Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Blaðsíða 14
loksins vera alveg úr sögunni í lífi hennar. En mann-
vesalingnum, sem hefur glæpzt á að giftast henni vor-
kenni ég sannarlega. Nú en kannski hefur hún eitthvað
lært af reynslunni og stillir sig betur en áður. Eg er svo
sem ekkert hissa á því þó að karlmönnum, sem lítið
þekkja hana, lítist vel á hana, því að hún er lagleg, og
það sem kallað er kvenleg.“
„Þér minntust áðan á barn?“
„Já, en barnið dó.“
Svarið var stuttaralegt, en virtist með öllu sárindalaust
og spyrjandanum varð ónotalega við, rétt eins og hann
hefði allt í einu rekizt á múrvegg eða skyndilega fengið
veður af einhverju, sem var honum hartnær óskiljanlegt.
Hann var maður barngóður og hefði verið barnsár, ef á
það hefði reynt.
„Afsakið, ég hef víst lagt fyrir yður þó nokkrar nær-
göngular spurningar, mig furðar á því, þar sem ég legg
það ekki í vana minn að hnýsast í hagi fólks. Það liggur
við að mér finnist, að eitthvað alveg sérstakt liggi í loft-
inu á milli okkar, það verður að vera mín afsökun."
„Þér þurfið ekki að biðja mig afsökunar, því að ég
held, að þér hafið ekki spurt mig fleiri spurninga en ég
hef gefið yður tilefni til. Hann kunningi okkar, Berg,
kom okkur af stað með hjúskaparhjali sínu, og svo hefur
vínið gert sitt til, þetta er nú víst allt og sumt, og svo
sem ekkert sérstakt, sem í loftinu liggur. Ég á ekki vanda
til að vera svona lausmáll, mun það nær skapi mínu, að
opna hugann í hálfa gátt fyrir ókunnugum manni, sem ég
býst ekki við að hitta framar, en ræða erfitt einkamál, ja,
sem að minnsta kosti var erfitt á sínum tíma, en fyrir
þeim, sem ég umgengst að jafnaði. Svo er nú það. Látum
nú útrætt um strandsiglingu mína og skálum að skilnaði.
En fyrir hverju eigum við annars að skála? Mundi það
ekki vera í stíl við umræðuefnið að skála fyrir fornum
ástum, drekka grafaröl þess, sem var. Já, er í rauninni
dautt og grafið, þó að það skjóti endrum og eins upp
kollinum. Skál!“
„Skál!“
Lindegárd hafði treint sér leka í staupinu og borið
hönd yfir, er hinn vildi bæta út í.
Hann brosti glettinn og sagði: „Ég ætla að leggja það
til, að við skálum fyrir fomum ástum og nýjum. Því að
þó að illa hafi til tekizt með hina fyrstu tilraun megið
þér ekki fyrir nokkurn mun halda, að þér séuð öllum
heillum horfinn. Ég er sjálfur tvíkvæntur og hef verið
lánsamur í bæði skiptin. Hví skylduð þér þá ekki geta
haft heppnina með yður, ef þér reynið aftur.“
Hinn vonsvikni og uppflosnaði eiginmaður hristi höf-
uðið vantrúaður á eigin hjúskaparhamingju. Það brá fyrir
íhygli í svip hans.
„Það mætti segja mér, að þér séuð einn þeirra fágætu
ágætismanna, sem allt er á þá lund lagið að vera nota-
legur eiginmaður, hafa gaman af búskap og allskyns rísli
við hús og heimili, njóta í ríkum mæli samvista við konu
og haggast hvergi, þó að á ýmsu gangi og börn séu með
ærsl og ólæti. Mér aftur á móti finnst búskapur leið-
indarag. En nóg um það, ég ætla ekki að fara að sanna
mál mitt með dæmum, þó af nógu sé að taka. En þér
hafið vakið forvitni mína með því að lofa svo mjög hjú-
skaparlán yðar. Konur yðar hljóta að hafa verið hvor
annarri betri.“
3. „Vífið mitt væna.“
Lindegárd brosti.
„Það er víst ekki örgrannt um, að þér séuð farinn að
skopast að mér, hamingjuyfirlýsingum mínum, sem yður
finnast sennilega ærið einfeldnislegar. Það þykir víst ekki
sérlega gáfulegt nú, á tímum umróts og öryggisleysis, að
una hag sínum vel. En sjálfur tel ég það hyggins hátt, að
leitast við að fá það bezta út úr því, sem fyrir hendi er
hverju sinni. Það er víst til of mikils ætlast af forsjón-
inni, að hún sendi manni tómt sólskin, að aldrei syrti í
lofti. Og holt er að hafa það í huga, að við mennirnir
erum brekabörn ....“
„Varla þér,“ greip Hansen fram í og brosti. „Mér virðist
einmitt hið gagnstæða, að þér hljótið að vera góða barnið,
sem engum gerir erfitt fyrir.“
„Breysk erum við öll að einhverju leyti, og ég ætlaði ein-
mitt að segja, að mikið velti á því að vera fús til fyrirgefn-
ingar, ástunda umburðarlyndi. Það er dyggð, sem ber
sín laun í sjálfri sér. Nú er ég hræddur um, að yður kunni
að finnast fullmikill prédikunartónn í orðum mínum.
Nú, en sleppum þá frekari vangaveltum. Hvað mig snertir
má sjálfsagt telja mig gæfumann, þar sem báðar eigin-
konur mínar hafa, hvor á sína vísu, verið afbragðskonur.
Það mætti ef til vill segja, að ég hafi gengið í góðan skóla
hjá fyrri konunni, og það hafi komið mér að ómetanlegu
gagni í seinna hjónabandinu. En þetta var nú hálfgerður
útúrdúr, ég ætlaði víst að fara að segja, að enda þótt ég
telji mig gæfumann, slíkt getur nú verið allmikið undir
vilja og lífsviðhorfi komið, þá fer því þó raunar fjarri,
að alltaf hafi verið slétt undir fæti, og ekki verður annað
sagt, en að syrt hafi í lofti. Tilfinnanlegust voru veikindi
fyrri konu minnar. Nú og þá var fjárhagurinn ekki sér-
lega beysinn framan af. Ég segi ekki að ég hafi af ríki-
dæmi að státa nú, en tel mig á uppleið í þeim efnum. Bý
til dæmis í eigin húsi, allra viðkunnanlegasta einbýlishúsi
með garði í kringum. Við höfum verið samhent um það
hjónin, að koma okkur upp notalegu hreiðri, og reyndar
notið góðra við, en árangurinn ber ekki hvað sízt að
þakka minni ágætu konu.“
„Konan mín fyrrverandi virtist hafa töluverðan áhuga
í þessa átt, ef það var þá ekki bara tilefni til að illskast
út af tómlæti mínu og seinagangi," tautaði Hansen.
„Ég minntist áðan á veikindi fyrri konu minnar,“ sagði
Lindegárd dapurlega. „Ég ætla ekki að þreyta yður á því
að lýsa þeim erfiðleikum, né heldur áhyggjunum og kvíð-
anum eftir að ég vissi að hverju dró, og sorginni og sökn-
uðinum, þegar umskiptin urðu. Því að þrátt fyrir van-
mátt sinn var hún mér mikil kona, mikill félagi, og ef
til vill mætti segja, að hún hafi verið mér bjargvættur.
Mér fannst ég fádæma einmana og eitthvað svo vegalaus
eftir að hún var mér að fullu horfin. Ég var víst ekki
sem bezt til þess fallinn að standa einn uppi, og þó ekki
einn, ég átti telpu, og það jók á angur mitt að hugsa um
það, að ég væri ekki maður til að veita henni þann að-
búnað og þá handleiðslu, sem hún þarfnaðist. Nú en þá
kom blessuð seinni konan mín til skjalanna, fyrst sem
heimilisvinur og síðar, sem betur fór áður en langt um
leið, sem eiginkona mín. Telpan mín tók þessari ráða-
breytni minni vel, enda nógu skynug til að skilja, að
þetta væri henni sjálfri fyrir beztu.“
(Framh.)
12
NÝTT KVENNABLAÐ