Morgunblaðið - 20.07.2009, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 201. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Má ekki samþykkja Ice-
save-samninginn óbreyttan
Ragnar Hall hæstaréttarlögmað-
ur segir að ekki megi samþykkja
Icesave-samninginn óbreyttan. Gera
verði fyrirvara um að reglurnar, sem
gengið er út frá um úthlutun úr búi
Landsbankans upp í kröfur vegna
Icesave, verði endurskoðaðar.
Samningurinn kveði nú á um víð-
tækari greiðslur en Íslendingum
hefur nokkurn tímann borið að
greiða. »Forsíða
Styður aðild okkar að ESB
Utanríkisráðherra Þýskalands,
Frank-Walter Steinmeier, segist
styðja umsókn Íslendinga um aðild
að Evrópusambandinu. Ísland sé
mun þróaðra ríki en nokkurt annað
ríki sem vilji komast inn í sam-
bandið. »2
Myndbrot Evu Braun
Haldin verður sýning á Ísafirði í
dag á áður ókunnum myndbrotum
frá heimsókn Evu Braun, eiginkonu
Adolfs Hitlers, til Ísafjarðar og Ak-
ureyrar fyrir 70 árum. Braun kom
hingað til lands á skemmtiferðaskipi
en kvikmyndir hennar eru með elstu
litkvikmyndum teknum hérlendis. Í
þeim eru m.a. áður kunn myndbrot
frá Reykjavík, Vestmannaeyjum,
Gullfossi og Geysi. »4
Myrtu starfsfélaga sína
Tíu lögregluþjónar í Mexíkó voru í
gær handteknir vegna gruns um
pyntingar og morð á tólf starfs-
félögum sínum. Þykir þetta til
marks um að stríð forseta Mexíkó
gegn fíkniefnum, sem hófst fyrir
þremur árum, sé að harðna. »4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Tortryggnir kjósendur
Forystugreinar: Aukið fé til rann-
sóknar | Laskað lánstraust
Pistill: Þöglu undirskriftirnar
Ljósvakinn: Allir í Eusébíó!
UMRÆÐAN»
Okkar auðlindir í okkar þágu
Vanhæf og geggjuð ríkisstjórn?
Halló! Er enginn þarna úti? …
Sómi ESB eða Íslands?
Heitast 18°C | Kaldast 9°C
NA 3-10 m/s, hvass-
ast NV- og SA-til. Skýj-
að en úrkomulítið A-
lands. Bjart á V-landi
en skýjað með köflum. »10
Að mati Jóns Agn-
ars Ólasonar er
fyrsta plata hljóm-
sveitarinnar Audio
Improvement
hörkuflott. »26
GAGNRÝNI»
Frumraun
gengur upp
FÓLK»
Byrjar Jessica aftur með
Nick? »31
Skafti Þ. Halldórs-
son er nokkuð hrif-
inn af bókinni De
Niro og ég eftir rit-
höfundinn Rawi
Hage. »31
BÓKMENNTIR»
Ljóðrænt og
léttleikandi
TÓNLIST»
Útgáfu Rafskinnu var
ákaft fagnað. »27
TÓNLIST»
Emilíana Torrini er
ennþá á toppnum. »26
Menning
VEÐUR»
1. Var hún of falleg fyrir fangelsið?
2. Mikil snjókoma í Hrafntinnuskeri
3. Vinningsrúllan valin í Kjós
4. Tvö slys í Vestmannaeyjum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Samrýndir Jón Þór Birgisson og Alex Somers senda frá sér skífu sem sprottin er af samveru.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
JÓN Þór Birgisson í Sigur Rós og
Alex Somers, sambýlismaður hans,
senda í dag frá sér plötuna Riceboy
Sleeps, sem þeir hafa unnið að und-
anfarin fimm ár. Ekki er þó allt talið
því Jón Þór, Jónsi, er líka með aðra
sólóplötu í smíðum, sem hann leggur
lokahönd á um þessar mundir.
Þeir Jónsi og Alex hafa dundað
sér við plötuna heima fyrir undan-
farin ár, tekið upp í stofunni, því þar
er besti hljómurinn, en þeir búa í
timburhúsi við Laugaveginn. Þeir
segja og að það sé oft erfitt að finna
hljóða stund til að hljóðrita, enda sé
umferðarniður og hávaði svo að
segja allan sólarhringinn á Lauga-
veginum. „Við sætum lagi,“ segir
Jónsi, „en þurfum ansi oft að taka
hluta upp aftur vegna hávaða.“ Hann
segir þó að þeir hafi ekki getað hugs-
að sér að fara í hljóðver að taka upp,
platan sé sprottin af samveru þeirra
og tónlistariðkun þeirra sé svo órjúf-
anlegur hluti af heimilishaldinu að
ekki hafi önnur leið verið fær.
Þegar Sigur Rós tók sér frí sl.
haust ákváðu þeir að ljúka við plöt-
una og fóru til Havaí í ársbyrjun að
hljóðrita lítilræði til viðbótar, fín-
pússa og hljóðblanda. Það gerðu þeir
í hráfæðiskommúnu, settu upp far-
tölvur sínar og hljóðbúnað – allt knú-
ið af sólarrafhlöðum, en vinnan fór
alla jafna fram í opnu rými, veggja-
lausu, til að ná sem mestri nálægð
við náttúruna.
Þegar upptökum var lokið tók
Alex að sér að stýra gerð frum-
eintaks, því Jónsi sneri sér að því að
hljóðrita aðra plötu, sólóskífu, sem
hann hyggst ljúka við á næstunni.
Hann segir að það sé allt öðruvísi
plata, mun fjörugri og meira sungið
á henni, en hann hefur lokið við
grunnupptökur að mestu vestur í
Connecticut með upptökustjóranum
Peter Katis. Hann segir að fyrir vik-
ið hafi vinnan við Riceboy Sleeps
lent á Alex að miklu leyti, en Alex
tekur því vel, segir að það sé aldrei
erfitt að gera það sem er skemmti-
legt.
Eins og getið er kemur Riceboy
Sleeps út í dag og þeir félagar eru
staddir í Lundúnum að setja upp
sýningu á myndverkum sínum sem
opnuð verður annað kvöld, en sú
opnun er um leið útgáfuhóf vegna
plötunnar. | 29
Hluti af heimilishaldinu
Jónsi úr Sigur Rós
og Alex Somers
senda frá sér plötu
Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir
FLESTIR sjá um að þrífa bílana sína sjálfir
en þó eru þeir til sem telja peningunum vel
varið í bón og þrif sem fagmaður sinnir.
Einu ættu þó bíleigendur að huga að, sér-
staklega ef til stendur að selja bíl og það er
að splæsa í mössun á lakki. Fyrirtækið Glitr-
andi býður upp á slíka meðferð fyrir bílinn
sem kostar 22 þúsund krónur. Mörgum kann
að þykja það dýrt en það er afar ódýrt þegar
haft er í huga að öll þvottakústaför hverfa af
bílnum við aðgerðina sem getur tekið 8-13
tíma. Fyrir vikið lítur bíllinn út eins og ný-
sprautaður og endursöluverðið ætti því að
vera mun hærra og því skilar kostnaðurinn
við mössunina sér margfalt tilbaka.
Auratal
Plata þeirra Jónsa og Alex kemur
út á Íslandi í dag, um heim allan
utan Íslands og Bandaríkjanna á
morgun og í Bandaríkjunum næsta
dag þar á eftir. Hægt er að hlusta á
plötuna á vefsetrinu jonsiandalex.-
com, sem opnað verður í dag.
Riceboy Sleeps verður gefin út í
nokkrum útgáfum; á geisladiski,
sem niðurhal, á tvöföldum vínyl
með aukadiski með uppáhalds-
lögum þeirra félaga og á vefsetr-
inu er hægt að panta sérstakan
kassa sem framleiddur verður í
takmörkuðu upplagi, aðeins 3.500
eintök. Í þeim kassa er platan á
geisladisk, diskur með hálftíma
aukalagi, 40 blaðsíðna litabók
með myndum eftir þá Jónsa og
Alex, trélitir og endurútgáfa á bók-
inni Riceboy Sleeps sem þeir gáfu
út fyrir nokkrum árum.
Fjölbreytt útgáfa
ENGAN bilbug er að finna á Sig-
rúnu Söndru Ólafsdóttur, eig-
anda og framkvæmdastjóra Gall-
erís Ágústs við Baldursgötuna,
þrátt fyrir kreppu. Hún segist
vissulega finna fyrir því að fólk
haldi að sér höndum á
myndlistarmarkaðnum, en henni
takist þó að láta enda ná saman í
rekstrinum.
„Galleríið er ungt, það er lítið
og það gerir það að verkum að
það er mjög lítil yfirbygging.
Stærðin veitir mér vissan
sveigjanleika, ég er ekki eins og
gallerí í New York sem er með
tugi manna í vinnu og þarf að
segja upp helmingnum. En í ljósi
aðstæðna – ég er ekkert að segja
að allt sé í himnalagi – þá hafa
hlutirnir breyst. Ég hef þurft að
endurskoða plönin,“ segir Sigrún
sem er bjartsýn á framtíðina.
„Ég er að vinna með listamönn-
um sem ég hef mikla trú á og hef
áhuga á að vinna með áfram. En
mitt starf snýst m.a. um að ráð-
leggja fólki við kaup á myndlist
og þar er það fagmennska og
heiðarleiki sem skipta máli.“ | 24
Morgunblaðið/Valdís Thor
Eigandinn Sigrún Sandra er
bjartsýn á framtíð gallerísins.
Gallerírekstur gengur vel