Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Síða 5
Hér þarf ékki að eyða löngum tíma til að 'út-
skýra og rökstyðja. Hann er nógu skarpskyggn til
að skilja, nógu sanngjarn til að viðurkenna hvar
sökin er.
Stephan finnur sjálfur, að hann er ekki astaskáld
eftir venjulegum mælikvarða. Hann kann ekki list-
ina þá, að ríma allt upp á „sál“ og ,,bál“, „hjarta“
og ,,bjarta“ og „ást“ sem „brást“. Hann segir sjálfur
um það:
„Já, mig, sem var þrásinnis kveðinn í kút
og kaus mér að hlusta og þegja,
er hjúfrandi ástaskáld helltu sér út —
ef hendingar kvæði eg til meyja:
hver tólf vetra Rósalind reigðist við mér
með rómaninn fyrsta í kjöltunni á sér!“
Og enn ntun kvenþjóðin söm, bæði þær, sem eru
tólf ára og eldri. Þær lialda helzt til margar áfram
við rómanalesturinn og reigjast við kröfum og kenn-
ingum þeirra, er hugsa eins og Stephan G. Og fáar
konur hafa llka lesið ljóð hans þannig, að þær hafi
grafið þar til gullsins. Þær gætu ekki allar sagt eins
og Ólöf á Hlöðum:
„Stephan G. minn Stephansson
stendur bak við tjöldin.
Annars hugar, utan við
oní potta gæti ég,
stari’ eg inn á andans svið,
óði hans þar mæti ég.“
Stephan er orðfár. En það sem hann segir er hon-
um alvara. Þess vegna er stundum hálfkveðin vísa
frá honum meira virði en eldheitar ástarjátningar
á vörum sumra annarra. Það er ekki íburðarmikið
þetta um stúlku, sem hann játar, að ekki hafi
neinn sérstakan fríðleik til að bera:
„En liti ég augun hennar í
hreinlega sagt: ég fann til ljúfrar gleði.“
Og svo kemur þessi lýsing á tilfinningalífi hans
sjálfs:
„Ég á til, karl minn, kró í huga mér,
hvaðvetna fagurt óvart þangað safnast.
Sumarkvölds eilífð, skógur skúrablár,
skrúðbúin hlíð og fossahljóð þar stendur,
hrafnsvartir lokkar, ljósar augnabrár,
ljúflinga brjóst og mjúkar, hvítar hendur.
Finnum við ekki, að inn í þessa kima, er hanu
nefnir svo, hafi fátt getað smeygt sér, nema það
sem var ,,ekta“.
Það hefur löngum þótt umtals vert og athlægis,
el kona hefur komizt á efri ár, án þess að giftast.
Nafnið piparmey hefur verið haft í skimpingi.
Einnig á slíkum vettvangi getum við mætt hinum
óvenjulegu tilsvörum Stephans G., í smávísu í síð-
asta hefti af „Andvökum". Kveðið við konu, sem
lengi hafi verið barnakennari. en aldrei gifzt:
„Þú hryggbrauzt sérhvern, sem þín bað,
þér sýndust ei karlmenn góðir,
orðin ertu, þrátt fyrir það,
þúsund bama móðir.“
í minningu um frændkonu sína lýsir hann konu-
höndinni þannig:
„Og höndin þín kvenlega, knáleg og feit,
sem kærleikur mjúk og sem einlægnin heit,
jafn hæf til að styðja og hjúkra:
Öll vandaverk sýndist að gæti afgreitt
og geirinn, ef þyrfti, eins hæglega reitt
sem hagræða hægindi sjúkra."
Væri ekki hver kona öfundsverð, sem fengi slík
erfiljóð? Einmitt frá manni eins og Stephani G.
Stephanssyni, manni, sem ekki kunni að smjaðra.
Eða sú er fengi minningarljóð, lífs eða liðin, líkt
og í kvæðinu „Kurly“. Kurly er um 6 ára stúlku-
barn, er hann var samtíða nýkominn til Ameríku.
Svo skildu þau, og hann frétti aldrei aí henni, né
sá hana síðar.
„Þann kaldlýsta haustmorgun höfðum við kvaðst
þú hrygg — ég með fáyrðaró.“
Eftir mörg ár er hann að geta sér þess til, hvar
hún sé og hvernig henni líði. Hann veit það eitt,
að hún hefur aldrei getað tapað manngildi sínu.
Hann gefur henni alla þá beztu eiginleika, sem
hann álítur góðri og mikilhæfri konu samboðna.
Hún hlýtur alltaf að vera dýrmæt og hrein perla,
hvert sem lífsflaumurinn hefur skolað henni.
„Þú átt kannske í fjölsótta garðinum gröf
við „gleym ei“ og drúpandi tré.
Ið bezta kvað fallvaltast, forlögin þau,
að fegurðin skammlífust sé.
En það sem er ágætast þroskast og fyrst,
og þarf ekki áranna með —
ég fæst ekki um ranglátt, þó rætzt hafi á þér
sú reglan, sem vel getur skeð.
Mér er þó sérhvers svipmynd ung og ný —
samt á ég enn þar marga kima tóma.
Fallegu augun hennar þrávalt því Þó sætir í dýflissu, dæmd henni var
þangað sér smeygja milli eldri blóma." oft drenglund, eins hrein eins og þín.
NÝTT KVENNABLAÐ S