Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BJÖRN L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í mál- um vegna bankahrunsins, hefur vísað frá kærum á hendur sex blaðamönnum fyrir meint brot á lögum um bankaleynd. Forsendur frávísunar eru þrenns konar en niðurstaðan er endanleg. Fjármálaeftirlitið (FME) kom í febrúar á fram- færi við sérstakan saksóknara ábendingu um hugs- anleg brot á bankaleynd. Síðar í sama mánuði sendi sérstakur saksóknari FME bréf þar sem sagði að embættið myndi ekki hafast frekar að í málinu. Tekið var fram að þessa ákvörðun mætti kæra til embættis ríkissaksóknara innan mánaðar. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari hefði síðan greint frá því að ákvörðunin hefði ekki verið kærð til embætt- is hans innan þessa frests. Málin voru kærð til setts ríkissaksóknara. Í bréfi sem hann hefur sent FME segir að málunum sé vísað frá. Í málum Agnesar Bragadóttur og Kristins Hrafnssonar var um að ræða að eins mánaðar kærufrestur var löngu liðinn þegar kæra barst í ágúst sl. Engin ný gögn í skilningi saka- málalaga eða nýjar upplýsingar hafi fylgt kæru FME. Því sé ekkert tilefni til endurupptöku málsins og kærunum vísað frá. Í máli Egils Helgasonar var um það að ræða að þau gögn sem Egill birti féllu ekki undir 58. grein laga um bankaleynd. Egill birti gögn um bankann sjálfan, þ.e. fund- argerðir bankans en ekki upplýsingar um málefni viðskiptamanna sem viðkomandi grein laganna tek- ur til. Í málum Þorbjörns Þórðarsonar, Morgun- blaðinu, og Reynis Traustasonar og Inga F. Vil- hjálmssonar, DV, reyndi á ákvæði laga um meðferð blaðamannanna á trúnaðargögnum, hvort blaða- mönnunum hefði borið að gæta leyndar á gögnum sem þegar var búið að rjúfa. Það var mat setts rík- issaksóknara að svo væri ekki, þegar búið væri að rjúfa leynd á gögnum yrði hún ekki endurvakin í höndum annarra. Túlkunin hefur fordæmisgildi Að mati Huldu Árnadóttur, lögmanns þriggja ofangreindra blaðamanna, hefur túlkun setts rík- issaksóknara ákveðið fordæmisgildi. „Ég myndi ætla að allir sem eru að vinna með þessi lög, bæði FME og handhafar ákæruvaldsins, væru bundnir af þessari túlkun ríkissaksóknara á ákvæðinu af því að hann er æðsti handhafi ákæruvalds í landinu.“ Hulda minnir á að blaðamenn verði hins vegar eftir sem áður að gæta að friðhelgi einkalífs. „Þeg- ar þeir fá upplýsingar af þessu tagi upp í hendur verða þeir að fara vandlega yfir það og meta hvort þær eigi erindi til almennings.“ silja@mbl.is Blaðamenn ekki taldir brotlegir  Öllum kærum Fjármálaeftirlitsins á hendur blaðamönnum vísað frá  Settur ríkissaksóknari segir að þegar búið sé að rjúfa leynd á bankagögnum, verði hún ekki endurvakin í höndum blaðamanna Í HNOTSKURN »Fjármálaeftirlitið kom ífebrúar á framfæri við Ólaf Hauksson, sérstakan sak- sóknara, ábendingu um hugs- anleg brot á bankaleynd. »Um var að ræða kærur áhendur þeim Agnesi Bragadóttur og Þorbirni Þórðarsyni á Morgunblaðinu, Agli Helgasyni hjá RÚV, Kristni Hrafnssyni, þá frétta- manni Kompáss, og þeim Reyni Traustasyni og Inga F. Vilhjálmssyni hjá DV. Björn L. Bergsson Eftir Sigurð Boga Sævarsson og Jón Pétur Jónsson BÆJARSTJÓRN Álftaness ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að segja Sigurði Magnússyni bæjarstjóra upp störfum. Þetta var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þrem- ur. Með tillögunni greiddu atkvæði bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Margrét Jónsdóttir, óháður fulltrúi. „Þetta er ábyrgðarleysi,“ segir Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, bæj- arfulltrúi Álftaneslistans, sem eftir fundinn í gærkvöld sagði af sér sem forseti bæjarstjórnar. Við því emb- ætti tekur Kristján Guðlaugsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Væringar hafa verið í bæjar- stjórn Álftaness nánast allt kjör- tímabilið. Á haustdögum fór Krist- ján Sveinbjörnsson, þá forseti bæjarstjórnar, í leyfi í kjölfar til- tekinna ummæla sem hann ritaði á bloggsíðu. Í leyfið fór hann í því augnamiði að lægja öldur. Þegar slíkt gerðist ekki sneri hann til baka í óþökk félaga sinna í Álfta- neshreyfingunni, sem töldu að hann þyrfti endurnýjað umboð kjósenda. Með hvorugu liðinu Í sumar setti Margrét Jónsdóttir bæjarfulltrúum í Álftaneshreyfing- unni skilyrði um áframhaldandi samstarf sem lutu að samstarfserf- iðleikum hennar við Kristján og Sigurð bæjarstjóra. „Síðustu vikur höfum við reynt að mynda meiri- hluta,“ sagði Kristín Fjóla sem seg- ir að skilyrðum Margrétar hafi ver- ið mætt en hún ekki viljað ganga til samstarfs þegar til kom. „Hún vill með hvorugu liðinu vinna.“ Eftir bæjarstjórnarfundinn í gærkvöldi er komin upp pattstaða; enginn meirihluti er í bæjarstjórn og bæjarstjóri á förum. Pálmi Más- son skrifstofustjóri sinnir daglegri framkvæmdastjórn sveitarfé- lagsins fyrst um sinn. Guðmundur G. Gunnarsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki í hendi að sjálfstæðismenn og Margrét Jónsdóttir myndi meiri- hluta en reynt sé að finna flöt. Samþykkt að segja bæjarstjóranum upp Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundurinn Mikill mannfjöldi fylgdist með bæjarstjórnarfundinum á Álftanesi í gærkvöldi. Meirihlutinn í bæjarstjórn á Álftanesi enn í lausu lofti „SENDIRÁÐ Íslands í Washington hefur misst húsnæði sitt, þar sem það hefur verið til langs tíma, svo það var ljóst að við yrðum að flytja,“ segir Pétur Ásgeirsson, skrif- stofustjóri rekstrar- og þjón- ustusviðs utanríkisráðuneytisins. Eigendur húsnæðis þess sem ís- lenska sendiráðið í Washington var í sögðu upp leigusamningnum og í framhaldinu mun sendiráðið flytja í Sænska húsið (House of Sweden) þar sem leigð verður skrifstofuað- staða. Sænska sendiráðið er í sömu byggingu, og er það þáttur í þeirri stefnu Norðurlandanna að vera í ná- grenni hvert við annað. „Þetta er tengt þeirri stefnu; að við gerum samkomulag við sænsku framkvæmdasýsluna um að taka á leigu húsnæði fyrir sendiráðið þar,“ segir Pétur. Hann segir nýja húsnæðið vera ódýrara og talsvert minna en það sem flutt verður úr. „Sendiráðið verður að mörgu leyti sterkara þarna, við höfum aðgang að fund- arsölum í húsinu og ýmissi aðstöðu. Þannig að það er hagræðing í þessu,“ segir Pétur. 24. september verður sendiráðið opnað á nýjum stað. Húsnæði sendiráðanna í London, Washington og New York hefur ver- ið til sölu. Pétur upplýsir að tilboð hafi borist í húsnæðið í New York og nú standa yfir samningaviðræður þar um. „Í London hefur mikið verið skoðað en við höfum ekki fengið neitt áþreifanlegt tilboð ennþá,“ seg- ir Pétur. Hið sama á við um sendi- herrabústaðinn í Washington. sia@mbl.is Sendiráðið í Sænska húsið Sendiráðsbygging í New York seld Morgunblaðið/Einar Falur ÞREMUR starfsmönnum á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur verið sagt upp störfum. Eru uppsagnirnar liður í endurskipulagningu á starfsemi flokksins, samkvæmt heimildum blaðsins. Samkvæmt sömu heimildum hafa tveir af þremur starfs- mönnum, sem uppsagnir fengu, starfað lengi fyrir flokkinn. Annar í 25 ár og hinn í 18 ár. Þá mun starfshlutfalli hjá öðrum starfs- mönnum hafa verið verið breytt. Jónmundur Guðmarsson tók ný- lega við starfi framkvæmdastjóra flokksins. Ekki náðist í Jónmund í gærkvöldi, né í Bjarna Benedikts- son formann eða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varaformann. Starfsmenn fengu uppsagnir Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.