Morgunblaðið - 05.09.2009, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
Eftir Dag Gunnarsson
dagur@mbl.is
Í BYRJUN október verður frum-
sýnd myndin Rajeev Revisited
sem er heimildarmynd og sjálf-
stætt framhald á myndinni Leitin
að Rajeev. Forsagan er sú að Raj-
eev Unnithan bjó ungur að aldri í
Mosfellsbænum og undi sér þar
við leik og nám, meðal annars við
vinkonu sína Birtu Fróðadóttur.
Leiðir skildi þegar foreldrar Raj-
eevs fluttu af landi brott. Birta
hóf leit að Rajeev áratug síðar og
um þá leit fjallar fyrri myndin
sem kom út 2002 sem Birta og
Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerð-
armaður gerðu í sameiningu. Birta
segir að aðstæður Rajeevs hafi
ekki verið upp á marga fiska þeg-
ar þau fundu hann og móður hans
en að fyrri myndin hafi skilið við
hann vongóðan um bættan hag og
bjartari framtíð. „Ég er endalaust
að fá spurningar um afdrif Raj-
eevs og þegar ég frétti að hann
væri að fara að gifta sig í mars á
þessu ári ákvað ég að gera fram-
haldsmynd um hann,“ sagði Birta
sem bætti því við að hún hafi haft
tækifæri til þess þar sem hún var
atvinnulaus arkitekt í Kaup-
mannahöfn.
Þessi síðari mynd var gerð í
samstarfi við Arnar Þór Þórisson
sem sá um kvikmyndatöku og
klippingu en það er íslenska kvik-
myndagerðin Vala kvikmyndir ehf
sem framleiðir myndina.
Þau Birta og Rajeev eru bæði
29 ára og segir Birta að hvatinn á
bak við báðar myndirnar sé hin
sterka vinátta þeirra. „Við vorum
saman í bekk í Varmárskóla í
Mosfellssveit í þrjú eða fjögur ár,“
sagði Birta. En er þá von á mynd
um Rajeev á tíu ára fresti? „Nei,
ég hugsa þessa mynd meira sem
punktinn fyrir aftan fyrri mynd-
ina,“ sagði Birta og hló við. Raj-
eev Revisited snýst að mestu leyti
um brúðkaup Rajeevs og breyttar
aðstæður frá fyrri myndinni.
„Hann er núna sáttur við ind-
verskt samfélag og farinn að
starfa hjá hugbúnaðarfyrirtæki og
hefur það mjög gott í dag,“ sagði
Birta en á sínum yngri árum ferð-
aðist Rajeev víða, því faðir hans
vann við að setja upp farsímakerfi.
„Bæði hann og móðir hans segjast
hafa sérstaklega sterkar taugar til
Íslands af öllum þeim löndum sem
þau bjuggu í og þar eignuðust þau
marga góða vini og vilja mjög
gjarnan koma í heimsókn til Ís-
lands,“ sagði Birta að lokum.
Veistu ef þú vin átt...
Sjálfstætt framhald myndarinnar Leitin að Rajeev er væntanlegt
Birta Fróðadóttir vildi ljúka sögunni um æskuvin sinn úr Mosfellssveitinni
Rajeev Revisited Snýst að mestu um brúðkaup Rajeevs Unnithan.
BANDARÍSKU leikkonunni Söruh
Jessicu Parker er afar annt um
öryggi sitt ef marka má nýjustu
fregnir af stúlkunni. Parker er
við tökur á kvikmyndinni Sex and
the City 2 í
New York um
þessar mund-
ir, og hafa
æstir aðdá-
endur hennar
gert ítrekaðar
tilraunir til að
nálgast hana.
Leikkonan
brást við með
því að ráða
mikinn fjölda
öflugra örygg-
isvarða.
„Það mætti
halda að verið væri að passa upp
á forseta Bandaríkjanna, en ekki
Söruh Jessicu Parker,“ segir
heimildarmaður um málið.
„Unglingsstúlkur hafa farið
mikinn við að reyna að ná til
hennar þegar hún gengur frá
tökustað að hjólhýsi sínu, en
verðirnir hafa komið í veg fyrir
það.“
Parker mun þó hafa sagt vörð-
um sínum að fara mjúkum hönd-
um um aðdáendur sína.
Ósnertanleg
Parker
Ekki snerta! Sarah
Jessica Parker.
SANDRA BULLOCK RYAN REYNOLDS
HHHH
– IN TOUCH
HHH
„HITTIR Í MARK.“
-S.V. MBL
BÓNORÐIÐ
HERE COMES THE BRIBE ...
THE PROPOSAL
33.000 MANNS
FRÁ FRUMSÝNINGU
FRÁSAM RAIMI
LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN
MYNDANNA SEM ER Í TOPPFORMI Í SINNI
BESTU KVIKMYND TIL ÞESSA!
GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI:
ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100
LOS ANGELES TIMES - 100/100
WALL STREET JOURNAL - 100/100
WASHINGTON POST - 100/100
FILM THREAT - 100/100
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNN
20.000 gestir
HHH
ÓTRÚLEGA VEL UNNIN
OG SKEMMTILEGUR
SVARTUR HÚMOR”
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
ÍSLENSKU LEIKARARNIR
HELGI BJÖRNSSON,
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR
OG STEFÁN JÓNSSON
TRYGGJA
MISKUNNARLAUSA
SKEMMTUN FRÁ UPPHAFI
TIL ENDA.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
„MISKUNARLAUS SKEMMTUN“
HHH
„...MARKAR NÝJA SLÓÐ
Í ÍSLENSKRI
KVIKMYNDAGERГ
ÓHT RÁS 2.
/ KRINGLUNNI
REYKJAVÍKWHALE.. kl. 6:10 - 8:20 - 10:20 16 G-FORCE 3D m. ísl. tali kl. 23D - 43D L
UP m. ensku tali kl. 5:503D - 83D - 10:103D L DIGITAL 3D THE PROPOSAL kl. 8:20 L
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 1:503D - 43D - 6:103D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 1:50 - 4 L
PUBLIC ENEMIES kl. 10:20 16
/ ÁLFABAKKA
REYKJAVÍK WHALE WAT.. kl. 6 - 8 - 10 - 12 16 UP m. ensku tali kl. 8 L
REYKJAVÍK WHALE WAT.. kl. 3:40 - 8 - 10 - 12 LÚXUS VIP UP m. ensku tali kl. 1:30-5:50 LÚXUS VIP
INGLOURIOUS BASTERDS kl. 8 - 11 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L
DRAG ME TO HELL kl. 8 - 10 - 12 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L
PUBLIC ENEMIES kl. 10 16 HARRY POTTER 6 kl. 2 - 5 10
G-FORCE m. ísl. tali kl. 2 - 4 L HANGOVER kl. 3:40 síðustu sýningar 12
THE PROPOSAL kl. 1:30 - 5:50 - 8- 10:20 L
á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ