Morgunblaðið - 05.09.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 ✝ Guðrún Stef-ánsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní árið 1908. Hún lést 13. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Margrét Jóns- dóttir húsfreyja, f. 4. nóv. 1885, d. 29. sept. 1980, og Stefán Björnsson, útvegs- bóndi og skipstjóri í Skuld í Vest- mannaeyjum, f. 16. júlí 1878, d. 11. mars 1957. Hinn 26. maí 1928 giftist Guðrún Helga Benediktssyni, útvegsbónda í Vestmannaeyjum, f. 3. des. 1899, d. 8. apríl 1971. Börn Guðrúnar og Helga eru: 1. Stefán ökukennari, f. 16. maí 1929, d. 30. apríl 2000. Eig- inkona hans er Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 19. feb. 1931. Dætur þeirra eru: a) Guðrún, f. 1952 , gift Arnari Sigurmundssyni, f. 1943. b) Sigurbjörg, f. 1953, gift Páli Guð- jóni Ágústssyni, f. 1948. Barnabörn Stefáns og Sigríðar eru 6 og 8 barnabarnabörn. 2. Sigtryggur, fyrrum forstjóri Brimborgar, f. 5. okt. 1930. Eiginkona hans var Hall- dóra Guðmundsdóttir, f. 29. nóv. Brynhildur Brynjúlfsdóttir, f. 1960. c) Páll, f. 1966. Eiginkona hans er Anna Eiríksdóttir, f. 1961. d) Karl, f. 1968. Eiginkona hans er Alda Gunnarsdóttir, f. 1970. Dóttir Páls og Ingu Lilju Sigurðardóttur er Telma Dögg, f. 1994. Barnabörn Bryndísar og Páls eru 9 og 1 barna- barnabarn. Sambýliskona Páls er Wandee Kudpho. 5. Helgi, f. 31. okt. 1938, d. 28. ágúst 1960. 6. Guðrún verslunarmaður, f. 16. feb. 1943. Eiginmaður hennar var Finnur Agnar Karlsson, f. 17. apríl 1941, d. 12. maí 2008. Börn þeirra eru a) Birgir, f. 1965. Sambýliskona hans er Elínborg Aðils, f. 1965. b) Guð- rún, f. 1976. Barnabörn Guðrúnar og Finns eru 3. 7. Arnþór, fjölmiðlamaður og vináttusendiherra, f. 5. apríl 1952. Hann er kvæntur Elínu Árnadóttur, f. 29. mars 1950. Sonur Elínar og Birgis Jónssonar er Árni, f. 1970. Eiginkona hans er Elfa Hrönn Frið- riksdóttir, f. 1978. Barnabörn El- ínar eru 3. 8. Gísli tónlistarmaður, f. 5. apríl 1952. Eiginkona hans er Herdís Hallvarðsdóttir, f. 29. ágúst 1956. Sonur þeirra er Helgi Tómas, f. 1993. Dóttir Herdísar og Svein- björns Péturssonar er Bryndís, f. 1980. Eiginmaður hennar er Brynj- ar Halldórsson, f. 1981. Útför Guðrúnar verður gerð frá Landakirkju í dag kl. 14. Meira: mbl.is/minningar 1934, d. 2. júní 2009. Börn þeirra eru: a) Drengur, f. 18. júlí 1955, d. 18. júlí 1955. b) Þórhildur, f. 1956. Maki Hrafnkell Ósk- arsson. c) Kristbjörg Hrund, f. 1962. Maki Skapti Haraldsson. d) Fjölnir, f. 18. júlí 1967, d. 24. janúar 1989. Barnabörn Sig- tryggs og Halldóru eru 5. 3. Guðmundur útvarpsvirki, f. 12. maí 1932, d. 15. maí 1953. Barnsmóðir hans er Erla Karlsdóttir, f. 7. nóv. 1934. Sonur þeirra er Helgi, f. 1952. Eiginkona hans er Ingveldur Jónsdóttir, f. 1951. Sonur Erlu og Guðjóns Ingv- arssonar er Ingvar Örn, f. 1963. Hann er kvæntur Helgu Þóru Eiðs- dóttur, f. 1963. Barnabörn Erlu og Guðmundar eru 4 og barna- barnabörnin tvö. 4. Páll ferðafröm- uður, f. 14. júní 1933. Eiginkona hans var Eva Bryndís Karlsdóttir, f. 12. maí 1935, d. 28. apríl 1987. Syn- ir þeirra eru a) Guðmundur, f. 1954. Eiginkona hans er Sigurbjörg Vil- hjálmsdóttir, f. 1956. b) Ástþór Rafn, f. 1957. Eiginkona hans er Mamma var um margt óvenjuleg kona. Hún brotnaði aldrei undan þungum áföllum heldur bognaði um stund. Síðan rétti hún úr sér í átt að ljósinu eins og viðarteinungur sem leitar þangað orku. Eða á ég að líkja henni við Skaftfelling, skip- ið sem henni þótti svo vænt um? Yf- ir hann hvolfdust ólögin en hann velti þeim jafnan af sér. Hún þurfti iðulega að horfast í augu við dauð- ann á ferli sínum. Veturinn 1920 missti hún þrjú systkini sín. Tveir synir hennar létust í blóma lífsins og á bak hinum þriðja sá hún þegar hún var í hárri elli. Hún syrgði með sæmd og leitaði jafnan huggunar hjá skapara sínum. Síðustu ár ævi sinnar fór hún einatt með þetta brot úr sálmaerindi eftir Valdimar Briem: Þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. Þannig lýsti hún þrá sinni eftir að losna héðan úr jarðvistinni. Mamma ól 8 börn á 23 árum og er því óhætt að fullyrða að hún hafi borið í heiminn tvær kynslóðir. Eldri bræður mínir eiga því margs að minnast sem ég man ekki eftir. Á góðum stundum hafa prakkara- strikin verið rifjuð upp og þá kem- ur í ljós að börn hennar voru mikil fyrir sér. Eitt breyttist ekki. „Ég skal taka í hann á morgun,“ svaraði hún ævinlega þegar við klöguðum einhvern fyrir henni. Á morgun var jafnan allt gleymt. Mamma hafði um árabil 1-2 vinnustúlkur. Flestar urðu þær vin- konur hennar og héldu tryggð við hana á meðan ævin entist. Mamma var samt aldrei iðjulaus enda var að ýmsu að hyggja. Heimilið var fjöl- mennt og um tíma voru heimilis- menn 20-30. Borðstofuborðið á Heiðarvegi 20 var svo stórt að við það gátu setið 16 manns og stund- um var bætt við aukaborði. Þegar pabbi hóf rekstur Hótels HB árið 1950 lögðust hótelþvottarnir á hana. Hún gerði iðulega kæfu og slátur úr afurðum nautgripa, en í fjósinu í Hábæ, sem þau pabbi áttu, voru á milli 40-50 nautgripir. Þykir mér enn sem kýrslátrið sé eitthvert mesta lostæti sem ég hef bragðað. Mamma fylgdi okkur tvíburunum tvisvar til Bandaríkjanna í augn- aðgerðir, hjálpaði okkur við námið og aðstoðaði á alla lund. Hún fletti upp í orðabókum, las það sem ekki fékkst á blindraletri og svona mætti lengi telja. Jafnvel í háskólanámi mínu reyndist hún mér betri en enginn. Þegar ég hóf afskipti af menning- arsamskiptum Íslands og Kína tók hún virkan þátt í starfi Kím og margar voru þær sendinefndirnar sem hún veitti móttöku. Hún var al- úðleg við alla og laðaði fólk að sér. Börn löðuðust jafnan að henni og þrjú barnabörn eignaðist hún með mægðum. Þótt börn hennar eltust vildi hún hafa hönd í bagga með heill þeirra. Hún sá fljótlega að ég, sem gekk seinast út, hafði kosið mér gott konuefni. Einhverju sinni þegar hún hélt að ég hefði villst af leið spurði hún og barði í borðið, hvort ég væri farinn að sofa hjá hvaða kvenmanni sem væri úti í bæ! Mér þótti hún sýna mér tals- verðan yfirgang, 35 ára gömlum manninum. En leikar fóru svo að hún varð svaramaður okkar Elínar og í nánu sambýli við okkur var hún um 11 ára skeið. Blessuð sé minning hennar. Arnþór. Ég kveð tengdamóður mína ,Guð- rúnu Stefánsdóttur, nú með þakk- læti í huga fyrir allt það góða og já- kvæða sem hún stóð fyrir. Heimurinn væri mun betri ef fleiri hennar líkar væru á meðal vor. Við Arnþór (annar yngsti sonur hennar) giftum okkur komin vel á fullorðinsaldur og Guðrún þá komin yfir áttrætt. Mæður okkar voru svaramenn í brúðkaupinu, glæsileg- ar báðar á íslenskum búningi. Þau mæðgin Arnþór og Guðrún höfðu þá haldið saman heimili um margra ára skeið í sama húsi og ég flutti inn í nokkru áður. Ég gantast stundum með að Arnþór hafi gifst mér fyrir þægindasakir, af því að hann þurfti aðeins að flytja niður um eina hæð. Við vorum í nánu sambýli við Guðrúnu þau ár sem hún hafði heilsu til að búa heima og borðuðum jafnan kvöldmat saman, ýmist hjá henni eða okkur. Alltaf fylgdu henni notalegheit og já- kvæðni. Hún var sérstaklega op- inhuga og tilbúin að sjá hlutina í nýju og breyttu ljósi þótt venjur hennar og hefðir frá fyrri tímum væru aðrar en þær sem tíðkast í nútímanum. Þegar mægðir tókust með okkur, eignaðist unglingurinn sonur minn nýja ömmu, sem var í daglegum samskiptum við okkur. Hann kall- aði hana líka alltaf ömmu og hún umgekkst hann sem eitt af barna- börnum sínum. Guðrún var mjög barngóð kona og löðuðust börn að henni. Næst- yngsta barnabarn hennar, Helgi Tómas Gíslason, var mikið í fóstri hjá ömmu sinni og okkur fyrstu ár- in hans og var einkar kært með honum og ömmu. Hann naut þess að fá að bjástra í pottaskápunum hennar og var á ýmsum sérsamn- ingum hjá henni. Eftir að Guðrún komst á tíræð- isaldur fór minnið að gefa sig og þar kom að hún þekkti mig ekki nema endrum og eins. Ég kynnti mig jafnan fyrir henni og sagðist vera tengdadóttir hennar og væri kona Arnþórs. Einu sinni sagði hún: „Ja, hérna og enginn hefur sagt mér þetta.“ Hún var nú samt alltaf ánægð með þetta fyrirkomu- lag og sátt við mig. Ég trúi því að hún sé nú frjáls úr viðjum líkamlegs helsis á brautum ljóssins. Elín Árnadóttir. Kveðjuorð til tengdamömmu minnar og vinkonu. Bæði börnin mín fundu skjól hjá Guðrúnu. Hún Bryndís, sem var 4ra ára þegar þær kynntust, og svo hann Helgi Tómas. Og þau voru bara tvær manneskjur af hvað mörgum? Ég frétti af samhjálpinni í Eyjum, af sjóslysum og öðrum hörmungum, af því hvernig fólk létti undir hvað með öðru af því það var bara svo sjálfsagt, og ekkert talað um það. Hætt er við að heyrðist hljóð úr mínu horni ef ætti að dekka upp og elda fyrir 20 manns, já, eða 50 manns, og það með litlum fyrirvara. Eða skjóta skjólshúsi yfir einstak- ling eða fjölskyldu til lengri eða skemmri tíma. En í Eyjum var þetta bara svona. Oftast margir í heimili, stundum vinnufólk, svo vin- ir og grannar, það gat þurft að taka til hendinni svo um munaði. En ekki eingöngu þegar mannanna börn voru í sínum fyrirtektum, heldur ekki síður þegar áföll dundu yfir, eina eða fleiri fjölskyldur sam- tímis. Og það var ekki ósjaldan á búskaparárum þeirra hjóna, líkt og víðar í samfélagi þess tíma. Ég frétti að 50 manns hefðu borðað hjá þeim þegar húskveðja var haldin syninum Helga, sem lést 21 árs. Þótt ég hafi ekki kynnst tengda- föður mínum, sem lést löngu áður en ég hitti flautuleikarann minn og son hans fyrst, veit ég að hann not- aði stóra mælistiku á flest sín verk. Þegar ég hugsa mig betur um sé ég að tengdamamma gerði það líka, bara á hæglátari hátt. Hjá honum voru það bátar, hótel, verslanir, kúabú og fleira, og bátarnir jafn margir börnunum átta. Hjá henni voru það mýkri þættirnir, sjá um þennan, hjálpa hinum, stýra stóru heimili, vinna með manninum í rekstrinum, leggja rækt við fólk. Ég man að ég hugsaði með mér: Fyrst hann Gísli minn hefur sömu góðu lund og mamma hans get ég hugsað mér að eiga hann fyrir mann. Ég nenni ekki hinu. Guðrún var nefnilega eins og djúpt og kyrrt vatn, hún hafði svo góða nærveru. Þannig man ég hana, hefðarkonu, sem átti betri stofu sem ævinlega var notuð sama hver kom í heim- sókn, börn eða höfðingjar. Ég þakka afskaplega góða sam- fylgd í tæpan aldarfjórðung, við er- um sjálfsagt mörg sem erum ríkari af að hafa fengið að kynnast Guð- rúnu. Þegar við fjölskyldan hittumst við dánarbeð hennar komu mér í hug nokkur vers úr Biblíunni, vers sem mér fannst lýsa henni svo vel. Þau eru fyrsta sálmi Davíðs: Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, heldur hefur yndi af lögmáli Drottins. Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum. Hennar góða lífsstarfi er nú lok- ið, en hluti af henni lifir áfram innra með okkur sem kynntumst henni. Mig langar að gera orð frels- arans að niðurlagsorðum þessarar greinar, Jóh. 7, vers 38: „Frá hjarta þess sem trúir á mig munu spretta fram lækir lifandi vatns.“ Með vinarkveðju, Herdís Hallvarðsdóttir. Það er margt sem fer um huga manns þegar maður hugsar til þess hvernig það sé að ná að lifa í 100 ár sem hún amma Guðrún gerði og einu ári betur. Mín fyrsta minning um ömmu er þegar eld- gosið í Eyjum byrjaði og við fjöl- skyldan stóðum úti á lóð og horfð- um á ægifagrar en óhugnanlegar eldtungur stíga upp til himins og þegar við fórum niður á bryggju til að fá far með báti til lands, þá vildi skipstjórinn ekki taka okkur með, en þá sagði amma að það væri nú ekkert tiltökumál, við skyldum bara fara heim aftur og að hún myndi bara hella upp á könnuna og sjá svo til. Þetta lýsir persónuleika hennar vel hversu léttlynd og yfirveguð hún gat verið. Amma eignaðist ásamt eiginmanni sínum, Helga Benediktssyni heitnum, 8 börn, þ.e.a.s. 7 drengi og eina stúlku, og saman ráku þau stóra útgerð, verslun, bú og margt fleira í Vest- mannaeyjum og hefur örugglega gengið á ýmsu á heimili þeirra bæði í sorg og gleði. Amma sagði stundum sögur um hvernig lífsbaráttan hefði verið. Þegar hún var ung telpa missti hún 3 systkini úr spænsku veik- inni á aðeins einni viku og maður spyr sjálfan sig hvernig í ósköp- unum gat fólk haldið áfram eftir svona hremmingar og svo vogum við okkur að segja að við eigum svo erfitt í þessu kreppuástandi sem ríkir núna. Það var alltaf gott að heimsækja hana, bæði þegar hún átti heima á Fornhaganum og síðar á Tjarnarbóli. Það var alltaf svo mikil reisn yfir henni og hún glöð að sjá okkur. Það áttu allir kost á því að gista hjá henni og var aukaherbergið alltaf tilbúið ef maður átti leið í bæinn. Amma var dugleg í höndunum og heklaði hún barnahúfur af mik- illi list handa öllum nýfæddum og eiga eflaust margir afkomendur hennar eina slíka og ég tali nú ekki um „trifflið“ hennar sem flest okkar gera alltaf á jólunum. Ég varð þess aðnjótandi að fara með ömmu ásamt Palla bróður og Guð- rúnu dóttur hennar ásamt börnum hennar til Spánar og var hún þá „aðeins rúmlega sjötug“ og fór hún með okkur í ýmsar ferðir og gaf ekkert eftir, sem er í raun ótrúlegt miðað við þann tíma. Seinustu æviárin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Eir og undi hag sínum þar vel og þótti Öldu og strákunum okkar gaman að kíkja á ömmu; þó svo að aldurinn hafi verið farinn að segja til sín var skemmtilegi húmorinn hennar aldrei langt undan. Hún átti það til að raula Adam átti syni sjö og það átti ég líka. Þegar minnið hennar fór þverandi og hún ekki alveg viss um hver ég væri náði ég lengi vel að spyrja hana hvort hún mundi eftir „tuttugu mars átta“ og var svarið ávallt: Já, það er afmælisdagurinn hans Kalla, og gladdi það mig að hún skyldi muna það. Einnig skrifaði hún minnis- punkta hjá sér, t.d.: „Ég á sjö syni og eina dóttur, hvar í ósköpunum er allt þetta fólk?“ Undir það síð- asta komum við Alda í heimsókn og var amma vakandi en lífskraft- urinn fór minnkandi og þá hugs- uðum við með okkur að nú mætti þessi merka kona leggjast til hinstu hvíldar, hún væri löngu bú- in að skila sínu og gott betur en það. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Karl Pálsson. Guðrún Stefánsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Bróðir okkar og mágur, BJÖRGVIN SIGURÐSSON, áður til heimilis Arahólum 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, föstudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, laugardaginn 5. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar, Þór, Guðrún og Oddur. ✝ Yndislegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN GESTUR FINNBOGASON fyrrv. lögregluvarðstjóri, Hrafnistu Reykjavík, áður Háaleitisbraut 151, andaðist sunnudaginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 15.00. Hallfríður Ásmundsdóttir, Finnbogi Grétar Kristinsson, Ásmundur Kristinsson, Svava Loftsdóttir, Kristinn Finnbogason, Snædís Kjartansdóttir, Friðrik Heiðar Ásmundsson, Hildur Helga Sævarsdóttir, Loftur Ásmundsson, Bergdís Heiða Eiríksdóttir, Eva Katrín Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.