Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Page 7
Cunnarssyni fyrrv. skólastjóra, en liann tók við af sr.
Magnúsi og lét af störfum s.l. vor. Mætti þannig
lengi upp telja, en þess gerizt ekki þörf. Hitt er
aftur hin gleðilega staðreynd, að þrátt fyrir stuttan
námstíma og fátæklegan ytri aðbúnað, skorti skól-
ann ekki það, sem mikilvægast var: líf og anda og
tókst því vonum framar að rækja mikið menningar-
hlutverk með þjóðinni, og er það fyrst og fremst
að þakka hinu ágæta kennaraliði, sem valizt hefur
til skólans. Einnig er það svo, að nám við kennara-
skóla hlýtur alltaf að vera lifrœnna — í nánari tengsl-
um við hið lifandi líf — en í venjulegum skólum
almennra fræða. Sunt námsefni ltans hljóta sam-
kvæmt eðli sínu að vera sérstaklega lífræn og mann-
leg, svo sem sálarfræði og uppeldisfræði og öll
kennslufræði bókleg og verkleg. fafnvel aðrar náms-
greinar fá yfir sig annan og lífrænni blæ blátt áfram
vegna markmiðsins, sem liggur á bak við nám í
kennaraskóla og vcldur því, að hið menningarlega
gildi námsins verður ávallt talið veigamikið atriði.
Það er ekki ofmælt þótt sagt sé, að kennaraskól-
inn hafi um margt verið merkilegur og haft nokkra
sérstöðu um sumt, meðal annars að fyrstu áratug-
ina var hann að yfirgnæfandi meirihluta sóttur af
fólki utan af landi, þótt staðsettur væri í höfuð-
borginni, og var því oft kallaður sveitamannaskól-
inn. Flest var það fátækt og lítt skólagengið fyrir,
en var í brjóst borin sterk löngun til náms og
mennta. Það gekk því velfiest að nárni sínu með
opnum hug og þyrstri sál og hafði lítið að segja
af hinum lamandi námsleiða, sem sagt er að vilji
sigla stundum í kjölfar langrar skylduskólagöngu.
Þá ættum við konur ekki að gleyma því, að kenn-
araskólinn var strax i upphafi ætlaður konum jafnt
og körlum og fyrsti skólinn, sem veitti konurn und-
irbúning að starfi með fullkomnu launajafnrétti.
Það sýndi sig líka, að ungu stúlkurnar létu ekki
á sér standa, þegar þeim loksins opnaðist leið til
nokkurra mennta og sjálfstæðs starfs til móts við
bræður þeirra. Hver af annarri komu þær frá bæn
um í dalnum eða á ströndinni og lögðu upp í för-
ina til höfuðborgarinnar — í íslenzkum vaðmáls-
peysufötum með sparislifsið í koffortinu, ómálaðar
og allslausar af snyrtivörum, en ríkar af ósvalaðri
námsþrá og framtíðarvonum. Svo djörf var sókn
þeirra strax á þessum nýja vettvangi, að af 29 nem-
endum, sem luku prófi við kennarasikólann vorið
1909, voru 12 þeirra konur, og svipuð liafa hlut-
föllin verið fram á þennan dag. 1958 á hálfrar-
aldarafmæli skólans höfðu útskrifazt þaðan 584
konur eða 2 á móti hverjum 3 körlum, „en þeim
fjölgar hin síðari ár í hlutfalli við karla“, segir í
NÝTT KVENNABLAÐ
Kennaraskólinn við Laufásveg.
afmælisriti skólans. Einkum er eftirtektarvert, að
síðan stúdentadeildin*) tók til starfa (veturinn 1950
—’51) „hafa konur oftast verið í meirihluta í henni
og nú seinustu árin langsamlega í meirihluta”, seg-
ir Freysteinn Gunnarsson fyrrv. skólastjóri. í vetur
hafa innritast 33 nemendur í stúdentsdeildina, þar
af 29 stúlkur. Sérstök handavinnudeild hefur verið
við skólann síðan 1952. Sækja hana venjulega fleiri
konur en karlar.
Ef við berum aðsókn kvenna að kennaraskól-
anum saman við aðra sérskóla, sem opnir standa
jafnt báðum kynjurn, t. d. sérdeildir háskólans,
er áberandi, hve hún er hlutfallslega margfalt meiri
að kennaraskólanum. Ber þar eflaust margt til,
meðal annars styttri námsferill hjá kennaraskóla-
nemandanum og þar af leiðandi minni námskostn-
aður. Þá gæti og það haft meira að segja en margan
grunar, hve kennarastarfið — ekki sízt starf barna-
kennarans — er lífrænt framar flestum öðrum opin-
berum störfum — kallar á eitthvað það í konunni,
sem er skylt móðureðlinu og veitir athafnaþrá henn-
ar og móðurlegri umhyggjuhneigð ýmsum öðrum
störfum fremur útrás á eðlilegum vettvangi — í fórn-
fúsu starfi fyrir hina uppvaxandi kynslóð — fyrir
lífið sjálft. Og þótt svo sem gefur að skilja, að
húsfreyjustaðan verði til þess fyrr eða síðar að
draga margar að einhverju eða öllu leyti frá kennslu-
starfi, mun veganestið frá kennaraskólanum ekki
síður þá reynast þeim þarft og hollt. Þess má einnig
minnast, að borið saman við konur af öðrum skól-
um, hafa ófáar kennaramenntaðar konur látið til
sín taka á öðrum sviðum, svo scm við ritstörf eða
*) Sérdeild fyrir þá, sem hafa stúdentspróf; námstími
1 vetur. Námstími í handavinnudcild er 2 vetur, þótt skól-
inn annars sé 4 vetra skóli. Til inngöngu í 1. bekk þarf
landspróf.
5