Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 14
Guðrún H. Hilmarsdóttir húsmæðrakennari: FYLLTAR KJÖTDEIGSRÚLLUR 600 g hakkað kjöt salt, pipar %—1 dl brauðmylsna eða 2 epli, 8 sveskjur eða 2—3 soðnar kartöflur 2 msk rúsínur. IV2 dl mjólk Sósa úr: 3 dl mjólk og soði, þykkt með 2—3 msk af hvciti og bragðbætt með 2 msk af tómatsósu og lauksalti. Brauðmylsnan er lögð i bleyti í mjólkina. Séu notaðar kartöflur eru þær marðar og þeim blandað í deigið. Kjötdcigið síðan kryddað og hrært út með mjólkur- blöndunni. Hrært vel svo það verði samfellt og gljáandi. Deiginu síðan smurt út á rakt trébretti og skipt í jafna ferhyminga. A hvem ferhyming er lagður eplabiti og hálf sveskja cða nokkrar rúsínur. Deiginu síðan vafið saman utan um fyllinguna og rúllurnar brúnaðar vel á pönnu. Hitinn minnkaður og dálitlu soði dreypt yfir, látið steikj- ast áfram við hægan hita nál. 15 mín. Rúllunum raðað á heitt fat og sósan búin til á pönnunni. Sósunni hellt sjóðandi heitri yfir kjötdeigsrúllumar og borið fram strax með soðnum kartöflum og öðru grænmeti. KAKÓKÚLUR 125 g haframjöl 1—2 msk kakó 100 g smjörl. möndlu- eða vanilludropar 100 g púðursykur 1—2 msk sterkt kaffi. Haframjöli, púðursykri og kakói er blandað saman á borði, smjörlíkið mulið saman við. Köldu kaffi og dropum blandað í, og deigið hnoðað þar til það er samfellt. Rúllað í pylsur, sem skomar em í jafna bita, og þeim rúllað í hnöttóttar kúlur. Kúlunum velt upp úr kókosmjöli eða muldum molasykri. Raðað á fat og bíði til næsta dags á köldum stað. FISKFLÖK MEÐ KARRÝ IV2 kg fiskflök 3 msk vatn IV2 tsk salt 6 msk smjörlíki. V2 tsk karrý Salti cr stráð á fliikin og þau lögð í smurt eldfast mót eða pott. Karrýið hrært út í vatninu og dreypið því yfir fisk- inn. Smjörlíkið látið í smábitum yfir fiskinn. Soðið við mjög hægan hita ofan á hellunni eða við 180° í ofni. í staðinn fyrir karrý má nota 2—3 msk af tómatsósu og strá þá rifnum osti yfir. Borið fram með soðnum kartöflum og hráu grænmetis- salati. Úr bréfi ,íslendingaspjall“ lætur illa af því hversu bændafólk fór illa með presta sina — með því að gefa þeim aldrei armað en bakkelsi að eta á húsvitjunarferðum. Nú er orðið minna um þetta ráp milli bæja. Heimili til sjávar og sveita þiggja í staðinn sameiginlegt uppihald frá útvarpi og sjónvarpi: „Vilhjálmur á borðið ber, brjóst- sykurinn handa mér,“ sagði óvígður þiggjandi. En þegar ég horfði á mynd úr síðustu heimsstyrjöld í sjónvarpinu, var mér um og ó — Betra var að lesa íslend- ingasögurnar við htla ljóstýru. Sætt lætur fuglanna söngur í eyra, sætara þó er sinn ástvin að heyra. íslendingasögurnar standa okkur nær. Er það ekki blösk- urslegt, að þær skuli ekki vera lengur fáanlegar á bóka- markaðnum? — Segir ekki Nóbel-skáldið: „Við erum all- ir jafnt komnir út af Landnámu og fornsögunum." Þær er alls ekki nóg að heyra lesnar í útvarpi — að einn lesi fyrir alla. íslendingasögumar þurfa frekast allra bóka að vera til í heimilisbókasafninu. Þær em vinir, sem þá er hægt að rækja vináttu við. X+Z —o— — Ég he£ tekið það fram, að þó að refsað væri fyrir öll lagabrot, og þó að sú refsing væri öll sanngjörn, þá væri réttlætinu ekki fullnægt með því, af því að ýms verstu verk mannanna varða ekki við lög. Einar H. Kvaran. —o— Nú er ei dyggð til nema ein, hún nefnist: auður. Og viðlíkt ódyggð verður ein: að vera snauður. Stgr. Th. Svissnesk úr Hinar heimsfrægu tegundir OMEGA og TISSOT ósamt flestum öðrum tegundum Upphlutssilfur, gull og silfurvörur ósamt hinum þjóðfrægu TRÚLOFUNARHRINGJUM Ódýrastir í landinu Par sem vegur 8 g kr. 1280,00 Par sem vegur 10 g kr. 1600,00 Skreyttir hringir kr. 190,00 hvert gram Póstsendum um allt land Sími 13769 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.