Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Side 5
:gamall, en hann hafði spillt heilsu sinni með
drykkjuskap og svalli. — Mörg ár lá hann rúmfastur,
máttvana, en einkadóttir hans annaðist hann af
■ótrúlega mikilli ástúð og nákvæmni. Synirnir voru
giftir fyrir löngu og komu sjaldan á æskuheimilið.
Þegar námustjórinn loks andaðist, kom í ljós,
að hann hafði veðsett jörðina og allar eignir
sínar. Það var algert þrotabú, svo að allt varð
að selja. — Margir í sveitinni minnast enn í
dag dagsins, þegar uppboðið var haldið að Ótta-
stað. Þar gafst á að líta, hvernig auðmenn og höfð-
ingjar lifðu. Þar sáu menn fegurri húsgögn en
þekktust í Jjeirri sveit, dýrmæt málverk, borðbúnað
úr silfri og öðrum ekta málmum. Enginn innan-
sveitarmaður hafði ástæður til að bjóða í slíkt og
þvílíkt. En Jsað kom herramaður frá höfuðstaðnum
og bauð feikna fé f allt saman. Hann var einhvers
konar hcildsali eða útgerðarmaður, átti verzlanir
-og skip í förum, og sigldi sjálfur á lystisnekkju
umhverfis hnöttinn. Hann lét dubba gamla bæinn
upp og fékk uppgjafa skógarvörð til þess að setj-
ast að í vinnumannaherberginu, en því lét hann
breyta, svo að J)að varð eins og á herragarði. Sjálfur
kom J^essi stóreignamaður að Óttastað aðeins einu
sinni á ári, um jólin. Þá varð Jtar mesta líf og
fjör, fjöldi gesta, sem allir komu í kirkju og sátu
í gamla námumannsbekknum innst í kirkjunni.
Stórkaupmaður Jiessi átti einn son, sem var lista-
maðtir, föðurnum til mikillar raunar. Listamaður!
Þegar heimurinn var fleytifullur af fé, sem auð-
veldara var að krækja í með öðru móti en að mála
myndir. Lakast af öllu var Jsó það, að Þór, en
svo hét sonurinn, var álveg misheppnaður málari.
Heildsalinn vissi, livað góð, viðurkennd málverk
kostuðu. Já, Jjað var honum sannarlega kunnugt.
Hafði hann e>kki sjálfur greitt hundruð þúsunda
króna fyrir nokikur málverk? Það gat verið örugg
fjárfesting. Og er hann hafði komizt yfir Jkiu, lét
hann tryggja Jnu bæði gegn eldsvoða og Jnjófnaði.
En að Þór sonur hans ætti eftir að selja málverk
fyrir svo háar upphæðir! O, uei. Svei! Þarna stóð
hann og klastraði og klístraði í lélegri vinnustofu
í þröngri götu og neitaði að Júggja hjálp frá sín-
um ríka föður. Ef })að var nokkuð, sem liann gat
seh af verkurn sínum, þá voru það eingöngu smá-
munir, léleg verzlunarviðskipti })að. Mátti líka sjá
J)að á ]>ví, hve illa hann var til l'ara og magur. —
En Þór kom ])ó jafnan að Óttastað á hverjum jóhim.
Og þar sat hann í sínu horni í kirkjunni með riss-
bók sína. Og hvaða vit var nú í öðru eins, J)ar sem
hann átti J)ess kost að sitja á höfðingjabekknum.
þar sem allir hefðu veitt honum eftirtekt?
NÝTT KVENNABLAÐ
Á Óttastað var loftherbergi eitt yfir syðra gafli
hússins með útsýni til kirkjunnar. Þór hafði tekið
mestu ástfóstri við þetta herbergi. Þarna hafði ber-
sýnilega enginn búið fyrr. Veggirnir voru fóðraðir
með gömlu, handmáluðu veggfóðri, sjálfsagt meira
en hundrað ára gömlu. Þarna var gamall grænn
arinn, ef' til vill álíka gamall. Glugginn var lítill,
ferhyrndur af mjög fornlegri gerð. — Þór tíndi sam-
an eldgömul húsgögn, sem hann fann í skemmum
og geymsluloftum, og smám saman hafði hann búið
þarna um sig eins og honum líkaði. Og er hann
hafði lokið })ví, bauð hann föður sínum að líta á
herbergið. — — Stórkaupmaðurinn steig J>ungt til
jarðar og átti erfitt með að ganga upp stigann og
varð að beygja sig í lágum dyrunum.
— Nú, hvernig lízt þér á, pabbi? spurði Þór.
Kaupmaðurinn sá ekki gleðina, sem skein út
úr unga andlitinu. — Hér er fúkkalykt, sagði faðir
inn.
— En þú hefur mætur á öllu, sem gamalt er,
svaraði Þór.
— Hér er líika málningarlykt, hélt kaupmaður
áfram. — Heyrðu nú til. Hvenær ætlar þú eigin
lega að hætta }>essu barnalega málaraklastri? Og
hvenær ætlar J)ú að verða fullorðinn og skynsamur
maður? Þú gætir átt glæsilega framtíð, ef þú skildir
})inn vitjunartíma og lærðir að sjá fótum Jhnum
forráð. Stórkaupmaðurinn sá ekki, að þráin eftir
skilningi og samúð speglaðist í andlitsdráttum unga
mannsins. En hann lét sig ekki.
— Hugsaðu J)ér, ef ég ætti eftir að verða frægur,
viðurkenndur málari.
— En það verður þú bara aldrei, sagði faðirinn,
og síðan fór hann niður til þess að drekka kvöld-
toddýið sitt.
Það var nú samt einmitt í ])essu jólaleyfi, sem
Þór málaði myndina, sem átti eftir að afla honum
frægðar.
Seint á aðfangadagskvöld var Þór kominn upp
í litla herbergið, })reyttur eftir hina ríkulegu há-
tíðarmáltíð. Hann kveikti ekki Ijós, en settist við
gluggann og horfði út. Það var dásamlegt að vera
einn eftir allan skarkalann. Hann var einverunni
vanur og hafði tamið sér að lifa sparsamlega. Hann
þoldi illa mi'kla birtu. í myrkri naut ljósið sín full-
komlega. Hann elskaði Óttastað einmitt vegna þess,
að hér voru engin götuljós eða auglýsingaljós. Hljóð
og rnyrk lá líka kirkjan J)arna umlukt dökkuni
grenitrjám.
(Framh. á 8. síðu.)
3