Morgunblaðið - 05.09.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.09.2009, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Baráttan um brauðið Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar mávarnir bitust um brauðbitann, sem kastað var út í Tjörnina. Líklega er ekki ofsögum sagt af ætisleysinu í sjónum. Ómar HEIMILIN í landinu hafa mörg hver verið mergsogin efnahagsróti síðustu 20 mán- aða. Höfuðstólar lána þeirra hafa hækkað upp úr öllu valdi sem og afborganir. Ríkisvaldið hefur nokkrum sinnum gripið til vanmáttugra tilrauna til að rétta hjálparhönd, sem flestar hafa engu skilað og hinar litlu. Fjármálafyrirtækin með nýju bankana í fylkingarbrjósti sýna skilning á ástandi í orði, en ekki á borði. Þau virðast ekki skilja, að eigi framtíðin að snúast um val á milli heim- ilanna og þeirra, þá verða þau að falla fram á sverðið. Staða nær allra lántakenda er þannig, að forsendur þeirra fyrir lántökum hafa brost- ið. Líkja má breytingunni við efnahagslegar hamfarir með engu minni áhrif en er hraun og aska færði byggðina í Vestmannaeyjum í kaf veturinn 1973. Hvort það var úrlausnum ríkisvaldsins að kenna eða einhverju öðru, þá er íbúatala Vestmannaeyja ekki ennþá búin að ná sömu hæðum og fyrir gos. Er það virkilega þetta sem við viljum sjá ger- ast á Íslandi? Fólki gert að bera tjón sitt að mestu eða öllu óbætt, að fólk flytji burtu vegna þess að það treystir ekki samfélaginu eða vill ekki að börn sín alist upp við þá ógn sem felst í óstöðugu efnahagsumhverfi? Fjármálafyrirtækin verða að átta sig á því, að þau munu aldrei innheimta að fullu þau lán sem þau eiga hjá viðskiptavinum sínum. Það getur verið að endurheimturnar verði 70-80% af verðtryggðum lánum, 45- 55% af gengistryggðum lánum og eitthvað svipað af öðrum lánum. Þó svo að eignir fólks standi undir veðsetningunni, þá gera tekjur þess það líklegast ekki. Og þó tekj- urnar geri það, þá er ekki víst að greiðslu- viljinn sé til staðar. Mjög mörgum Íslend- ingum finnst nefnilega sem fjármálafyrirtækin hafi brotist inn á heimili þeirra og stolið af þeim miklum verðmæt- um. Síðan er fólki ekki aðeins gert að greiða þjófunum upphaflegu skuldina, heldur einn- ig þann kostnað sem hlaust af innbrotinu. Leiðin niður á við Eins og ég sé ástandið í þjóðfélaginu, þá er bara um tvær leiðir að ræða. Leið eitt er að fjármálafyrirtækin gangi fram af hörku og innheimti lánin upp í topp. Það mun leiða til fjöldagjald- þrota og yfirtöku fjármálafyr- irtækja á þeim veðum sem sett voru fyrir lánunum. Þar sem veðin hafa fallið í verði, þá munu fjármálafyrirtækin ann- ars vegar ekki fá lánin að fullu greidd og hins vegar ekki geta selt eignirnar á því verði sem þær voru teknar yfir á. Nýir eigendur munu því geta keypt fasteignir ódýrt, sem mun valda ennþá meiri verðlækkun á fasteignamarkaði en þegar er orðin. Mikill hluti landsmanna, þ.e. þeir sem fóru í gjaldþrot eða greiðsluaðlögun, verða óvirkir á fjárfestingamarkaði í fjölda mörg ár og upp í áratugi, en það veltur allt á því hve lengi fjármálafyrirtækin munu reyna að rukka inn eftirstöðvar lánanna. Áhrifin verða geigvænleg fyrir íslenskt samfélag. Neysla dregst saman, velta fyrirtækja minnkar, skatttekjur ríkis og sveitarfélaga verða ekki svipur hjá sjón. Þetta bitnar á atvinnustiginu, samneyslunni og velferð- arkerfinu. Kreppan verður dýpri og lengri en nokkurn órar fyrir. Fólksflótti verður mikill og svört atvinnustarfsemi regla frek- ar en undantekning. Hagvöxtur dregst verulega saman. Leiðin upp úr kreppunni Leið tvö er að lántakendur fái verulega leiðréttingu á höfuðstóli lána sinna, t.d. til samræmis við stöðu lána 31.12. 2007 að teknu tilliti til greiðslna inn á höfuðstól og afborganir síðustu 20 mánuði. Í fyrsta lagi eru mörg lagaleg rök fyrir því að þetta verði gert. Bara til að nefna fáein, þá er það 36. gr. laga nr. 7/1936, samningalaga, en þar er fjallað um ógildingu samninga vegna for- sendubrests. Í tölulið c segir t.d.: „Samn- ingur telst ósanngjarn stríði hann gegn góð- um viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samn- ingsaðila, neytanda í óhag.“ Í lögum nr. 46/ 4005 um fjárhagslegar tryggingaráðstafanir er í 9. gr. ákvæði um að víkja megi til hliðar fjárhagslegri tryggingaráðstöfun, „ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera ákvæðið fyrir sig“. Nú, í lögum nr. 38/2001 um vexti og verð- bætur er í greinum 13 og 14 tekið fram, að eingöngu er heimilt „að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verð- tryggingarinnar vísitala neysluverðs. Í láns- samningi er þó heimilt að miða við hluta- bréfavísitölu.“ Tel ég þessi lagalegu rök vera nokkuð traust og vex stöðugt í hópi þeirra lögfræðinga sem telja þau nægilega sterk til að vinna dómsmál gegn fjármála- fyrirtækjunum. Í öðru lagi eru það viðskiptaleg rök. Það hefur oft sýnt sig, að sé komið til móts við skuldara með afskrift hluta af höfuðstóli láns, þá innheimtist í raun hærra hlutfall af höfuðstólnum en annars myndi gerast. Heildarafskriftin verður því minni, en ann- ars yrði. Ástæðan er að skuldarinn verður áfram virkur viðskiptavinur fjármálafyr- irtækisins og stendur frekar í skilum, þar sem greiðsluviljanum er viðhaldið. Við- skiptavinur sem finnst hann njóta réttlætis og sanngirni, er betri viðskiptavinur en sá sem finnst hann órétti beittur. Virkur við- skiptamaður er hverju fyrirtæki mik- ilvægur. Í þriðja lagi eru það siðferðisleg rök. Flest, ef ekki öll fjármálafyrirtæki tóku á einn eða annan hátt þátt í hrunadansinum. Það er engin afsökun að hafa haft gjaldeyr- isjöfnuð í jafnvægi eða hafa ekki ætlað að valda tjóni, dansinn var stiginn taktfastur án þess að hugsað væri fyrir afleiðingunum. Áhættustjórnun fyrirtækjanna brást, of mikil áhætta var tekin og þegar spilaborgin hrundi, þá reyndust viðbragðsáætlanir ekki vera til staðar. Vissulega var hlutur fjár- málafyrirtækja misjafn í hruninu, en þeir sem horfðu á og gerðu ekkert til að stoppa ofbeldið eru líka sekir. Það getur því ekkert íslenskt fjármálafyrirtæki talið sig vera sak- laust í þessum efnum. Í fjórða lagi eru það efnahagsleg rök. Þetta er raunar bara andstæðan við leið eitt. Ef greiðslubyrði lána verður létt með leiðréttingu á höfuðstóli lána, þá eykst neyslan, velta fyrirtækja, skatttekjur, sam- neysla og við verjum velferðarkerfið. Fleiri verða virkir á fjárfestingamarkaði og verð- fall fasteigna stöðvast. Staðið verður vörð um eignir fólks og fyrirtækja. Tiltrúin á hagkerfinu eykst og viljinn til að vera virkur þátttakandi líka. Verulega dregur úr atvinnuleysi og þar með útgjöldum ríkisins til þeirra þátta. Ánægðari þjóð- félagsþegnar skila meiri og betri vinnu og þar með auknum hagvexti. Fólk sér fram á bjartari tíð og að framtíð þess verði best borgið hér á landi. Aukin hagvöxtur og auknar skatttekjur gætu síðan hjálpað við að greiða niður skuldaklafana sem nú hvíla á þjóðinni. Og hvort sem fólk telur það kost eða ókost, aukið líkurnar á skjótri inn- göngu Íslands í ESB og upptöku evru. Leiðréttingin er ódýrari fyrir kröfuhafa Nú segir einhver að leið tvö sé of kostn- aðarsöm og einhver þurfi að borga. Það er bæði rétt og rangt. Leið tvö er ódýrari en leið eitt fyrir þá sem þurfa að bera kostn- aðinn. Ástæðan er sú, að sá hluti lánanna sem verður færður niður í leið tvö mun hvort eð er að mestu tapast í leið eitt. Þetta er svo kallaður sokkinn kostnaður. Auk þess mun leið eitt hafa í för með sér frekari út- lánatöp sem ekki eru komin upp á yfir- borðið núna, vegna dvínandi greiðsluvilja, þverrandi greiðslugetu, fjölgun atvinnu- lausra o.s.frv. Leið eitt mun því á endanum kosta fjármálafyrirtækin meiri afskriftir en leið tvö. Í mínum huga bendir allt til þess að leið tvö sé leiðin út úr kreppunni. Hún hefur yf- irburði yfir leið eitt fyrir alla nema kannski fjármagnseigendur, sem ætla að nýta sér kreppuástandið og brunaútsölur til að kom- ast yfir eignir ódýrt. Fyrir alla aðra er leið tvö hagstæðari. Ég er búinn að nefna lán- takendur, fjármálafyrirtækin, fyrirtækin, ríkissjóð og sveitarfélögin. En þá hvað með lánardrottna fjármálafyrirtækjanna? Gagn- vart þeim eru rökin alveg þau sömu og hjá fjármálafyrirtækjunum. Sé greiðslugetu og greiðsluvilja lántakenda (þ.e. heimila og fyr- irtækja) haldið við, þá hafa fjármálafyr- irtækin meiri tekjur til að nota í uppgjör við lánardrottna sína. Endurheimtur lán- ardrottnanna verða því betri eftir leið tvö en eftir leið eitt. Meira: mbli.is/greinar Eftir Marinó G. Njálsson » Sé greiðslugetu og greiðslu- vilja lántakenda (þ.e. heimila og fyrirtækja) haldið við, þá hafa fjármálafyrirtækin meiri tekjur til að nota í uppgjör við lán- ardrottna sína. Marinó G. Njálsson Höfundur er stjórnarmaður í Hagsmuna- samtökum heimilanna og sjálfstætt starfandi ráðgjafi um áhættu- og öryggisstjórnun. Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.