Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Page 10

Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Page 10
í stórborginni Genf í Sviss sitja þrjár persónur í einu hinna mörgu herbergja stofnunar alþjóða heilbrigðismála, er hafa tekið sér fyrir hendur að rannsaka með aðstoð margvíslegra hjálpargagna, hvort fegurð geti orðið þeim konum, sem hafa hlotið hana í vöggugjöf, til hindrunar eða fjötur um fót (handicap). Þessar þrjár manneskjur bók- faðra ÖIl sjálifsmorð og tilíraunir til sjálfsmorðn víðs vegar í öllum heiminum. Hafa þær komizt á snoðir um, að mjög fríðar konur verða oftar fyrir barðinu á ógæfu og andstreymi en aðrar kynsystur þeirra. Af 250 sjálfsmorðum kvenna í Evrópu árið 1960 voru 140, þ. e. 55 prósent framin af svonefnd- um fögrum konum. En ef talað er um allan hnött- inn, þá hafa samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í hverjum stað 800 konur af 1200, sem sviptu sig lífi, verið ungar og fallegar. Franskur þjóðfélagsfræðingur, Dick Simons að nafni, hefur í heilt ár rannsakað efni, sem kann að virðast þýðingarlítið, en sýnist þó eftir því sem rannsóknunum miðar betur áfram verða æ skýrara: Geta fagrar konur, eða hinar svokölluðu fegurðar- dísir orðið hamingjusamar? Simons hefur birt niðurstöður sínar í frönsku tímariti. Hann hóf rannsóknirnar meðal stúdína í Vesturheimi. Fyrstu niðurstöður hans voru þannig: — Yfirburðir hinnar fögru stúdínu hverfa, er hún hefur náð 17 ára aldri. Fram að honum hefur hún oft forgangsrétt og er eftirsótt, en undir eins og spurningin um alvöru og dýpri sjónarmið kemur til skjalanna í sambandi við framtíðarhamingju, þá hefur fríðleiksstúlkan ekki betri aðstöðu. Simons hefur einnig komizt að svipuðum nið- urstöðum innan fleiri þjóðfélagsflokka í Banda- ríkjunum. Þegar konan er komin yfir tvítugt, þ. e. þegar viðfangsefnin verða alvarlegri og spurningin um framtíðina kemur til greina, þá verður fríð- KVENLEG FEGURÐ 0GÆFA? leiksstúlkan einatt eftirbátur, fer halloka. Um þessi atriði hefur Simons safnað uggvænlegum sönnun- um. Skólastýra ein við æðri kvennaskóla í Texas afhjúpaði fyrir honum þá vitneskju, að við ráð- leggingastöð, er hún hefur komið á fót, þar sem sálfræðingar hafa það hlutverk að leiðbeina í hjú- skapar-vandamálum, þá voru fríðleikskonur, sem aðstoðar leituðu, í yfirgnæfandi meirihluta. — Það virðist vera svo, mælti skólastýran, að fegurðin auki á vandamál þeirra. Hinar ófríðari eru ánægð- ar með maka sinn og berjast oft með oddi og egg fyrir því að varðveita hjúskaparhamingju sína, en fegurðardísirnar taka létt og kærulaust á öllu. Þær hugsa sem svo: Glati ég einum, þá standa mér 10 aðrir til boða. Og að lokum glata þær sjálfum sér. Þegar Birgitta Bardot gerði tilraun til sjálfs- morðs fyrir ári síðan heimsótti Simons dr. Namin lækni hennar, sem er kunnur sálsýkisfræðingur og hefur lúxushæli í Nizza og hefur kynnzt fjölda geð sjúkdómatilfella á Bláströndinni (franska Rivier- an). — Birgitta Bardot, segir hann, þoldi ekki þá aðdáun, sem henni hlotnaðist. Hún bugaðist í elt- ingaleiknum við hamingjuna. Margar fagrar konur hreppa svipuð örlög. Óvenjuleg líkamsfegurð krefst af konunni sterkrar skapgerðar. Hafi hún ekki yfir þeim þroska að ráða fer oft illa. Til mín hafa leitað ýmsar hinna fegurstu kvenna, er sækja Blá- ströndina heim. Þær hafa verið illa farnar, og mér hefur ekki ávallt tekizt að bjarga þeim. Simons þorði ekki að draga neinar fullnaðar- ályktanir af þessari frásögn læknisins. Hann var kominn til Frakklands og nú ákvað hann að halda áfram rannsóknum sínum við frægasta tízkuhús heimsins, nefnilega Dior í París. Um það bil um 15 ára skeið hafa starfað þar í kringum 30 sýning- arbrúður. Árangurinn varð sem hér segir: Af 29 sýningarstúlkum, sem höfðu starfað við það að sýna tízkuklæðnað frá Dior síðan 1947, eru 20 ógæfu- samar, 14 þessara töfrandi fegurðardísa eru frá- skildar eiginkonur, 5 eða 6 eru hamingjusamlega giftar. Simons bar fram nokkrar spurningar fyrir sumar þessara kvenna: — Álítið þér, að þér hefðuð haft betra tækifæri til þess að verða hamingjusamar til frambúðar, ef þér hefðuð ekki haft svo óvenjulega líkamsfegurð? NÝTT KVENNABLAÐ 8

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.