Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Side 3

Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Side 3
8. tbl. des. 1962 NYTT KVENNABLAÐ 23. árgangur GLEÐILEG JÓL! „Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðn- um, því að yður er í dag Frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ (Lúk. 2, 8—14). „Sjá himins opnast hlið, heilagt englalið, fylking sú hin friða úr fagnaðarins sal fer rneð boðun blíða, og blessun lýsa shal yfir eymda dal.“ I>á er Jtað, að „hjarðmenn sjá um nótt ljós í lofti glæðast, [tað ljós Guðs dýrðar er. Hjörtu þeirra liræðast, en Herrans engill tér: Óttist ekki Jtér“. Engillinn segir: Sjá, yður er í dag Frelsari fæddur. „Fæðst í Betlehem blessað barn Jiað Iteftir, sem birtir Guð á jörð, frið og frelsi gefur og fallna rcisir hjörð. — l>ökk sé Guði gjörð“. Þannig heldur þessi fagri jólalofgjörðarsálmur ái’ram. Hann segir guðsjtjallið og endar á lofgjörð: „Ó, Guðs hinn sanni son, sigur lifs og von ris með þér og rretist, þú réttlætisins sól. Allt mitt angur bætist. Þú ert mitt Ijós og skjól. Ég held glaður jól." NÝl'T KVENNABLAÐ Og enn heldur lofgjörðin áfram, og „sál og tunga segi með sælum englaher: Dýrð sé Drottinn J)ér.“ Sálmurinn er einskonar himnastigi. Himins hlið er oj)ið, og englafylkingar stíga fram. I>ær stíga ujtp og niður milli himins og jarðar. „í heimi er dimrnt og hljótt“. Þannig er heimur- inn, j)ar til ljós Krists birtist, dimmur og Jsegar bezt lætur cinnig hljóður. Annars oft bæði rökkv- aður og hávær, J)ar til maðUrinn sér Ijós í lofti glæðast, Jtað ljós Guðs dýrðar er. Menn óttast þetta ljós alltaf. Þrátt fyrir dimma nótt heimsins halda flestir að þeir missi af ein- hverjum gæðum í heimsmynkrinu, ef Jaeir leyfa Jjessti ljósi að glæðast innra hjá sér, sem ljós Guðs clýrðar er. Menn óttast kontu Jiess, eins og hinir fyrstu hirðar. Vitringarnir óttuðust Jjað ekki. Þeir vissu Jtað í speki sinni. Þeir voru ekki venjulegir hyggindamenn með þrönga, einskorðaða heims- hyggju. Þeir voru vitrir. Þeir komu um langan veg og höfðu hugsað lengi og reiknað lengi og ferðast lengi. Þeir sáu J>að, sem Jaeir höfðu lengi þráð að sjá, hinir sönnu vitringar. Fjárhirðarnir heyrðu englana boða komu Messías- ar og fóru útreikningslaust eftir engilsorðum til þess að fagna syni Guðs. Þeir sáu Jiað santa og vitr- ingarnir, heyrðu J)að sama, rcyndu í aðalatriðum |>að sama. Þeir voru vökumenn að vinna fyrir brauði sínu og hlutu dýrð og blessun hinnar fyrstu björtu jólastjörnunætur. Skammt frá var konungur, sent óttaðist að missa sín völd, Jregar hann heyrði getið um stjörnu hins nýfædda konungs. 'l'il hans náði dýrðin ekki, engar englaraddir. Aðrar raddir höfðu hjarta hans á valcli sínu. Himinninn o|)naðist honum ekki. Himinninn var lokaður fyrir honum. Heimskingi, segir Guðs orð um slíkan mann, scnt ekkert veit um lifandi sál, ekkert veit um konungdóm Guðs, né dýrleg 1

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.