Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 7
NORNIRNAR Smásaga eftir Betty Holdt „Hvers vegna kveikirðu bál, Jóhansen frændi?" Gamli maðurinn leit um öxl og gaf telpunni hornauga. Hún hafði læðst svo hljóðlega að baki hans, að hann varð þess ekki var. Nú stóð hún þar, bjarminn af bálinu lék um hreinskilnislega, átta ára andlitið hennar. Hún néri saman berum fótleggjunum. Þeir voru hvítir eftir vetur- inn, þetta var einn af fyrstu dögunum, sem hermi var leyft að vera berfætt. Á hnjánum voru þessir algengu svörtu blettir, sem komu þegar skriðið var yfir landa- mæri þar sem drengimir heyja indíánabardaga og aðra svipaða leiki. „Það er „Valborgarnótt“, sagði gamli maðurinn og sneri sér aftur að bálinu. „Hvað er Valborgarnótt?" spurði barnið „má ég sitja um stund við bálið þitt, Jóhansen frændi? Ég var á sandölum í dag og er blaut í fæturna. Má ég verma mig?“ Gamli maðurinn hinkraði lítið eitt, svo færði hann sig til á trjábolnum, sem hann sat á. Sú litla flýtti sér að setjast við hlið hans og teygði fæturna að bálinu. „Því ertu ekki í rúminu þínu, eins og vera ber á þess- um tíma sólarhrings?“ spurði Jóhansen. „Ó, hó, það eru gestir," svaraði telpan og benti með augnaskoti til stóra hússins uppi á hæðinni. „Nú get ég gert það sem mig langar til, því allir hafa gleymt mér. Svo sá ég bálið þitt og hljóp hingað niðureftir." — Þau þögðu litla stund. Hún néri sína löngu og mjóu fótleggi og sagði: „í kvöld þarf ég heldur ekki að þvo mér.“ Hún boraði varlega í hruflu á öðrum fótleggnum og beið hæfilega lengi, þar til hún spurði á ný: „Viltu ekki segja mér hvers vegna þú kveikir bál, þegar er Valborgamótt, og því er Valborgar- nótt núna?“ Gamli maðurinn hafði átt von á spurning- unni og lét ekki standa á svari: „Valborgarnótt", sagði hann „hún er 30. apríl og það kvöld fljúga nornirnar til Bloksbjargs." „En, en“ — sú litla hristi höfuðið, „það er á Jónsmessunótt." „Nomirnar fljúga líka til Bloksbjargs á Jónsmessunótt", svaraði hann, „það vita allir. En það em ekki margir, sem vita, að þær fljúga þangað á Valborgarnótt. En næst- um engir vita, að þær fara þangað í þriðja sinn í nóvem- ber.“ „Hvers vegna gera þær það?“ „Valborgarnótt", sagði Jóhansen og horfði í eldinn — „fljúga þær ósköp hægt þangað, því enginn má vita það. Og enginn sér þær. Þá nótt liggur gulgrá þoka yfir skógum og fjallatindum. Það er að segja — fólkið heldur að það sé þoka. En það er rykmökkur og hvert rykkorn boðar sorg, það á að hitta einhverja menneskju og spilla lífi hennar og framtíð. En flest af þeim, stúlka mín, langflest eru draumar sem svíkja. Þegar nornirnar koma að Bloksbjargi setjast þær nið- ur, hægt og hljóðlega. Og rykkornin þéttast á höndum þeirra og þrengja sér inn í hár þeirra og klæði. Þær tala ekkert saman, en þegar þær hafa setið þar um lágnættið þá fljúga þær hver heim til sín. Og heimkynni þeirra eru dreifð um víða veröld. Og á heimleiðinni sáldrast ryk- komin frá þeim og falla til jarðar og valda ólæknandi sorgum og illum táldraumum — þú manst, að þeir eru svo fjölda-margir. Þau falla niður yfir mannfólkið og valda örlögum þess.“ Það glumdi í grjóti hinum megin við hólinn, sem þau sátu í og skær og dillandi hlátur barst að eyrum þeirra — „Þetta er mamma“, hvíslaði barnið. “Ég flýti mér burtu. Má ég koma á morgun og heyra endirinn á sög- unni?“ Hún var komin langt í burtu, þegar tvær manneskjur í föstum faðmlögum nálguðust bálið. „Ekki voru þau nakin og niðurlút", Jóhansen gamli fullvissaði sig um það, þegar hann virti þau fyrir sér. „Ó, Guð, sitjið þér hér og tendrið bál, Jóhansen," sagði konan, hló dálítið vandræðalega og losaði sig gætilega úr örmum mannsins. „Já, við höfum gesti í kvöld og við erum á skemmtigöngu. Indælt kvöld, er ekki svo? Þér hafið víst ekki séð til Lenu, hún er svo oft hér niðurfrá. Nei, hún er ekki hér núna. Góða nótt Jóhansen." Þau gengu burtu, hlið við hlið. í fárra metra fjarlægð var stór eik, í skugga hennar vöfðu þau sig hvort að öðru á ný. — Gamli mað- urinn horfði á eftir þeim, engin svipbrigði sáust á and- liti hans. Bálið var nú næstimi útbrunnið, hann tróð síðustu glæðurnar niður með fótunum og gekk upp að húsi sínu. Fætur Lenu litlu urðu fljótt brúnir þetta sumar og fengu margar rispur og skrámur. Stundum kom bólga og ígerð í þær, af því þær voru aldrei hreinsaðar. Hún var víst sjaldan þvegin og böðuð þetta sumar, telpuanginn. Ó, já, svo var nú það. — Hún kom oft til gamla mannsins, stundum eftir hádegið, en oftast á kvöldin. En þau töl- uðu ekki mjög mikið saman. Ekki síðan dag nokkurn, snemma í maí, þá kom hún og andlit iiennar var fölt eins og ljósu, sólvermdu hárlokkarnir, sem þyrluðust kringum það. — „Mamma er farin,“ sagði hún, „hún fór með ókunnugum manni sem henni þykir svo vænt um. Nú passar pabbi mig og Inga, þegar hún má vera að því.“ — Gamli maðurinn svaraði engu. Hann reyndi að hugga hana, eða afsaka brottförina, og ekki varpaði hann fram einu spaugsyrði. Hann kinkaði aðeins kolli, því nú vissu þau bæði, að svona atvik eru einatt að gerast í veröldinni. Hún hjálpaði honum að fóðra hænsnin hans og kanín- urnar og stundum lagaði hún til í litla húsinu hans, og sat svo fast hjá ofninum, þegar kalt var á kvöldin, þá töluðu þau um fiskana og fuglana og allar fáséðu jurt- irnar, sem vaxa í skóginum, og um skeljarnar, sem eru svo viðbjóðslegar, en geta þó geymt perlur. Daginn fyrir Jónsmessunótt, tíndi Jóhansen gamli sam- an sprek og gerði bálköst eins og hann var vanur. En hann var ekki eins rólegur og ákveðinn og venjulega. Hann hikaði stundum við hverja grein, sem hann tók upp og horfði óráðnum augum á köstinn, þegar hann var til- búinn. En hann kveikti í honum á nákvæmlega réttum tíma. — Það var eins dimmt og dimmast getur verið á Jónsmessunótt, þegar Lena litla kom. Hann þokaði sér til hliðar og hún settist hjá honum. (Framh. á 3. kápusíðu.) NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.