Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 8
Jakki á 4 ára Heklaður með föstum lykkjum Hcklunál nr. 4*4, festa: 914 mynztur og 20 umf. = 10 cm. 1. umf. á uppfitjunina: Hlaupa yfir 2 fyrstu lykkjumar næst licklunálinni, fl., ein lykkja fitjuð upp, hlaupið yfir eina lykkju og fl., jiannig umferðina út. Snúið við með 2 uppfitjunarl. 2. umf.: Föst lykkja, farið undir uppfitjunarl. frá fyrri umf., ein lykkja fitjuð upp og föst 1. undir næstu upp- fitjunarl., ein lykkja fitjuð upp. — Þetta síendurtekið. Eitt mynztur uppfitjunarl. + fl. — Alltaf snúið við með 2 uppfitjunarl. Bak: Fitja upp 77 1 og 38 mynztur í umf. Er bakið mælist 23 cm tekið úr undir hönd: hlaupið yfir 2 fyrstu fl. og skildar eftir 2 þær síðustu, snú: hekla út næstu umf. í næstu umf. (á réttunni) úrt. þannig: Hekla 1 mynztur, þá fitja upp 1 1 og stinga nálinni í næsta gat, draga upp 1, stinga nálinni aftur í þar næsta gat og draga upp 1, 3 1 á nálinni, draga þá garnið gcgnum allar lykkjurnar, hckla svo unz 3 mynztur cru eftir, taka úr á sama hátt. Þessar úrt. eru með 3 umf. millibili, 8 sinn- um, þar á eftir með 1 umferðar millib. 4 sinnum, unz 10 mynztur cru eftir. Hekla þá enn eina umf. og slíta gamið. Vinstri boðungur: Fitja 47 1, 23 mynztur. Þegar hann mælist 23 cm styttist umf. Þá byrjað að taka úr handvegsmegin, á réttunni, á sama hátt og á bakinu. Samtímis 9. úrtökunni er hætt að hekla á 5 mynztur að framan (homið) samtímis næstu úrtöku er hætt að hekla á 3 mynztur. Úrtakan handvegsmegin heldur áfram eins og áður unz 1 mynztur er eftir. Hekla þá enn eina umf. og slíta garnið. Hægri boðungur — heklaður á móti, mcð 3—4 hnappagt. Það neðsta 2 cm frá uppf. og það efsta 8—10 cm frá því hornið var fellt niður, hin með jöfnu millib. Hnappagt. þannig: tveim mynztrum frá framkantinum fitjaðar upp 3 1 og hlaupið yfir 1 mynztur, í umf. til baka heklaðar 2 fl., með uppfl. á milli, yfir þcssar 3 uppfl. Ermar: Fitja upp 41 1 (20 mynztur). f 7. umf. er auk- ið í 1 mynztri í hvorri hlið mcð því að hekla 2 mynztur í sama gatið. Útaukningin er 4 sinnum mcð 9 umf. milli- bili. Er ermin mælist 24 cm eru felld úr 2 mynztur JÓLAKJÓLAR Einlitir kjólar með hvítum pífum í hálsinn og framan um ermarnar, rennilás aftan á og kragarnir því tvískiptir. hvoru megin, síðan hefst úrt. á réttunni, cins og á bak- inu, en með 3 umf. millib. unz 4 mynztur eru eftir. Hekla þá enn 1 umf. slíta garnið. Frágangur, kragi: Leggja stykkin, eins og þau geta bezt verið, milli votra klúta og láta þau þorna. Kasta saman saumana. Hekla þá kragann, byrja fyrir innan hægra horniö og hckla að gagnstæðu vinstra meg- in 14 umf. fram og til baka, slíta gamið. Hekla síðan kringum alla treyjuna og framan um ermar ef vill á rétt- unni sama mynzturlicklið. Byrja við hægri hliðarsaum og hekla neðan um boðunginn og upp hægri barm, fara niður í hvert bil og tvisvar í sama bilið á horninu. Ilekla svo í annað hvort bil en hckla 2 mynztur milli homs og kraga, hekla yfir cnda kragans og fara í annað hvort bil, hckla yfir lengd kragans og tvö mynztur í fyrsta og síðasta bil, cn annars 1 mynztur í hvert bil, hekla niður hinn enda kragans, vinstra homið og vinstra framkant, cins og hægra mcgin, og ncðanum, 2 mynztur á hornið í sama bilið. Fcla vel cnda. Pressa léttil. yfir sauma og hornin niður (á röngunni svo útlitið skaðist ekki) naum- ast svo það sjáist. Kappmella hncppslur og sauma í kúpta hnappa. 6 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.