Morgunblaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 0. S E P T E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
245. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«MENNING
LISTIN Í SELÁRDAL
ÖÐLAST NÝTT LÍF
«FJÁRMÁL HEIMILANNA
Blað um það sem
á öllum brennur
Verðum að taka í taumana
130 greinast árlega með lungnakrabba 90% meinanna eru vegna reykinga
Hræðilegt að sjá fólk á besta aldri deyja frá litlum börnum, segir læknir
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
„ÞAÐ sker mig í hjartað að sjá unglinga reykja úti
á götu. Tölurnar segja okkur að annar hver eigi
eftir að deyja vegna reykinga. Það er hræðilegt að
horfa upp á fólk á besta aldri fá ólæknandi sjúk-
dóm og deyja frá litlu börnunum sínum af völdum
reykinga.“
Þetta segir Sigríður Ólína Haraldsdóttir,
lungnasérfræðingur á lungnadeild Landspítalans
og formaður Tóbaksvarnaráðs. Meirihluti sjúk-
linganna á lungnadeildinni reykir eða hefur reykt.
Þeir þjást af lungnaþembu, lungnateppusjúkdóm-
um og lungnakrabbameini, að sögn Sigríðar.
Alls greinast um 130 manns með lungnakrabba-
mein á hverju ári á Íslandi að því er Sigríður
greinir frá. „Vitað er að 90 prósent lungnakrabba-
meina eru vegna reykinga. Þetta er alvarlegur
sjúkdómur sem miklar þjáningar fylgja. Þetta er
sjúkdómur sem hægt er að koma í veg fyrir eins og
tekist hefur með marga smitsjúkdóma. Þess
vegna berum við sem stöndum að undirbúningi
tóbaksvarnaþings Læknafélags Íslands fram rót-
tækar tillögur í forvarnaskyni, eins og til dæmis
bann við sölu á tóbaki í matvöruverslunum. Við
verðum að taka í taumana.“
Að sögn Sigríðar verða sjúklingar í mörgum til-
fellum undrandi þegar þeim er greint frá því að
lungnasjúkdómar þeirra stafi af reykingum. „Þeir
segjast ekki hafa vitað að þetta væri svona hættu-
legt. Reykingar eru einnig einn aðaláhættuþáttur
kransæðasjúkdóma og heilablóðfalls. Þetta eru
allt alvarlegir sjúkdómar sem erfitt er að ráða við.
Þótt dregið hafi úr reykingum sýna kannanir að
enn reykir stór hópur ungs fólks. Leggja þarf
áherslu á að það byrji ekki að reykja þar sem það
virðist ekki tengja reykingar við sjúkdóma.“
Morgunblaðið/Júlíus
Landspítali Meirihluti á lungnadeild hefur reykt.
Niðurstöður kannana á vegum
Lýðheilsustöðvar frá 2007 sýna
að í 7. bekk reykja undir 2%
daglega en 11,1% 10. bekkinga
reykir daglega.
Samkvæmt könnunum í fyrra
reykja 13,6% á aldrinum 15 til
19 ára daglega en 20,2% á aldr-
inum 20 til 29 ára.
Af þeim sem eru 30 til 39 ára
reykja 16,3 prósent daglega en
19,1 prósent þeirra sem eru 40
til 49 ára.
Yfir 400 Íslendingar deyja ár-
lega fyrir aldur fram af völdum
reykinga.
Fjöldi ungra reykir
Vanefnd varð nýlega á hárri vaxta-
greiðslu á láni Nýja Kaupþings til
1998 ehf., móðurfélags Haga. Var
vanefndin það há að bankinn hefði
getað gjaldfellt lánið.
Viðskipti
Hefðu getað
gjaldfellt lánið
Tækifæri eru fyrir íslensk fyrir-
tæki að komast að evrópskum
markaði með hergögn. Þekking á
ratsjárkerfum og sérútbúnum bif-
reiðum er hér mikil.
Tækifæri fyrir Ís-
lendinga hjá EDA
Glitnir skuldar Seðlabanka Evrópu
andvirði um 180 milljarða króna
vegna veðlána. Veð fyrir lánunum
voru lán Glitnis til íslenskra sjávar-
útvegsfyrirtækja.
Skuldar 180
milljarða króna HAUSTIÐ er að bresta á og til marks um það er litadýrð náttúrunnar sem
senn fer að verða allsráðandi. Þannig skarta trén ár hvert sínu fegursta áð-
ur en þau missa laufið og fara að búa sig undir veturinn. Sumarið virðist þó
ætla að kveðja með stæl því spáð er einstakri veðurblíðu um helgina á
Norður- og Austurlandi með allt að 20 stiga hita, þurru og björtu veðri.
Sunnlendingar þurfa á sama tíma hins vegar að sætta sig við vætu.
LITADÝRÐ HAUSTSINS
Morgunblaðið/Ómar
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
VIRÐI eigna Íslendinga í skatta-
skjólunum Tortola, Kýpur, Mön,
Jersey, Guernsey og Cayman-eyjum
jókst um 40 prósent á síðasta ári á
meðan heildareignir Íslendinga er-
lendis brunnu upp.
Beinar fjármunaeignir Íslendinga
í þekktum skattaskjólum jukust um
27,2 milljarða króna í fyrra og námu í
árslok 72,5 milljörðum króna.
Á sama tíma lækkaði virði allra
fjármunaeigna Íslendinga erlendis
um þriðjung, eða um 463 milljarða
króna. Hafa ber í huga í þessu sam-
bandi að krónan veiktist um tæp 44%
á árinu 2008. Því hækkaði virði er-
lendra eigna í krónum á árinu.
Vert er að taka fram að ekki er um
að ræða tæmandi eignir Íslendinga
sem eru skráðar á þessum stöðum,
heldur einungis beina eign. Óbein
eign í skattaskjólsfélögum var einnig
mjög algeng á meðal íslenskra kaup-
sýslumanna í gegnum önnur aflands-
félög, sem voru helst skráð í Hol-
landi eða Lúxemborg.
Um helmingur fjármunanna sem
geymdir eru í skattaskjólum, tæp-
lega 35 milljarðar króna, er geymdur
á Kýpur en eignir Íslendinga þar
jukust um 45 prósent á árinu 2008,
eða rúma fimmtán milljarða.
Tengsl íslenskra kaupsýslumanna
við Kýpur hafa vaxið gífurlega á und-
anförnum árum. Meðal annars var
stærsti eigandi Landsbankans fyrir
bankahrun, Samson eignarhalds-
félag, í helmingseigu kýpverska fé-
lagsins Bell Global Investments, sem
aftur var í eigu Björgólfsfeðga.
Eignir í skatta-
skjólum jukust
um 40% í fyrra
Tæpur helmingur fjárins á Kýpur
» Bein eign jókst um
27,2 milljarða 2008
» Nam eignin 72,5
milljörðum í árslok
Milljarðar flæddu | Viðskipti
OLLI Rehn, stækkunarstjóri Evr-
ópusambandsins, segir að við end-
urbæturnar á fiskveiðistefnu ESB
verði horft til reynslu Íslendinga í
sjálfbærri nýtingu á sjávarauðlind-
inni. Sökum þessa muni breyting á
stefnu ESB gera það auðveldara
fyrir Ísland að aðlagast henni. Rehn
minnir á að sjávarútvegsstefna ESB
byggist á veiðireynslu á hverjum
stað. „Eðli málsins samkvæmt hafa
Íslendingar sterka veiðireynslu á Ís-
landsmiðum. Það er jákvæður
punktur til að byrja viðræðurnar á,
frá sjónarhóli Íslendinga,“ segir
stækkunarstjórinn. | 14
Auðvelt að aðlagast
ESB mun horfa til reynslu Íslendinga
af sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda