Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Blaðsíða 15
„Nú er kátt í bæ" 1. rautt, 2. dökkur hör- undslitur, 3. ljósblátt, 4. ljósblágrænt, 5. ljósgult, G. gulbrúnt, 7. dökkgult, 8. dökkblágrænt. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmœðrakennari: MATUR STEIKTUR SILUNGUR 5 litlir silungar (hæfilegir handa einum manni hver) salt 3—4 msk smjör steinselja sítróna 2—3 tómatar 1 dós grænar baunir soðnar kartöflur. Silungarnir eru hreinsaðir og salti núið utan á þá. Nokkuð af smjörinu brúnað á pönnu og sil- ungarnir steiktir heilir í 5 mín. á hvorri hlið við vægan hita. Látnir á heitt fat. Það sem eftir er af smjörinu látið á pönnuna og saxaðri steinselju og sítrónusafa bætt út í og hellt freyðandi yfir fiskinn á fatinu. — Með fiskinum er gott að bera soðnar kartöflur, sem steinselju er stráð yfir, baunir, sítrónusneiðar og tómatsneiðar. FLJÓTLEGUR KJÖTPOTTUR 34—1 kg hakkað kjöt, bezt að helmingurinn sé nautakjöt 1—2 laukar 1 dl rjómabland 14—1 dl tómatkraftur salt, pipar karrý makkarónur eða spaghetti. Kjötið og laukurinn, sem skorinn hefur verið í sneiðar, er brúnað saman í potti. Þá er rjóma- blandi og tómatkrafti hellt saman við. Kryddað með salti, pipar og karrý og látið malla í 15—20 mín. Þá er sundurskornum makkarónum bætt út í ásamt dálitlu af söxuðum asíum (þeim má sleppa). Borið fram með franskbrauði eða hrærð- um kartöflum og gjarnan hráu grænmetissalati.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.