Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Síða 11

Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Síða 11
Konurnar svöruðu allar þessari spurningu játandi. Dorian Leih, er veitir forstöðu stærsta umboði í Evrópu í útvegun ljósmyndafyrirsæta, segir — Stúlk- urnar mínar eru alltof fallegar. Þær vekja ótta hjá karlmanninum. Þær eru stöðugt með uppskafning- um, sem þykir gaman að vekja á sér athygli með því að láta sjá sig í næturklúbbum og þess konar stöðum í fylgd með fegurðardrottningum. Þér munduð verða forviða, ef þér vissuð, hve margar þeirra eru einmana í raun og veru, og þær dreymir um venjulegan miðlungsmann, sem gæti orðið al- varlegur og tryggur lífsförunautur. Á móti einni, sem giftist farsællega, koma 10 aðrar, sem slæpast og drekka, til þess að deyfa sig og gleyma. Og hverju hafa þær þá að gleyma? — Að þær eru alltof fallegar og girnilegar. Forstöðukona við ballettinn í hinum heimsfræga næturklúbbi „Lido“ í París fer enn lengra í stað- hæfingum sínum. — Dansmeyjarnar, sem ég ræð hingað eru yfirleitt 1,75 cm háar eða þar um bil. Allar eru þær mjög fríðar. Og svo að segja allar eru þær ógæfusamar. — Þær eru flestar frá Eng- landi og Skandinaviu. Alltof fljótt fer Jjeim að leiðast og Jirá gamla vini frá heimabyggð sinni, en hér eignast þær ekki Jiannig vini. Karlmönnunum finnst Jsær alltof fallegar, líta á þær sem hálfgert yfirnáttúrlegar verur, sem varla þýði að nálgast. Er Jjá einstæðingsskapur yfirleitt sjúkdómur 20. aldarinnar og hlutskipti fegurstu kvennanna? Þess- ari spurningu beindi Dick Simons til töfrandi ít- alskrar stúlku rauðhærðrar, fyrrverandi smákvik- myndastjörnu, er hafði leikið nokkur lítil hlutverk í kvikmyndum? — Já, svaraði hún. Fallegustu stúlkurnar eru mestir einstæðingar. Þær fara mikið út, sækja sýn- ingar og næturklúbba. Þær hafa um sig alltof mikla hirð, Jjcss vegna eru þær svo einmana og vinalausar. Enginn stingur upp á að fara með þær á einhvern kyrrlátan látlausan stað. Menn vilja sýna þeim sem allra mest. En Jiær dreymir um ungan pilt, sem er ekki bíleigandi, en býður upp á kvöldverð á rólegum veitingastað og svo ef til vill í bíó á eftir. Meðal 30 kvenna, sem hlotið hafa titla fegurðar- drottninganna, svo sem „ungfrú Alheimur, ungfrú Evrópa, ungfrú Ameríka o. s. frv. (Simons rann- sakaði pappíra þessara kvenna) voru síðan 1948 fjórar sjálísmorðstilraunir (ein heppnaðist), tíu al- varlegar taugabilanir og ein tylft hjónaskilnaða. en meðal þessara 30 voru einnig átta velheppnuð lijónabönd. Frá Jjví að Simons hóf rannsóknir sínar hefur liann átt tal við margar fegurðardísir og hitt að NÝTT KVENNABLAÐ Sportjakki, stærð 40 (42) 44 Efni: Gróft garn, aðallitur hvítur, rautt, sansérað. Pr. nr. 4 og 5(4. Bak: Fitja upp 119 — (127) — 135 1. á pr. nr. 4 og prjóna 3 cm snún. (1 r., 1 sn.). Þá prjónað á pr. 5Vj þannig: 1. pr.: (hvítagarnið) x 1 sn., 1 r. x, endurt. milli x- anna, síðasta 1. sn. 2. pr.: x 1 r., taka snúnu 1. ópr., garnið fyrir framan x, cndurt. milli x-anna, síðasta 1. r. — Þessir tveir pr. alltaf endurt 3., 4., 5. og 6. pr. hvítir. Lausa bandið prjónað með r. 1. annan hvom pr. réttu megin. 7. pr: 2 — (6) — 10 1. hvítar, x 6 I. rauðar, 6 hvítar x, endurt. milli x-anna unz 9 — (13) — 17 1. eru eftir, þá 6 rauðar, 3 — (7) — 11 hvítar. — 8. pr.: hvítt yfir hvítt, rautt yfir rautt. — 9. pr.: 2 — (6) — 10 1. hvítar, x 6 1. sanséraðar, 6 1. hvítar x, cndurt. milli x-anna unz 9 — (13) — 17 1. em eftir, þá G sanséraðar, 3 — (7) — 11 hvítar. — 10. pr.: hvítt yfir hvítt, sansérað yfir sansérað. Endurt. 7.—10. pr. tvisvar sinnum í viðbót. (Sjá myndina.) Þá 12 pr. hvítir og á ný 12 pr. með röndum, eins og lýst Framh. á bls. 10 máli marga sálfræðinga og mikilsvirta sérfræðinga í taugasjúkdómum og sálsýki. Hann þykist þegar geta fullyrt, að óvenjulegur fríðleikur geti orðið konunt fjötur um fót. En með því að rannsóknum hans er ekki að fullu lokið, er bezt að fara varlega í að trúa um of á niðurstöður hans. 9

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.