Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Blaðsíða 10
þetta er ógerningur nema hafa til umráða notalcgt her- bergi. Ég hef oft undrast hversu húsbændur eru kröfu- Iausir um slíkt afdrep fyrir sjálfa sig. Væri nú ekki þess vert að hafa stóru stofuna fáeinum fermctrum minni, en ætla húsbóndanum ofurlítið herbergi, þar sem hann og drengirnir hans gætu unnið að sínu föndri án þess að „vera fyrir“ í stofunum. En víkjum nú aftur að bömunum. Líklega cr nokkuð til í því sem sagt er, að sé ekki þcgið verk, sem tvcggja ára barn vill í té láta, þurfi ekki að búast við, að það bjóði fram hjálp, þegar það cldist, svo afdrifaríkt getur það vcrið hvcrnig brugðist er við viðleitni barna. Með þessu greinarkorni hef ég aðallcga haft handa- vinnu barna og unglinga í huga, en að sjálfsögðu gildir hið sama um allt nám. Foreldrar og aðrir, sem sjá um uppcldi barna, fylgist með námi barnanna, starfi og áhugamálum, glæðið hjá þcim tilfinningu fegurðar og góðleika, örvið og veitið brautargcngi til að takast á við verkefnin og gleðjist með þcim, þegar vcl tckst. Viðurkenning veitt fyrir góða viðleitni er mikilvæg og er ásamt hóflcgu aðhaldi ómetanleg og getur ráðið miklu um framtíðarheill barnsins. I. E. Ey. Tvílif- dömupeysa Stærð 38-40-42 Efni: Ca. 200 g hvítt og 100 g svart ullargarn, pr. nr. 3Vz, heklunál nr. 3. Bak: Fitjaðar upp 90—96—102 1. með hvítu, slétt prjón. Er prjónaðir hafa verið 26 pr. enda klaufirnar, þá eru 4 1. fitjaðar upp í hvorri hlið. Auka síðan út 1 1. í byrjun og endi 12. hvers prjóns tvisvar sinnum, þá 102—108—114 á. Prjóna unz peysan mælist 33—34—35 cm, fella af fyrir handveg báðum megin, 3 1. cinu sinni, 2 cinu sinni og 1 þrisvar sinnum, 86—92—98 1. á. Prjóna unz handvegurinn mælist 18—181/2—19 cm. Fella þá af í livorri hlið: 8—10— 12 1. einu sinni og 6 1. þrisvar sinnum og þær sem eftir verða í einu lagi, 34—36—38, laust. Framst. prjónað eins og bakið, en með tveim litum, þannig: Fitjaðar upp 28—30—32 1. með hvítu og 62—66— 70 I. með svörtu. Slétt prjón og garninu snúið hvoru um annað er litirnir mætast. Strax þegar affellingum undir hönd báðum megin er lokið, prjónaðir 4 pr., rendur, þann- ig: 1. og 2. pr.: svart yfir hvítt og hvítt yfir svart — 3. og 4. pr. hvítt yfir svart og svart yfir hvítt. Sjá myndina. Síðan haldið áfram með svart yfir hvítt og hvítt yfir svart það sem cftir er af framstykkinu. Er liandvegurinn mælist 14—141/2—15 cm eru felldar af í hálsinn 34—36—38 miðl. og síðan hvor hliðin prjónuð sér, sín í hvorum lit. Er handv. mælist 18—181/2—19 cm, eru axlimar fclldar af eins og á bakinu. Frágangur: Pressa stykkin varlega á röngunni, sauma þau saman að undanskildum hliðarklaufunum. Hckla 3 umferðir fl. neðan um peysuna og klaufirnar mcð hvítu á hvítt og svörtu á svart. Sömuleiðis kringum handvegina og taka þá lítið eitt saman. Hálsmálið: Brjóta inn af bak- inu, lítið citt bogadrcgið og sauma niður á röngunni, sömuleiðis örlítið inn af öxlunum. Ilckla 3 umf. með hvítu yfir affellinguna að framan. Vasalok: Fitjaðar upp mcð svörtu 24 1. og prjónaðir 3 pr. slétt prjón, og slétt prjón áfram, til skiptis 2 hvítir pr. og tveir svartir. Eftir 4 hvítar rendur em allar 1. felldar af með hvítu. Sauma 1 cm innaf í hliðunum og hekla 1 röð fl. með hvítu yfir affellinguna. Sauma að síðustu vasalokið uppfitjunarmegin á svörtu hliðina, látið hanga laust til skrauts. Botnið þessa fyrriparta og sendið blaðinu: Tízkari völdin tekur hér tækniskrefum hröðum . . . Ennþá hækka útgjöldin, alltaf smækkar krónan . . . 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.