða þér tesopa?
Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir