Morgunblaðið - 05.09.2009, Side 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 10.30. Biblíu-
fræðsla fyrir börn og fullorðna.
Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Sam-
eiginleg samkoma í dag, laugardag, hefst
með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Daniel Duda
prédikar. Lukkupottur og hádegisv. á eftir.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á
Selfossi í dag, laugardag, hefst kl. 10
með biblíufræðslu.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Biblíu-
fræðsla fyrir fullorðna í Loftsalnum kl. 11.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta og sunnudagskóli kl. 11. Rebbi refur,
Bangsi litli og söngvar.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Börnin taka
þátt í upphafi en fara síðan ásamt leiðtog-
unum Elíasi Bjarnasyni og Hildi Björgu
Gunnarsdóttur í safnaðarheimilið. Sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir altari,
kór Áskirkju syngur, organisti Magnús
Ragnarsson. Börn og foreldrar hvött til að
vera með í starfinu frá byrjun.
BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Nýtt efni sunnudagaskól-
ans afhent, söngur, sögur. Fjóla, Bjartur
Logi, Hans Guðberg og ungir leiðtogar.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestar sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr.
Gísli Jónasson, kór Breiðholtskirkju syng-
ur, organisti Julian Isaacs. Vænst er þátt-
töku fermingarbarna og foreldra þeirra.
Fundur með foreldrum fermingarbarna á
eftir. Sunnudagaskóli kl. 11. Kaffi á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barna- og fjöl-
skyldumessa kl. 11. Foreldrar eru hvattir
til að fylgja börnunum til messu. Nýtt efni
barnastarfsins kynnt. Félagar úr Kór Bú-
staðakirkju leiða sönginn, organisti er Re-
nata Ivan. Prestur er sr. Pálmi Matthías-
son. Kaffi og hressing á eftir.
Messuþjónar taka á móti kirkjugestum.
DIGRANESKIRKJA | Útvarpsmessa kl. 11.
Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir, organisti
Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju.
Einsöngvari er Þórunn Freyja Stef-
ánsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í
kapellu á neðri hæð. Veitingar á eftir. Sjá
digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar
Jónsson prédikar, sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir og sr. Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir
altari. Dómkórinn syngur, organisti er Mar-
teinn Friðriksson. Fermingarbörn og for-
eldrar séstaklega boðin velkomin. Á eftir
verður farið yfir fermingarstarfið.
FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduhátíð -
fjölskylduguðsþjónusta. Söngur, gleði og
skemmtun. Telpur úr listasmiðjunni Litróf
syngja og sögð verður Biblíusaga.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Sigríður Kristín og Skarphéðinn
leiða stundina. Kvöldvaka kl. 20. Bjarg-
ræðistríóið syngur en tríóið skipa þau
Anna Sigga, Örn og Aðalheiður.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskólinn
kl. 11. Kennsla og börnin geta tekið með
sér bangsa eða tuskudýr. Samkoma.
Björg R. Pálsdóttir prédikar, lofgjörð og
boðið til fyrirbæna. Á eftir verður kaffi og
samvera og verslun kirkjunnar opin.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðs-
þjónusta og barnastarf kl. 14. Anna
Hulda, Margrét Lilja og Ágústa sjá um
barnastarfið. Fermingarbörn og foreldrar
eru hvött til þátttöku. Barn borið til skírn-
ar. Tónlist leiða tónlistarstjórarnir Anna
Sigga og Carl Möller ásamt Fríkirkjukórn-
um. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar
og þjónar fyrir altari.
GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Hans Guðberg Alfreðsson, nýráðinn prest-
ur í Garðaprestakalli verður settur inn í
embætti af dr. Gunnari Kristjánssyni pró-
fasti sem jafnframt prédikar. Prestar og
djáknar í prestakallinu þjóna fyrir altari
ásamt prófasti. Bjartur Logi Guðnason og
Jóhann Baldvinsson organistar leiða tón-
listina ásamt Álftaneskórnum. Boðið upp
á kaffi í safnaðarheimilinu að Brekku-
skógum 1 á Álftanesi. Einnig er boðið upp
á akstur frá Vídalínskirkju kl. 13.30, Jóns-
húsi og Hleinum.
GRAFARVOGSKIRKJA | Uppskerumessa
og fyrirlestur um kartöfluna kl. 10, Hildur
Hákonardóttir flytur fyrirlestur um kart-
öfluna í sögu og samtíð, hún hefur skrifað
bók um efnið. Sunnudagaskóli kl. 11.
Prestur sr. Guðrún Karlsdóttir, umsjón hef-
ur Rúna, undirleikari er Stefán Birkisson.
Messa kl. 11. Þakkað verður fyrir upp-
skeru haustsins. Félagar úr kartöflufélag-
inu lesa ritningarlestra, Árni Johnsen
syngur lagið „Í kartöflugörðunum heima“.
Organisti er Hákon Leifsson, kór kirkj-
unnar syngur og sr. Bjarni Þór Bjarnason
þjónar fyrir altari. Á eftir messu munu upp-
skriftir að kartöfluréttum liggja frammi.
Borgarholtsskóli | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari, Vox populi syngur, ogrg-
anisti er Guðlaugur Viktorsson. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur
Gunnar Einar Steingrímsson djákni.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10,
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í
umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfi.
Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til
ABC barnahjálpar. Messuhópur. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur, organisti Árni Ar-
inbjarnarson, prestur sr. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir. Kaffi á eftir. Kyrrðarstund
á þriðjudag kl. 12, stutt helgistund með
altarisgöngu og bæn fyrir bænaefnum.
Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18 með
Þorvaldi Halldórssyni, messan einkennist
af kyrrð og einfaldleika.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn
Bjarnason messar, söngstjóri Kjartan
Ólafsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Kjartan Jónsson, Barbörukór
Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Guð-
mundar Sigurðssonar kantors kirkjunnar.
Sunnudagaskóli.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Birgi Ásgeirssyni og messuþjónum.
Schola cantorum syngur, stjórnandi Sim-
on Carrington, organisti Hörður Áskels-
son. Umsjón barnastarfs Magnea Sverr-
isdóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Umsjón með barnastarfi
Sunna Kristín og Páll Ágúst. Organisti
Douglas A. Brotchie og prestur er Tómas
Sveinsson. Veitingar á eftir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Tónlist-
armessa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson
þjónar. Björgvin Birkir Björgvinsson leikur
einleik á gítar. Félagar úr kór kirkjunnar
syngja og leiða söng, organisti er Jón Ólaf-
ur Sigurðsson. Sunnudagaskóli kl. 13.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 20 í umsjá Kafteins Sigurðar
Ingimarssonar. Lofgjörð og fyrirbænir.
Beðið fyrir íslensku þjóðinni.
HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Baldur Kristjánsson, organisti
Hannes Baldursson, kór Hveragerð-
iskirkju syngur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Fjöl-
skyldusamvera og brauðsbrotning kl. 11.
Barnakirkjan byrjar vetrarstarfið. Ræðu-
maður er Vörður Leví Traustason. Al-
þjóðakirkjan í hliðarsal kirkjunnar kl. 13.
Samkoman er á ensku. Lofgjörð-
arsamkoma kl. 16.30. Ræðumaður er Jón
Þór Eyjólfsson.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl.
20. Lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram
prédikar. Heilög kvöldmáltíð. Barnastarfið
hefst næsta sunnudag.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Frank Herlufsen, kór
Kálfatjarnarkirkju, prestur sr. Bára Frið-
riksdóttir. Fermingarbörn og foreldrar
þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.
Fundur um fermingarstörfin að guðsþjón-
ustu lokinni. Kaffi á eftir í þjónustuhúsinu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í
safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta kl. 11.
Sóknarprestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson
prédikar og þjónar fyrir altari, félagar úr
kór Kópavogskirkju leiða söng. Organisti
og kórstjóri Lenka Mátéová kantor.
LANDSPÍTALI Landakot | Guðsþjónusta
kl. 13.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson mess-
ar, organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Barnastarfið hefst í kirkjunni,
en síðan fara börnin í safnaðarheimilið
með Rut, Steinunni og Aroni. Nýtt efni af-
hent. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson,
organisti Jón Stefánsson. Ferming-
arfræðsla sunnudagkvöldið kl. 19-22.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson þjón-
ar ásamt Gunnari Gunnarsyni organista
og kór Laugarneskirkju. Umsjón með
sunnudagaskóla hefur sr. Hildur Eir Bolla-
dóttir ásamt hópi sunnudagaskólakenn-
ara og nokkurra ungleiðtoga. Frumsýning í
Laugarásbíói á kvikmyndaverkefninu
Dyggðin dýra verður kl. 12.30. Sýndar
verða þrjár stuttmyndir um dyggðir og lesti
sem hópur unglinga hefur unnið að í allt
sumar á vegum safnaðarins í samvinnu
við fjölda aðila.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Fermingarfræðsla, barna- og
æskulýðsstarf hefur göngu sína. Foreldrar
og börn hvött til að mæta. Prestar og
starfsfólk safnaðarins annast athöfnina.
Kór Lágafellskirkju syngur. Kaffi í safn-
aðarheimilinu Þverholti 3 á eftir.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Linda-
kirkju leiða safnaðarsönginn undir stjórn
Keiths Reeds. Gestir úr sunnudagaskól-
anum, brúðuleikhús. Prestur er Guð-
mundur Karl Brynjarsson. Fermingarbörn
og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin
velkomin. Veitingar á eftir.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Umsjón Sigurvin og María. Kór Neskirkju
leiðir söng og sr. Örn Bárður Jónsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar
aðstoða. Ferming. Veitingar og samfélag
á Torginu. Kl. 13 verður fyrirlestur dr. Ann
Belford Ulanov, Andlegt líf þjóðar í
kreppu, en hún er prófessor í geðlækn-
isfræði og trúarbragðafræði við Union
Theological Seminary í New York.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Batamessa kl.
17. Lofgjörð, söngur og bænir ásamt vitn-
isburði. Vinir í bata sérstaklega hvattir til
að taka með gesti. Kaffi og spjall í lokin.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17.
Hugleiðingu hefur sr. Kjartan Jónsson.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ósk-
ar Hafsteinn Óskarsson þjónar ásamt
Eygló J. Gunnarsdóttur djákna. Kirkjukór
Selfosskirkju leiðir söng, organisti er Jörg
Sondermann. Veitingar í safnaðarheimili
á eftir. Kvöldmessa með Þorvaldi Hall-
dórssyni kl. 20. Léttir sálmar, ritning-
arorð, hugvekja og bæn. Rætt verður um
12 sporin andlegt ferðalag sem hefst í
kirkjunni innan skamms.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl.
11. Söngur og saga. Almenn guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik-
ar, kór Seljakirkju leiðir söng undir stjórn
Tómasar Guðna Eggertssonar organista.
SELTJARNARNESKIRKJA | Barnastarf kl.
11. Börn fá sunnudagaskólatösku og
starfsemin kynnt. Umsjón Pálína Magn-
úsdóttir og starfsfólk í barnastarfinu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Færeyski kammerkórinn Tarira syngur í
messunni.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari
og prédikar, organisti er Ester Ólafsdóttir,
almennur safnaðarsöngur. Meðhjálparar
eru Ólöf Erla Guðmundsdóttir, Eyþór Jó-
hannsson og Erla Thomsen.
STRANDARKIRKJA | Uppskerumessa kl.
14. Prestur sr. Úlfar Guðmundsson, fyrr-
verandi prófastur, organisti Hannes Bald-
ursson, kór Þorlákskirkju syngur.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl.
14. Lofgjörð, barnastarf, prédikun og fyr-
irbæn. Guðmundur Sigurðsson predikar.
Kaffi og samfélag á eftir. Unglingastarf á
föstudagum kl. 20.
VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11 í tilefni af upphafi sunnudaga-
skólans. Nýir fræðarar í barnastarfinu eru
kynntir. Biblíufræðsla, brúðuleikrit og tón-
list. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Frið-
rik J. Hjartar þjóna fyrir altari. Margrét
Rós Harðardóttir, nýr æskulýðsfulltrúi,
heldur utan um stundina og Jóhann Bald-
vinsson organisti leiðir tónlistina ásamt
félögum úr kór Vídalínskirkju. Djús og
kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Sjá
gardasokn.is.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Pró-
fasturinn í Árnesprófastdæmi, sr. Eiríkur
Jóhannsson í Hruna, prédikar og skoðar
framkvæmdir við kirkjuna. Kristján Valur
Ingólfsson þjónar fyrir altari, organisti
Guðmundur Vilhjálmsson.
Orð dagsins:
Miskunnsami
Samverjinn.
(Lúk. 10)
Morgunblaðið/Ómar
Helgafellskirkja í Helgafellssveit.
MESSUR Á MORGUN
✝ Stefán fæddist 17.nóvember 1924 að
Skinnalóni á Mel-
rakkasléttu. Hann
lést á Sjúkrahúsinu á
Húsavík 22. ágúst
umkringdur börnum
sínum og nafna.
Hann var sonur
hjónanna Hólmfríðar
Þuríðar Guðmunds-
dóttur og Magnúsar
Stefánssonar bónda.
Stefán var næst-
yngstur sex systkina.
Hin voru Rannveig, f.
16.6. 1912, Sigríður, f. 3.3. 1915,
Hörður, f. 16.4. 1917, Guðmundur,
f. 10.12. 1921 og Kristín, f. 20.12.
1930. Þau eru öll látin. Eftirlifandi
maki Stefáns er Kristjana Ósk
Kristinsdóttir frá Hafnarfirði og
bjuggu þau allan sinn búskap á
Raufarhöfn. Þau eignuðust fjögur
börn. Þau eru Kolbrún, hún á tvær
dætur: Birgittu
Björgólfsdóttur sem á
tvo syni, Sigurð Jóel
og Viktor Erni Ingi-
marssyni, og Brimr-
únu Björgólfsdóttur
sem líka á tvo syni,
Björgólf Bersa og
Hergil Henning Krist-
inssyni. Særún, henn-
ar sonur er Stefán
Jan Sverrisson. Guð-
rún, hennar börn eru
Daníel og Eva Bene-
diktsbörn en Bene-
dikt lést af slysförum
2001 og Magnús, sem á tvær dætur:
Millu Ósk og Völu Rún með Erlu
Sigríði Ragnarsdóttur. Stefán bjó
að Ásgötu 12 á Raufarhöfn og naut
umönnunar dóttur sinnar Særúnar
seinustu árin.
Útför Stefáns fer fram í dag, 5.
sept., frá Raufarhafnarkirkju og
hefst athöfnin kl. 14.
Það eru blendnar tilfinningar
sem brjótast um í mér núna, pabbi
minn, þegar komið er að því að
kveðja þig í þriðja sinn á einum
mánuði. Fyrst hressan og kátan
eftir nokkurra daga heimsókn til
þín í Brún, en þá fékk ég það á til-
finninguna að þetta yrði okkar síð-
asta faðmlag. Nokkrum dögum síð-
ar kvaddi ég þig á dánarbeðnum án
þess að vera viss um hvort þú
heyrðir til mín.
Í dag er það hinsta kveðjan. Það
er auðveldara að sætta sig við orð-
inn hlut eftir að hafa séð þig svona
veikan og þjáðan og trúa því að nú
veljir þú þér nýja birtingarmynd á
öðru tilverustigi þar sem þú verður
aftur glaður og frískur.
Þegar ég sest niður og hugsa til
baka eru margar ljúfar minningar
sem streyma í hugann. Ég man
fyrst eftir mér hlaupandi á eftir
bílnum þegar fjölskyldan var í bíl-
túr. Ég átti það til að verða bílveik
og var þá sett út fyrir og látin
hlaupa til að hressa mig við. Ég
man líka eftir unglingsárunum og
öllum þeim söngæfingum sem ég
þurfti að taka þátt í þó ég vildi
heldur vera úti með jafnöldrunum.
Það var leyst með því að þeim var
kippt með og látin hlusta meðan
reynt var að ná nýjustu dægurlög-
unum af segulbandstæki og þau
spiluð aftur og aftur til að ná text-
anum. Þetta hefur sjálfsagt orðið
til þess að leikfélagar okkar systk-
inanna voru alltaf velkomnir á okk-
ar heimili. Þú varst alltaf vinsæll í
þeirra hópi. Ég man líka þegar þú
útskýrðir fyrir mér hvað ást væri
og hvernig ég gæti vitað hvort ég
væri ástfangin.
Það var alltaf mikið um að vera
heima hjá okkur. Oftast voru
hljómsveitaræfingar því alltaf vor-
uð þið í hljómsveitum, þú og systk-
ini mín. Við áttum hins vegar sam-
leið í kirkjukórnum í rúma þrjá
áratugi.
Ég bjó með mína fjölskyldu í
sama húsi og þið mamma í mörg
ár. Samgangur var því alltaf mikill
og góður þó við hefðum bæði
ákveðnar skoðanir. Þar held ég að
umburðarlyndi þitt hafi spilað
meira inn í en nokkuð annað. Þú
gast nú kallað hlutina réttum nöfn-
um eins og þegar þú kallaðir
ákveðnar aðgerðir í fjármálum
„bankaheimsku“. Það var mjög
fyndið þá en eflaust eru nokkuð
margir sammála þér í dag.
Það var ekki bara spilað og
sungið. Það var líka farið í anda-
glas, teflt, spilað á spil og sagðar
sögur.
Þú varst sanngjarn og góður fað-
ir og ekki að skipa þér af okkur
umfram það sem þurfti. Eftir að ég
flutti burtu voru samskiptin alltaf
til staðar í gegnum síma og nokkr-
ar ferðir norður eða suður.
Ég verð að segja þér að ég er af-
ar stolt af því uppeldi og þeirri
æsku sem ég fékk að njóta og tel
að það hafi gert mig víðsýnni og
kennt mér að njóta lífsins á ein-
faldari hátt. Ég efast um að nokkur
annar hafi átt heimili eins og við á
þessum árum á Raufarhöfn. Ég er
líka viss um að fáir hafa átt
skemmtilegri föður. Þú fékkst þinn
skammt af sorg og sársauka og
hann í stærra lagi en þú barst ekki
tilfinningar þínar á torg.
Elsku pabbi minn, ég bið góðan
guð að taka nú við þér og veita þér
góða vist hinumegin. Við aðra að-
standendur vil ég segja um leið og
ég votta mína dýpstu samúð: líttu
alltaf á það sem þú átt en ekki ein-
blína á það sem þú hefur glatað.
Kolbrún Stefánsdóttir.
Afi minn, Stefán Magnússon, var
afar hlýr maður, tónlistarunnandi,
mikill harmonikkuleikari, dýravin-
ur og húmoristi. Ég naut þeirra
forréttinda að alast upp í mikilli
nálægð við ömmur og afa frá báð-
um foreldrum mínum og eina lang-
ömmu meðan ég átti heimili á
Raufarhöfn.
Þegar ég var sex ára fékk ég lít-
inn sætan hvolp í jólagjöf frá for-
eldrum mínum en ég var svo
hrædd við hvolpinn að við gátum
ekki haft hann hjá okkur. Þá kom
afi og bjargaði okkur, mér og
hvolpinum, hvoru frá öðru. Afi sið-
aði hundinn, kenndi honum alls
konar kúnstir og sýningaratriði
sem við dáðumst öll að. Næstu 20
árin sást afi Stebbi sjaldan án
Stubbs en það var nafnið sem
hvolpurinn fékk enda afar stutt-
fættur. Um tíma bjuggum við í
sama húsi og þau afi Stebbi og
amma Sjana og var því samgangur
mikill. Stundum kom ég til að fá
mjólk og kex, stundum til að sníkja
pening í sjoppuna og stundum bara
til að athuga hvað væri skemmti-
legt um að vera í Brún. Alvanaleg
sjón var að sjá afa í eldhúsinu að
spila á nikkuna, stundum einn,
stundum voru einhverjir vinir hjá
honum, jafnvel með nikku eða
munnhörpu, en oftast var afi að
spila á nikkuna og börnin hans
fjögur að syngja þríraddað og afi
gerði athugasemdir ef þau sungu
ekki rétta tóninn eða fóru ekki rétt
með textann því afi vildi hafa þetta
vel gert. Hans uppskera varð sú að
þau eru öll prýðis tónlistarfólk í
dag.
Afi var alltaf kátur og gantaðist
með alla hluti. Þegar hann kom til
Reykjavíkur hin seinni ár, sem var
örsjaldan, þá oftast í einhverskon-
ar læknastússi, sagði hann okkur
að það væri ekki að spyrja að því,
stelpurnar á læknastöðinni væru
svo skotnar í honum að þær vildu
endilega sjá hann aftur og það sem
allra fyrst. Svona gat afi matreitt
fyrir okkur hlutina á jákvæðan
hátt en í rauninni fannst honum
fátt leiðinlegra en að standa í
læknastússi og vildi helst vera í
öruggu skjóli sínu í Brún.
Um leið og ég kveð afa með
söknuði kveð ég hann líka með
gleði og þakklæti yfir því hversu
mikils ég hef að minnast og sakna.
Birgitta Björgólfsdóttir.
Stefán Magnússon