Morgunblaðið - 05.09.2009, Blaðsíða 27
Daglegt líf 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
Bredgade 33
DK-1260 Kbh. K
Tel +45 8818 1111
Mánudaginn 7. september kl. 13-18 á Hverfisgötu 29, 101 Reykjavík
Bruun Rasmussen Kunstauktioner er stærsti uppboðshaldari Danmerkur. Sérfræðingar okkar bjóða þig velkominn
til ókeypis mats á listmunum þínum án nokkurra skuldbindinga. Við bjóðum upp skartgripi, silfur, Georg Jensen
listmuni, Flora Danica skartgripi, rússneska list, mynt, frímerki, vopn, bækur og vín árið um kring. Láttu okkur
vita ef þú átt listmuni í þessum flokkum og einn af sérfræðingum okkar mun hafa samband við þig áður en
þeir koma til landsins. Við erum einnig að leita að verkum eftir íslenska listmálara eins og:
Jón Stefánsson, Olafur Eliasson, Ásgrím Jónsson og Jóhannes S. Kjarval og marga fleiri.
Við bjóðum besta verðið á markaðinum ásamt skjótu uppgjöri.
Hægt er að meta listmuni heima hjá fólki þann 6. eða 7. september. Vinsamlegast
hafðu samband – með góðum fyrirvara – við Kasper Nielsen í síma +45 6035 1121
eða með tölvupósti: k.nielsen@bruun-rasmussen.dk
Næstkomandi skoðanir og uppboð, sjá: www.bruun-rasmussen.dk
Uppboð
Matsdagur í Konunglega danska sendiráðinu
Ljósanótt stendur nú sem hæst. Það dylst
engum sem fer um bæinn. Allt frá því á
fimmtudag hefur meira og meira líf verið að
færast í bæinn, fólk tekur ljósaseríur úr
skápunum eða stingur í samband þeim sem
hafa verið í dvala í sumarbirtunni. Bærinn
er skreyttur með fánum og ljósum og hann
hefur fengið nýja ásýnd. Nú trónir stór
klukka á einu hringtorginu á Hafnargötunni,
Kiwanisklukka, sem sett var upp í minningu
Ævars Guðmundssonar, eins stofnanda
Kiwanis, sem lést í fyrra. Okkur verður í
framtíðinni sýndur réttur tími með aðstoð
gervitungla og GPS-staðsetningartækis.
Sem íbúa í Reykjanesbæ hafa mér ekki síð-
ur þótt upphafsdagarnir skemmtilegir en
hápunkturinn sjálf Ljósanótt á laugardeg-
inum. Fimmtudagana notar maður gjarnan
til þess að kíkja á sýningar í rólegheitum og
njóta þessarar notalegu stemningar sem
smátt og smátt færist yfir bæinn. Á föstu-
deginum er enn meiri stígandi með hápunkti
í fjölskylduskemmtun um kvöldið. Dagurinn
í dag verður erilsamur, fullur af áreiti,
kveðjum og skemmtilegheitum úr öllum átt-
um. Kveikt verður á ljósunum á Berginu í
kvöld, sem minnir mann á að haustið er
komið og vetur í nánd.
Hátíðin er nú haldin í 10. sinn og er margt
gert til þess að minnast tímamótanna.
Ljósanótt hefur t.a.m. fengið einkenn-
ismerki. Safndiskur með ljósalögum frá upp-
hafi hefur verið gefinn út, ásamt ljósalagi
ársins í ár og lagi Gunnars Þórðarsonar
„Gamli bærinn minn“ sem alltaf fær að
hljóma undir flugeldasýningunni. Tímamót-
unum verður fagnað með Ljósanætursvítu í
kvöld og hátíðartónleikum á morgun.
Annarra tímamóta verður einnig minnst
þessa ljósanótt. Fyrir 40 árum opnaði at-
hafnamaðurinn og listunnandinn Birgir
Guðnason verkstæði í Grófinni, BG Bíla-
kringluna. Af því tilefni var efnt til myndlist-
arsýningar og hefur sú sýning verið end-
urvakin á þessari ljósahátíð. Að auki eru 6
aðrar sýningar í nýjum sýningarsölum í hús-
næði Bílakringlunnar, sem saman mynda
Listatorg BG Bílakringlunnar.
Ný skipulags- og umhverfisverkefni hafa
jafnan verið kynnt á ljósanótt og sú er einn-
ig raunin í ár. Að undanförnu hafa starfs-
menn lagt nótt við dag til að fullvinna
göngustíg sem liggur meðfram nýjum sjó-
varnargarði sem lagður hefur verið í
Reykjanesbæ. Stígurinn er upplýstur að
stærstum hluta og nær frá Gróf að Stapa í
Innri-Njarðvík. Stígurinn er skemmtilega
fjölbreyttur, liggur ýmist meðfram sjó,
framhjá tjörnum, í grasi grónu sléttlendi eða
grýttum hæðum. Þar sem það á við hefur
verið komið fyrir sögukortum með fróðleik
um viðkomandi svæði, örnefni og fuglateg-
undir í fjörum.
Göngustígurinn verður vígður kl. 11 í dag.
Byggðasafn Reykjanesbæjar ætlar að efna
til sögugöngu frá Stekkjarharmi í Ytri-
Njarðvík að Duus í Keflavík. Í göngunni fá
göngugarpar að heyra sögu bæjarfélagsins
séð frá göngustígnum en þegar komið verð-
ur að Duus fer fram vígsla á fánastöng sem
Guðlaugur heitinn Karlsson, fyrrverandi
skipstjóri á Voninni, ánafnaði Bátasafni, en
fánastöngin hvílir á bátsskrúfu. Að því loknu
hefst í húsakynnum Bátasafnsins skjá-
myndasýning á ljósmyndum Byggðasafnsins
frá strandlengjunni.
Á sama tíma hefst í Keili fyrirlestur pró-
fessors Kaj Mickos, nýsköpunarsérfræðings
frá Svíþjóð, undir yfirskriftinni „Frá hug-
mynd á markað á 3 sólarhringum“. Að fyr-
irlestri loknum verður farið í vinnustofur og
m.a. velt vöngum yfir því hvort og hvernig
þetta er gerlegt, jafnvel án fjármagns.
Mikil heilsuvakning hefur verið í bænum.
Auk almennrar heilsuvitundar íbúa eiga þeir
fjölmörgu sem bjóða upp á heilsunámskeið í
margvíslegu formi ekki síður heiðurinn af
því. Ballettnám er hafið í bænum, jógakenn-
urum hefur fjölgað, hlaupanám á boðstólum
og úr fleiri heilsustöðvum og einkaþjálfurum
er að velja. Þá gefur nýr göngustígur ekki
síður tækifæri til útivistar.
Blásið verður til heilsu- og forvarnarviku í
Reykjanesbæ vikuna 21.-27. september og
er þetta í annað sinn sem það er gert.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Nýr göngustígður sem liggur gegnum bæinn meðfram strandlengjunni verður vígður í dag
REYKJANESBÆR
Svanhildur Eiríksdóttir fréttaritari Rúnar Kristjánsson á Skagströnd segirmargt í gangi í samfélaginu sem fyrr:
Tekist er á um auð og völd,
alls staðar reynt að véla.
Orkar Mammons með augu köld
iðka það helst að stela.
En varnarráðið er nú sem ætíð:
Eigðu í hjarta helgan stað,
hann sé þar við rætur innst.
Íslenskaðu í þér það
sem óþjóðlega vanrækt finnst.
Loks yrkir hann um „útrásarvíkinga“:
Víkingar eru þeir ekki,
það á ekki að heyrast í frétt,
sem hengja á þjóð sína hlekki
og hirða ekki um neitt sem er rétt.
Hörður Þorleifsson sendir Vísnahorninu
stöku um „aurasálirnar“:
Mammon var hér með í ferð
mennskum klæðum búinn,
ágætur að ytri gerð
en innviðurinn fúinn.
Heimir L. Fjeldsted lýsir líðan sinni í ver-
aldarvafstrinu:
Ráðvilltur og röflandi
rokna skuldum hlaðinn.
Bitur er og bölvandi,
bættur ekki skaðinn.
Það upplýsist hér með að bragurinn Reið-
túr í Húnaþingi var birtur á fimmtudag í
Vísnahorninu, sem gengið hefur manna á
milli á Netinu, er eftir Gísla Sigurðsson. Þá
leiðréttast hér með sléttubönd Valgarðs Eg-
ilssonar, en rangt var farið með þau aftur-
ábak á dögunum:
Slóðar leita andans enn
æðsta heiðurs njóta.
Þjóðar vorrar meðalmenn
mestu virðing hljóta.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af þjóð og víkingum